Stjarnan - 01.09.1952, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.09.1952, Blaðsíða 7
STJARNAN 71 svo vikum skifti. Til allrar lukku var það vinstri handleggurinn, og með þinni hjálp og nágrannanna gekk alt vel. Svo skar ég mig á hægri hendinni og brendi niig líka, þegar flaskan brotnaði.“ „Ég veit það, góða mín,“ greip Glen fram í, „en við getum verið þakklát að það var ekki verra.“ „Ég sé þú hefir enga samhygð með mér, og nú bætist ofan á alt annað að frændi minn, sem ég er lítið kunnug, er kominn með þriggja ára gamla dóttur sína til að vera hjá okkur 1 hálfan mánuð, til að vera nálægt konu sinni.“ ,jÞú getur nú ekki láð honum það. Konan hans hafði svo stóran uppskurð. Ég held hann sé ágætis maður, og svo hugsunarsamur við þig líka, Marían. Hann gjörir þér enga aukafyrirhöfn. Hann hirðir herbergið sitt og lítur eftir litlu stúlkunni sinni, og Beverley er svo elskulegt barn. Ég hef ánægju af að hafa þau hér.“ „Ég hefði það líka ef ég væri ekki hölt. Ég veit þú álítur ég mögli of mikið, Glen. En ég sé ekki hvers vegna þetta þurfti að henda mig. Hafði ég ekki nóg áður?“ Rétt í þessu kom Georg frændi inn með Beverley litlu. Þau höfðu verið í heimsókn á sjúkrahúsinu, augu Georgs ljómuðu af vonargleði. Þau spurðu hvernig konu hans liði. Hann sagði hún væri miklu betri en þeir hefðu vonað eftir. En Beverly hafði sáran háls og var ekki laus við hita. Svo sneri hann sér að litlu stúlkunni og sagði: „Við skulum strax fá það læknað, Beverly.“ Georg og litla stúlkan fóru upp á loftið, en Glen fór ofan í kjallarann til að líta eftir eldinum og lagfæra eitthvað smá- vegis þar niðri. Marían sat ein eftir í stofunni með hugsanir sínar. Alt í einu heyrði hún barnsrödd væla: „Ég vil það ekki, pabbi, ég vil það ekki.“ „En litla stúlkan hans pabba verður að taka það.“ „Ég vil það ekki, það er slæmt.“ „Ég veit það er ekki gott á bragðið, en það hjálpar þér til að verða frísk. Góð stúlka, nú hefir þú tekið helminginn af því. Taktu nú það sem eftir er.“ „Það er slæmt, ég vil það ekki.“ „Ég veit það er beiskt á bragðið, en pabbi heldur á bollanum, og ég gef þér ekki meir en þú þarft.“ „Alt búið, pabbi,“ sagði barnið. „Hér er teskeið af hunangi til að taka burt slæma bragðið.“ „Það var hreint ekki svo slæmt,“ hló litla stúlkan. „En það var ekki gott.“ Marían sat nú og hugsaði um það sem fram fór upp á loftinu. Litla stúlkan tók beiskt meðal sem elskandi faðir gaf henni, en ekkert meira en nauðsynlegt var. Marían heimfærði til sín þessa lexíu og sagði með sjálfri sér: „Minn ástríki him- neski faðir heldur á bikarnum. Ég hef þrjóskast móti því að taka meðalið. Hann veit hvað bezt er fyrir mig.“ Hún tók hækjuna, gekk að talsímanum og sagði formanni hvíldardagaskólans: „Ég ætla að halda áfram að kenna í mínum bekk.“ —S. S. W. -------☆--------- Guðs gjöf Þennan tíma árs eru þúsundir feðra og mæðra að líta gegn um búðargluggana til að reyna að sjá eitthvað sem hentugt væri í jólagjafir handa börnunum. Jesús sa'gði: „Ef þér sem vondir eruð hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir yðar sem er í himnunum, gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann.“ Matt. 7:11. Hefir þú beðið þinn himneska föður um gjafir sem þú þarfnast með sama barns- legu trausti, sem börnin biðja foreldra sína um gjafir? Og hvers vegna ekki? Yðar himneski faðir elskar yður miklu meir en vér getum elskað börn vor. „Og öll góð og fullkomin gjöf kemur ofan að.“ Jak. 1:17. Guðs gjöf til vor var ungbarnið í Betle- hem, sem dó á Golgata oss til fyrirgefn- ingar og frelsunar. Með honum og fyrir hann gefur hann oss alla góða hluti. Jesús sagði við samversku konuna sem hann mætti við brunninn: „Ef þú þektir Guðs gjöf.“ Jóh. 4:10. Þekkir þú þessa gjöf? Hefir þú tekið á móti henni, gjöf- inni sem er eilífur kærleikur. „Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla.“ Róm. 8:32. „Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Jesú Kristi Drotni vorum.“ Róm. 6:23. Allar gjafir Guðs eru innifaldar í þeirri gjöf, hans eigin syni.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.