Stjarnan - 01.06.1953, Side 5
STJARNAN
45
reynslu Jobs, eða reynslu Jakobs er hann
glímdi við engilinn?
Dýrmætt í augum Guðs er slíkt trúar-
traust er lýsti sér í orðum Jobs: „Þó Drott-
inn deyði mig skal ég samt vona á hann.“
Slík trú er dásamleg í augum engla og
manna, og dýrmætari en nokkur jarð-
neskur fjársjóður.
—SANFORD T. WHITMAN
--------☆--------
Falinn fjársjóður
Einu sinni um eftirmiðdaginn sat skó-
smiður fyrir opnum dyrum í búð sinni í
Hamborg og var að bæta skó. Við og við
söng hann eitt eða tvö vers úr gömlu
þýzku sálmabókinni, sem var í miklu af-
haldi hjá honum. Háskólanemandi einn,
sem gekk fram hjá, heyrði hinn glaðlega
málróm skósmiðsins og sagði við hann:
„Vinur minn, þú sýnist vera hamingju-
samur og ánægður með lífið.“
„Já, ég er hamingjusamur,“ sagði gamli
maðurinn. „Hvernig gæti ég annað?“
„Ég veit ekki,“ sagði nemandinn.
„Fjöldinn af fólki er ekki hamingjusamt,
og þú virðist vera fátækur.“
„Ég er fátækur, það er satt,“ sagði skó-
smiðurinn, „en það þarf ekki að hindra
mig frá að vera hamingjusamur.“
„Það skil ég nú ekki,“ sagði pilturinn.
„Ókunni maður,“ sagði skósmiðurinn og
leit alvarlega í augu unga mannsins. „Ég
er ekki eins fátækur og þú heldur. Ég er
konungs sonur.“
Ungi maðurinn sneri við, gekk í burtu
og sagði við sjálfan sig: „Vesalings maður-
inn er geggjaður.“ Hann ímyndar sér að
hann sé vel fjáður, þó hann sé fátækur.
Mér datt í hug hann gæti ef til vill sagt
mér þann leyndardóm er mig fýsir að
vita, sem sé leyndardóm sannrar ham-
ingju. En það er öðru nær.
Nú leið ein vika, þá hafði nemandinn
tækifæri til að ganga sama stræti aftur.
Hann sá að skósmiðurinn vann af kappi
ennþá og söng við starf sitt eins og fyr.
^egar ungi maðurinn kom að dyrunum,
tók hann ofan hattinn, hneigði sig og
sagði: „Góðan daginn prins.“ 1
„Heyrðu, vinur minn,“ sagði skósmið-
urinn. „Mig langar að tala við þig nokkur
orð, þú snerist svo fljótlega í burtu hitt
skiftið, eins og þú héldir ég væri ekki
með öllum mjalla.“
„Að segja sannleikann þá hélt ég það,“
svaraði ungi maðurinn.
„Vinur minn, ég er ekki ruglaður,“ hélt
skósmiðurinn áfram. „Mér var alvara með
það sem ég sagði. Það er satt, ég er kon-
ungs sonur, sestu niður og ég skal segja,
þér frá því.“
Nemandi þessi var Gyðingur að þjóð-
erni. Þegar hann var barn var honum
kent að lesa Gamla Testamentið og trúa
því. Eftir að hann varð fullorðinn og fór
að ganga á háskóla, þá hafði hann snúið
baki við trú sinni. Hann var eins og sjó-
maður, sem hafði engan áttavita. Hann
vissi ekkert hvert stefndi eða hvernig
hann ætti að snúa sér og honum leið illa
út af þessu. Eins og druknandi maður
grípur í hvað sem fyrir verður, eins var
hann tilbúinn að ná í hvað sem gæti
hjálpað honum að finna leiðina til ham-
ingju, svo hann settist niður og hlustaði á
vin sinn.
Skósmiðurinn minti hann á loforð í
Gamla Testamentinu um dýrðlegan kon-
ung, sem átti að koma til að frelsa heim-
inn og stjórna honum. Svo benti hann
honum á, að alt sem skrifað var í lögmál-
inu, spámönnunum og sálmunum um
þennan dýrðlega konung var uppfylt í lífi
Jesú Krists þegar hann var hér á jörðinni.
Hann mintist á hvernig Jesús leið fyrir
vorar syndir, reis upp úr gröfinni, sté upp
til himna til föðursins og biður nú fyrir
mannkyninu. Svo sagði hann frá hvernig
Jesús hefði sent lærisveina sína til allra
þjóða heimsins til að segja fólki frá hvað
hann hefði gjört fyrir mennina, og að allir
sem sneru sér til hans, iðrast synda sinna
og trúa á hann, þeir fá fullkomna fyrir-
gefning, frelsun og eilíft líf. Hann sagði
honum líka að Jesús kemur aftur sam-
kvæftit loforði sínu til að stofna dýrðlegt
ríki, þar sem allir þeir er elska hann og
fylgja honum munu verða með honum
eilíflega.
Ungi maðurinn hlustaði á með mestu
eftirtekt, hann mundi mörg af loforðum
Guðs í Gamla Testamentinu, en honum
hafði aldrei komið til hugar að bera þau
saman við líf Krists. Þetta var alt nýtt
fyrir hann og hann var hrifinn af því,
sem hann heyrði.