Stjarnan - 01.09.1952, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.09.1952, Blaðsíða 4
68 STJARNAN Drengurinn úti í óbygðinni sagði: Hann hefir verið hér, því hann blessaði- fimm brauðin mín og tvo fiskana og mett- aði með því 5 þúsund menn auk kvenna og barna. Alstaðar sem hann hafði farið um fanst ávöxtur náðar háns og kærleika. Litlu börnin sem hann hafði blessað, hinir veiku sem hann hafði læknað. Hinir holdsveiku sem hann hafði hreinsað. Hinir dauðu sem hann hafði reist upp, allir báru vitnis- burð um að hann hefði verið þar. Gyð- ingarnir leituðu hans á hátíðinni og spurðu: „Hvar er hann?“ Enginn hefir lifað á þessari jörð sem hefir haft eins djúp áhrif á hjörtu mann- anna eins og Jesús Kristur. Hinn voldugasti konungur, hinn mesti hershöfðingi, vísindamaður eða spekingur hefir aldrei haft slík áhrif. Hann breytti veraldarsögunni, og margt væri öðruvísi ef hann hefði ekki komið. Kenningar hans eru fluttar öllum þjóðum jarðarinnar. Miljónir manna fagna yfir því að mega kenna sig við nafn hane. Hann skipar æðsta sess í hjörtum margra. Hans vegna hafa margir verið fúsir til að breyta lífsstefnu sinni, og jafnvel láta líf sitt fyrir hann. En svo eru aðrir sem hata hann. Van- trúarmenn og guðsafneitarar einskisvirða hann og fyrirlíta. Kæri samferðamaður á lífsleiðinni, gef- ur þú Jesús æðsta sess í hjarta þínu? Ég vona að þú gjörir það. Enginn getur verið hlutlaus, því Jesús segir: „Sá, sem ekki er með mér hann er á móti mér.“ Hvar er hann? Hvaða svar fær heimurinn upp á það frá þér? —N. R. DOWER ---------■☆■--------- Samband Suður-Afríku áformar að planta skóg í Zululandi svo þeir geti haft nægan við til pappírsgjörðar og annara nauðsynja. Skýrslur sýna að þeir ráðgjöra á næstu tíu árum að rækta skóg á 70.000 ekrum. ☆ ☆ ☆ Sala hrossakjöts er lögmæt á Englandi, sagt er að sú sala nái 700.000 dollara upp- hæð á viku. % Gefðu honum að drekka „Hver sem gefur yður bikar vatns að drekka í nafni þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður, hann mun ekki fara á mis við laun sín.“ Mark. 9:41. Hefir þú nokkurn tíma verið svo þyrst- ur? Svo þyrstur að þú hefðir nær þvi viljað gefa alt þitt til að fá drykk? Eftir vissan bardaga, gekk hershöfðing- inn ásamt þjóni sínum yfir á stríðsvöllinn. Þeir sáu særðan hermann, en er þeir komu nær sáu þeir að hann var í einkennisbún- ingi óvinanna. Þrátt fyrir þetta þá skipaði hershöfðinginn þjóni sínum að gefa hon- um að drekka. Þegar þjónninn beygði sig niður að særða manninum samkvæmt skipun hershöfðingjans, þá sá særði mað- urinn að velgjörðarmaður hans var úr hernum, sem hann hafði barist á móti nokkrum mínútum áður. Hann neytti nú allra krafta til að reisa sig upp á olnboga og miðaði skoti að velgjörðarmanni sínum. Til allrar hepni misti hann markið svo að þjónninn særðist ekki. Þegar hershöfðing- inn áttaði sig eftir þetta óvænta atvik, sýndi hann sannkristið hugarfar er hann sagði: „Gefðu honum að drekka samt sem áður.“ ; ó -■ i Þetta er að sýna trú sína og hlýðni í verkinu: „Ef óvin þinn hungrar gef hon- um að eta, ef hann þyrstir gef honum að drekka.“ Róm. 12:20. Hversu oft breytum vér ekki gagnvart vorum himneska föður eins og særði ó- vinurinn breytti gagnvart þjóni hershöfð- ingjans. Af náð sinni og kærleika vill Guð frelsa oss frá syndinni, en vér spyrnum á móti og hryggjum hans elskandi föður- hjarta með því að hafna boði hans. Jesús þráir að gefa oss að drekka af uppsprettu lífsins vatns. Ó, að hjarta vort gæti orðið snortið af elsku hans, svo að vér'fúslega gæfum honum hjarta vort og vilja vorn. Þjónn hershöfðingjans var fús að gefa óvini sínum að drekka. Þó því væri illa tekið þá tfar kærleiksverkið jafnmikils virði. Nágrannar vorir taka því ekki ætíð fúslega þegar vér viljum láta þá njóta með oss blessunar fagnaðar erindisins, en það er skylda vor að tala við þá um hið eina nauðsynlega, svo þeir megi verða að-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.