Stjarnan - 01.06.1953, Side 8
48
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second elass
mail, Post Otfice Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og afgreiSslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar. Man., Can.
hann. En það var orsök til þess. Guð talaði.
fyrir hönd þjóns síns og hann ætlaði að
gjöra dásemdarverk fyrir konuna, sem var
svo góð við þá þurfandi. Hún hafði altaf:
treyst Guði til að uppfylla þarfir sínar, svoi
í trausti til Guðs gjörði hún það, sem Elías
bað hana. Hún bakaði köku fyrir ókunna,
manninn. Guð brást henni ekki. Dag eftir
dag fann hún mél í tunnunni og olíu í
krúsinni, svo þau höfðu öll nóg að lifa á
í langan tíma, því það leið heilt ár áður
en regn kom á jörðina. Guð endurgalt vin-
gjarnleika ekkjunnar er hún sýndi þjóni
hans og hélt við lífi þeirra beggja, hennar
og sonar hennar.
Davíð segir: „Ungur var ég og gamall
er ég orðinn, en aldrei sá ég réttlátan,
mann yfirgefinn, né niðja hans biðja sér
matar.“ Guð uppfyllír þarfir þjóna sinna
enn í dag alveg eins og á dögum Elíasar.
—M. V.
--------☆—-------
„Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð
og varðveita það.“
„Sælir eru hreinhjartaðir, því þeir
munu Guð sjá.“
„Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans
boðorðum, svo þeir nái að komast að lífs-
trénu, og megi inn ganga um borgar hliðin.
inn í borgina.“
„Lofa þú Drottinn sála mín og alt hvað
í mér er hans heilaga nafn.“
--------☆--------
Á eyjunni Man við strendur Englands
bjó skipstjóri einn með fjölskyldu sinni.
Þau voru Aðventistar. Skipstjóri ferðaðist
víða og var oft lengi í burtu að heiman.
Einu sinni var hann svo lengi í burtu, að
konan hans var orðin hrædd um hann.
Hún hafði mörg börn. Nú var fé og mat-
væli nærri að þrotum komið, og það þarf
mikið til að fæða mörg börn. Einn morgun,
eftir að fjölskyldan hafði staðið kring um
morgunborðið og lesið: „Faðir vor,“ eins
og þau voru vön, þá sagði móðirin þeim,
að maturinn á borðinu væri það síðasta,
sem til væri. Þá gall við lítil stúlka og
sagði: „Mamma, Guð sendir okkur mat.
Við vorum að biðja hann: „Gef oss 1 dag
vort daglegt brauð, hann mun svara og
senda okkur mat.“
Móðirin leit á litlu stúlkuna og hresstist
í huga. Hún hafði líka innilega beðið um
mat fyrir sig og börnin.
Þau voru rétt sest við borið þegar barið
var að dyrum. Það var ráðskonan í höll
koungsins á eyjunni. „Ég kem yfir af því
ég hef frétt að hópur af gestum, sem von
var á, getur ekki komið. Við höfum undir-
búið ósköpin öll af mat. Mér þykir leitt
að kasta honum út. — Ætli þið gætuð ekki
notað hann?“
„Sér þú nú,“ hrópaði litla stúlkan. „Ég
vissi Guð mundi senda okkur mat og nú
hefir hann ekki sent okkur bara eitthvað,
heldur mat sem var tilreiddur fyrir
konungsborðið.“
Börnin fóru margar ferðir miili heimilis
síns og hallar konungs og báru með sér
það sem þau komust með af mat frá
konungsborði. Þetta nægði þeim þangað
til faðirinn kom heim. Óveður hafði hindr-
að hann frá að koma á tilteknum tíma.
Dásamlegt er það hvernig Guð uppfyllir
oft þarfir barna sinna.
—M. V.
--------☆--------
„Fel þú Drotni verk þín, þá munu þínar
ætlanir framgang fá.“
„Treystu Guði af öllu hjarta, en reiddu
þig ekki á eigið hyggjuvit, mundu til hans
á öllum vegum þínum, þá mun hann gjöra
stigu þína slétta.“
„Ótti við menn leiðir í snöru, en þeim
er borgið, sem treysta Drotni.“
„Nafn Drottins er sterkur turn, þangað
hleypur hinn réttláti og er óhultur."
„Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni
einhvers manns þá sættir hann óvini hans
við hann.“
„Mannsins hjartá upphugsar sinn veg,
en Drottinn stýrir hans gangi.“ t
„Nálægið yður Guði, þá mun hann
nálgast yður.“
„Hrein og óflekkuð guðsdýrkun fyrir
Guði og föður er sú að vitja munaðarlausra
og ekkna í þeirra þrengingu, og varðveita
sjálfan sig flekklausan frá heiminum."