Stjarnan - 01.06.1953, Page 1
STJARNAN
JÚNÍ, 1953 LUNDAR, MANITOBA
Drottinn annast sína
Páll postuli hafSi liðið skipbrot. Að
lokum náðu bæði skipsmenn og farþegar
eyjunni Melita. Það var kalt veður og þeir
kveiktu eld á ströndinni, Páll vatt saman
hrísvönd og lagði á eldinn, skreið þá naðra
út undan hitanum og festi sig á hönd hans.
Páll hristi hana af sér í eldinn. Þeir sem
viðstaddir voru urðu skelkaðir, því þeir
vissu að þetta var eiturnaðra og bjuggust
við að Páll mundi deyja með voðalegum
þjáningum. En ekkert varð honum að
tneini. Guðs andi sem í honum bjó vernd-
aði hann.
Loforð Krists til þeirra sem leiddir eru
<af hans anda var uppfylt hér: „Sjá, ég.
hef gefið yður vald til að stíga ofan á
höggorma og sporðdreka . . . . og ekkert
skal yður granda.“ Lúk. 10:19. Það er dá-
samlegt að vér getum í sjálfum oss haft
þann kraft, sem verndar oss jafnvel frá
eitruðum höggormum. Þessi kraftur er
þeirra sem fyltir eru Guðs anda. Það eru’
líka mörg fleiri loforð, sem ef til vill verða
uppfylt fyrir þig.
„Gangir þú í gegn um vötnin þá er ég
ineð þér, gegn um vatnsföllin, þau skulu
ekki flæða yfir þig, gangir þú í gegn um.
eld skalt þú ekki brenna, og loginn skal
eigi granda þér.“ Jes. 43:2.
Já, Guðs andi verndar. Fyrir nokkrum
árum var trúboði einn, kona hans og
tveggja ára gömul dóttir á litlu trúboðs-
skipi á leið þangað sem þau áttu að starfa.
Báturinn rakst á klett fyrir innan kóralla-
rifið, hann slengdist á hliðina, og farangur
þeirra fór allur ofan í vatnið, en verst af
öllu var að litla stúlkan, dóttir trúboðans,
féll lika niður í sjóinn. Strax þegar skip-
etjórinn, Rangasso heyrði hrópað: „Litla
stúlkan féll í sjóinn,“ stóð hann upp og
kafaði ofan í sjóinn. Það var dimt. Hann
þreifaði fyrir sér í myrkrinu og bað: „Ó,
Guð hjálpaðu mér að bjarga litlu stúlk-
unni.“ Hann fann fyrir sér eitthvað mjúkt,
en það var mosavaxinn klettur. Svo fann
hann eitthvað annað, en það var karfa,
sem hafði fallið útbyrðis.
Nú varð Rangasso að koma upp til að
draga andann og fylla lungun með lofti.
Það tók hann aðeins augnablik, því hér
mátti engan tíma missa, svo hann kafaði
niður aftur og bað ákaflega í hjarta sínu.
Hann synti í hring og þreifaði fyrir sér.
Guðs andi leiddi hann. Nú snerti hönd
hans eitthvað mjúkt. Ó, það var litla
stúlkan. Guðs andi hafði leitt hann einmitt
þangað sem hún var. Hann lyfti henni og
kom upp á yfirborð vatnsins. Ó, hvað allir
urðu glaðir þegar þeir sáu Rangasso koma
upp með litlu stúlkuna, sem hét Norma.
Þeir höfðu líka beðið til Guðs fyrir henni.
Nú voru lífgunartilraunir gerðar og litla
stúlkan náði sér fljótt. Nú er hún hjúkr-
unarkona gift einum af prestum vorum.
Hún væri ekki lifandi nú ef Guðs andi
hefði ekki leiðbeint Rangasso hvar hann
ætti að þreifa eftir henni meðal kórall-
anna. Guðs andi varðveitti litlu stúlkuna.
—M. V.
-------☆-------
Vitur maður var einu sinni spurður,
hvernig hann hefði fengið svo mikla þekk-
ingu á öllum hlutum; hann svaraði: „Ég
skammaðist mín ekkert og var aldrei
hræddur við að spyrja um það, sem mér
var ókunnugt um.“ -—R. H.
☆ ☆ ☆
Hættan í þessum nýtízkuheimi als-
nægta og þæginda er, að fólkið er miklu
betur statt, án þess að vera sjálft betra.
—HIGHWAYS OF HAPPINESS