Stjarnan - 01.09.1952, Page 5

Stjarnan - 01.09.1952, Page 5
STJARNAN 69 njótandi þeirrar blessunar og sælu sem fæst fyrir trúna á Jesúm Krist og sam- félagið við hann, ef þeir aðeins vilja leyfa Guðs anda að verka á hjörtu sín. En vér verðum að öðlast og eiga sjálfir það him- neska hnossið, gleði og frið í heilögum anda, ef vér eigum að geta vitnað um það frammi fyrir öðrum og hvatt þá til að meðtaka það. Vér verðum að hafa ljós vor logandi ef vér eigum að geta lýst öðrum. Nóttin var dimm. Það var lítil umferð. Hvers vegna átti hann að standa þarna þegar ekkert var að gjöra. Alt í einu kom gamall bíll einhverstaðar frá. Lestin rakst á hann. Hafði hann sofnað á vaktinni. Hann var ekki viss um það. Þetta var eins og vondur draumur, en slysið hafði átt sér stað. Hann undraðist hvort hann hefði ekki veifað ljósberanum til að vara keyrslumanninn við að hann skyldi stað- næmast. Hann var viss um að hann hafði veifað ljósberanum. Hann hafði gjört það svo oft, það var orðið að vana. Nú kom sá tími að hann var kallaður fyrir réttinn. Hann var spurður ótal spurn- inga en hélt ávalt við sama framburðinn. Hann sagðist hafa veifað ljósberanum í ákefð, en það var alt árangurslaust. Daginn eftir kallaði járnbrautarstjór- inn hann inn á skrifstofu sína og sagði: „Þú stóðst þig vel í gær, Tommy. Ég var í fyrstu hræddur um að þú gæfist upp.“ „Nei, herra minn,“ svaraði Tommy, „en ég var svo hræddur um að gamli lögmað- urinn mundi spyrja mig hvort nokkuð ljós hefði verið á ljósberanum.“ Var það ekki sorglegt að ljósberinn sem hann veifaði var ljóslaus. Iivernig gat keyrslumaðurinn varað sig þegar hann sá ekkert ljós? Ef vér eigum að hjálpa öðrum til að vera viðbúnir þegar Jesús kemur þá verð- um vér fyrst að vera það sjálfir. Jesús er heimsins ljós og hann verður að lifa sínu lífi í oss ef vér eigum að verða öðrum til hjálpar. „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.“ Matt. 5:16. —C. O. G. --------☆-------- Hér um bil 10 biljón glerílát eru árlega notuð fyrir niðursuðu í Bandaríkjunum. Watford Það var í september í Nýja-Sjálandi. Watford var í illu skapi því faðir hans hafði bannað honum að synda í ánni. Móð- ir hans gekk inn og amma hans fór bak við húsið, svo að hann var þarna einsamall á flötinni. Hann leit í kringum sig og sá engan, svo að honum flaug í hug að hlaupa niður að ánni þar sem aðrir drengir voru að skemta sér. Á leiðinni hitti hann einn af skólabræðrum sínum sem sagði við hann: „Bannaði ekki pabbi þinn þér að fara og synda í ánni?“ „Jú,“ svaraði Watford heldur sneypu- legur. „En ég ætla bara að dýfa mér snöggvast til að kæla mig og koma svo strax upp úr aftur.“ „Faðir minn bannaði mér líka a'd fara, en ég fer engu að síður. Ég er svo heitur og sveíttur,“ sagði hinn drengurinn þrjóskulega, „það eru engir krókódílar þar. • Þeir vilja bara ekki leyfa okkur neina skemtun.“ % Báðir flýttu sér nús niður að ánni, þar sem hópur af drengjum var að synda, og hróp og hlátur fylti loftið. Það tók enga stund fyrir drengina að kasta af sér flíkum sínum og fara ofan í vatnið skamt frá þeim sem voru að skemta sér á sundinu. Þeir höfðu lofað hver öðr- um að þeir skyldu aðeins dýfa sér og fara svo strax á land aftur. Rétt í því þeir steyptu sér í vatnið rak hinn drengurinn upp óttalegt hljóð og hvarf von bráðar. Watford sá snöggvast stóran opinn kjaft og augu vinar síns sem báru vott um mestu skelfingu. Blóðblettir sáust strax á vatninu. Öll börnin sem höfðu verið að synda heyrðu ópið og flýttu sér á land. Þau stóðu nú sem höggdofa á árbakkanum og horfðu skjálfandi á blettinn sem Watford benti þeim á. „Krókódíll“, hvísluðu þau gagntekin af hræðslu. Watford sá vin sinn aldrei aftur, en* þann dag lærði hann ógleymanlega lexíu. Hann lærði að Guð meinar það sem hann segir: „Þér börn hlýðið foreldrum yðar.“ Efes. 6:1. Nú situr Watford á fremsta bekknum í skólanum mínum í Malamulo. Hann er áhugasamur við námið svo að hann geti

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.