Stjarnan - 01.06.1953, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.06.1953, Blaðsíða 7
STJARNAN 47 áhyggjum, synd og sjálfselsku. Þá munum, vér njóta friðar þrátt fyrir alla óreiðu í heiminum. Hjörtu vor fyllast þá slíkri gleði, hamingju og öruggleika sem Guð einn getur gefið. —KENNETH STRAND --------☆-------- Áður en þeir kalla Heimkominn trúboði segir frá við- kynningu sinni við háttstandandi prins. Höfðingi þessi var ákaflega ríkur og bar verulegan vinarhug til trúboðans, og not- aði hvert tækifæri sem hann fékk til að gefa honum kostbæra gjöf. Þetta kom svo oft fyrir, að trúboðanum fanst það ganga alt of langt. En hann gat ekki afþakkað gjafir hans, það hefði verið brot á kurteisis- reglunum. Það eina sem hann gat gjört; var að taka á móti gjöfunum. Einu sinni var hann og prinsinn að tala saman nálægt hesthúsinu. í sama bili, gengur þjónn fram hjá og leiðir með sér ljómandi fallegan hest. „Hvernig líst þér á þennan hest?“ spurði prinsinn. Trúboð- inn kannaðist við að það væri afbragðs skepna. „Gefðu honum hestinn,“ sagði prinsinn, við þjóninn. Þessi austurlanda höfðingi notaði hvert tækifæri, eða minsta merki sem hann sá um að gjöfin yrði þegin eða velkomin. Þannig er Guð ávalt reiðu'búin að veita oss blessun sína ef hann sér hið minsta merki þess að vér þráum eða viljum þiggja hana. Alt sem hann sér að getur orðið oss til gagns og blessunar er þá á reiðum höndum til að veita oss. Iiann bíður ekki eftir því, að vér biðj- um hann. „Áður en þeir kalla, vil ég svara þeim,“ segir hann. Þetta sýndi sig í lífi og starfi Krists. Einu sinni var hann að prédika í muster- inu á hvíldardegi. Þar var maður, sem, hafði óhreinan anda. Hann kallaði til Jesú og sagði: „Hvað vilt þú oss, Jesús frá Nazaret?“ Maðurinn var ekki sjálfráður hvað hann sagði. E. G. White segir: „f návist, Jesú fann maðurinn löngun til að verða frelsaður, en illi andinn stóð á móti áhrif- um Krists. Þegar maðurinn vildi ákalla< Jesúm um hjálp, þá lagði illi andinn hon- um mál í munn og hann hrópaði með ótta og skelfingu. Hinn djöfulóði virtist skilja að hann var í návist þess eina, sem gat frelsað hann. Þegar maðurinn reyndi að ná til Krists þá kom hinn illi andi í veg fyrir það og lét hann segja það sem honum sýndist. En Jesús frelsaði manninn frá yfirráð- um hins illa anda og læknaði hann. Vera má að illur vani bindi oss eins og í hlekki. Kringumstæður geta sýnst slíkar, að ekki sé lausnar von. En Jesús þekkir hina djúpu, huldu þrá hjartans. Ef vér frá dýpsta grunni hjartans sendum þögula bæn til hans, þá er honum mikið áhuga- mál að veita oss náðargjafir sínar og gefa hjarta voru frið og fyrirgefning. —TH. A. DAVIS -------☆-------- Mélhnefinn, sem' entist í heilt ár Það hafði verið hungursneyð í landinu. Alstaðar var fólkið hungrað, veikt og' deyjandi, Elías var spámaður Guðs. Guð talaði til hans og sagði: „Far þú til Zarefta og dvel þar. Ég hef boðið ekkju þar að fæða þig.“ Elías gjörði eins og honum var boðið Þegar hann kom þangað sá hann konu, sem var að tína saman eldivið. Hann kall- aði til hennar og mælti: „Sæk mér dálítið af vatni svo að ég megi drekka.“ Hún fór strax að sækja það, en hann kallaði á eftir henni og mælti: „Færðu mér líka brauð- bita.“ Fátæka ekkjan leit á hann. Hvað átti hún að gjöra'. Hún hafði verið að biðja, Guð að senda sér fæðu, svo hún og sonur hennar þyrftu ekki að svelta, og þennan dag ætluðu þau að borða það síðasta, sem til var og nú kom þessi ókunni maður og bað hana um brauðbita. „Ég hef ekkert,“ sagði hún, „nema mjölhnefa í tunnulögg og svolítið af olíu í krús. Ég er að tína saman viðarkvisti, síðan ætla ég heim að matbúa þetta handa mér og syni mínum, svo að við megum eta það og deyja síðan.“ En Elías sagði við hana: „Óttast ekki, far þú heim og gjör sem þú sagðir, gjör þú mér samt fyrst af því litla köku og fær mér hingað út. En matreið síðan hánda þér og syni þínum.“ Það virðist einkenni- legt að hann bað hana að baka fyrst fyrir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.