Stjarnan - 01.06.1953, Side 2
42
STJARNAN
Svar upp á bænir
Fyrir nokkru síðan fór hópur af drengj-
um í Australíu upp á fjall með kennara
sínum. Þeir ætluðu að vera nokkra daga
í skóginum á fjallinu. Þeir höfðu sagt frá
hvaða götuslóða þeir ætluðu að fylgja, og
ráðgjörðu að koma aftur næsta sunnudags-
kvöld. En þeir voru ekki komnir aftur á
sunnudagskvöldið. Það er hættulegt að
villast í skógum Australíu. Margir hafa
vilst og dáið. Stundum hafa lík þeirra
fundist löngu seinna, en stundum aldrei.
Þegar það fréttist yfir útvarpíð að ein-
hver hafi vilst í skógunum þá verða allir
óttaslegnir. Nú var lögreglunni gjört að-
vart og æfðir skógargöngumenn voru
sendir þangað sem hugsanlegt var að
drengirnir væru. Flugbátur flaug yfir til
að sjá þá ef mögulegt væri, en þokuský lá
yfir öllum skóginum. Flugvélin flaug
fram og aftur í von um, að það rofaði til
milli skýjanna. Alt í einu greiddi til í loft-
inu og flugstjórinn sá drengina og kennar-
ann. Þeir höfðu myndað orðið „Hjálp“
með grasi, er þeir höfðu rifið upp.
Var það hending eða tilviljun að skýin
rofuðu til einmitt þar yfir, sem drengirnir
voru rétt þegar loftbáturinn flaug þar
yfir? Nei, það var ekki tilviljun heldur
svar upp á bæn. Margir höfðu beðið bæði
fyrir drengjunum og þeim sem voru að
leita þeirra. Guð svarar bænum barna
sinna. —M. V.
--------☆-------
Fjársjóður á himni
Larry var gamall fátækur maður. Sum-
ir nágrannarnir kölluðu hann „hálfvita“.
Hann vann sér brauð með því a& gjöra
smásnúninga, slá flatir kring um húsin
og reita illgresi úr blómabeðum og jurta-
görðum þorpsins. Han,n átti enga ættingja,
svo menn vissu, og enga vini. Hann bjó
einsamall í litlum kofa niður við ána.
Einu sinni á viku sló hann flötina
hennar ömmu minnar, leit eftir blómunum
og reitti illgresið. Hann setti upp 50 cent
fyrir þetta.
Einu sinni spurði amma mín hann og
sagði: „Larry, hvers vegna setur þú upp
dollar hjá nágrönnum mínum, en lætur
mig ekki borga nema 50 cent? Ég mundi
fúslega borga þér meira.“
Larry svaraði, um leið og hann gróf
götóttu tána á skónum sínum niður í sand-
inn: „Þegar þú mætir mér á götunni
heilsar þú mér. Hitt fólkið talar aldrei til
mín, nema það vilji fá mig til að vinna
eitthvað hjá sér.“
Þetta vakti mig til umhugsunar. Ó,
hversu margar einmana sálir eru í heim-
inum, sem þrá og þarfnast að heyra vin-
gjarnlegt orð, og finna að einhver ber hlý-
an hug til þeirra, og sýnir það í orði og
verki.
Hinir fátæku, ólánssömu, heimilislausu
og vinalausu — vér mætum fjölda þessara
manna, sem vér gætum sýnt kærleika,.
glatt og hughreyst þá.
Vér, sém kristnir erum, líkjumst of oft
prestinum og levítanum, sem gengu fram
hjá særða manninum, sem féll meðal ræn-
ingjanna milli Jerúsalem og Jerikó. Vér
keyrum í flýti fram hjá þeim í skínandi
bifreiðum vorum og gefum þeim lítinn
gaum, nema ef vér segjum: „Það er illa
farið.“
Myndarlegur ungur maður kom einu
sinni til Jesú og sagði: „Meistari, hvað gott
á. ég að gjöra til þess ég eignist eilíft líf?“
Matt. 19:16. Hann hefir ef til vill búist við
að Jesús mundi segja honum að gefa fé
til musterisins, eða landspildu til þeirra
heimilislausu. Hann var fús til að gjöra
mikið fyrir Guð. Nú á dögum hefði hann
verið kallaður mannvinur. Hann gat vel
verið örlátur án þess að finna mikið til
þess. Skeð gat hann yrði beðinn að reisa
kirkju í einhverju þorpi þar sem engin
kirkja var. Þá hefði verið sett skilti framan.
á bygginguna með nafni gefandans. En,
hvað sagði Jesús?
„Ef þú vilt innganga til lífsins þá haltu
boðorðin.“ Matt. 19:17.
Ungi maðurinn varð hissa. Hann skildi
ekki þetta. „Hver helst?“ spurði hann.
Jesús mælti, þessi: „Eigi skaltu mann,
vega, eigi hórdóm drýgja, eigi stela, eigi
ljúgvitni bera. Heiðra föður og móður, og
elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“
18. og 19. vers. Hinn ungi maður segir við
hann: „Als þessa hef ég gætt frá barn-
æsku.“
Hér var vandaður maður, staðfastur og
samviskusamur, sem fylgdi háum hug-
sjónum, og var laus við heimslegar skemt-
anir, en hann var samt ekki ánægður.