Stjarnan - 01.06.1953, Síða 6

Stjarnan - 01.06.1953, Síða 6
46 STJARNAN „Ungi vinur minn,“ sagði skósmiður- inn, „nú getur þú skilið að ég get í sann- leika sagt, ég er konungs sonur. af því ég tilheyri honum er ég svo glaður og ham- ingjusamur. Ég trúi á hann. Ég elska hann. Ritningin segir, að alt verði mér til góðs. Og ég er hamingjusamur.“ Skósmiðurinn gaf unga manninum Biblíu og réð honum til að taka hana upp á herbergi sitt, lesa hana með eftirtekt og biðja Guð um náð til að trúa og fúsleika til að gjöra Guðs vilja. Nemandinn las Bi'blíuna með eftirtekt og fann leyndardóm friðar og sannrar hamingju. Seinna gjörð- ist hann trúboði fyrir sína eigin þjóð. iÞeir sem leita eftir hinum fólgna fjársjóð i Guðs orði öðlast ríkulegt endurgjald. Vér finnum líf og ljós í Biblíunni, ef vér al- varlega leitum þess. Guðs orð er ljós á vegum vorum og lampi fóta vorra. Sælir eru þeir, sem leita sannleikans, þeir munu finna hann. —ERNEST LLOYD ------☆------- Siguraflið Á þessum erfiðu óvissu tímum óska all- ir eftir öruggleik, hugrekki og innri friði. Hér er leyndardómurinn: „Trú vor hún er siguraflið, sem hefir sigrað heiminn." 1 Jóh. 5:4. Það er sagt um Móses að: „Fyrir trú yfirgaf hann Egyptaland og óttaðist ekki reiði konungsins, og var öruggur eins og hann sæi hinn ósýnilega.11 Hebr. 11:27. Hugsjón hans náði út yfir og upp yfir ástand þessa heims. Hann sá í anda kon- ung himinsins, svo hann óttaðist ekki reiði hins jarðneska konungs. Það var sama hugsjón trúarinnar, sem veitti hinum þremur hebresku hugrekki til að horfast í augu við dauðann í elds- ofninum. Það var trúin, sem hjálgaði Daníel að fara óhræddur í ljónagröfína. Trúin hélt uppi hugrekki Abrahams, er hann flutti úr einum stað í annan. Trúin leiddi Pál og Sílas til að syngja lofsöngva um miðnætti í fangelsinu í Filippíborg. Þessi sama lifandi trú hefir veitt þúsund- um píslarvotta frið og von, er þeir voru leiddir á bálið eða fyrir villidýrin. Hið fegursta dæmi upp á sigrandi kraft, er líf frelsara vors Jesú Krists. Ekkert truflaði rósemi hans, ekki fólksfjöldinn,, sem þrengdi að honum, ekki óveðrið á vatninu. Ekki veikindi þeirra, sem leituðu lækningi til hans, ekki ásakanir óvina hans, eða tilraunir þeirra að hrinda hon- um niður fyrir bjargið. Það truflaði hann ekki þó lærisveinárnir hefðu gleymt að kaupa brauð,, eða þó Nikódemus kæmi til hans seint um kvöld. Hann var rólegur þó hinn djöfulóði hindraði samkomu hans í Kapernaum, og þó hann mætti hinum óðu í Gadara, eða þeir í Jerúsalem ætluðu að grýta hann. Hann svaraði engu þegar óvinir hans báru sakir gegn honum fyrir Pílatusi, eða þegar hann var leiddur út til krossfestingar. „Hann lítillætti sig og lauk ekki upp munni sínum eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim sem klippa hann.“ Jes. 53:7. Hvernig gat Jesús verið rólegur er hann mætti öllum þessum kringumstæð- um? Hugsjón hans náði út yfir þennan heim. Fyrir trú á hann og samfélag við hann, getum vér líka lífað sigursælu lífi. Eins og Móses getum vér verið öruggir eins og vér sæjum hinn ósýnilega. Trú vor þarf ekki að vera á hæsta stigi til að byrja með, en hún verður að þroskast og vaxa eins og mustarðskornið, sem er „Hverju frækorni smærra, en þegar það er sprottið er það stærra en jurtirnar og verður að tré.“ Matt. 13:32. Einn rithöfundur hefir sagt: „Þó must- arðskornir sé minst allra frækorna, þá hefir það í sér hinn sama leyndardóms- fulla lífskraft sem framleiðir vöxt hinna stærstu trjáa. Þegar mustarðskorninu er sáð í moldina, þá dregur lífskraftur þess að sér öll þau efni, sem Guð hefir veitt því til næringar, og það tekur undraverð- um þroska. Ef trú þín líkist mustarðskorn- inu þá meðtekur þú Guðs orð með fögnuði og notar öll tækifæri sem gefast þér til framfara og fullkomnunar. Trú þín mun- styrkjast og þú munt öðlast kraft frá himni. Allar þær Viindranir, sem satan leggur í veg fyrir þig, þó þær sýnist ósigr- andi, munu hverfa fyrir krafti trúarinnar. Ekkert skal vera yður um megn.“ Ef vér höfum slíka trú, sjáum vér í anda hinn ósýnilega, eins og Guðs menn á fyrri tímum, og Jesús framar þeim öll- um, þá munum vér hafa sigur yfir ótta,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.