Stjarnan - 01.09.1953, Side 2

Stjarnan - 01.09.1953, Side 2
66 STJARNAN lærðan mann um þetta efni, sagði maður- inn: „Við værum betur staddir að vera án Guðs lögmáls heldur en án páfans.“ Þá svaraði Tyndal: „Ég hafna páfanum og öllum hans lögum.“ Svo bætti hann við þessum ógleymanlegu orðum: „Ef Guð lof- ar mér að lifa, þá skal ég áður en mörg ár líða, sjá svo um að drengurinn við plóginn verði kunnugri Biblíunni heldur en þú ert.“ Til þess að þýða Biblíuna á enska tungu varð Tyndal að fá samþykki yfir- manna kirkjunnar. Hann sneri sér því til Cuthbert Tunstall biskups í Lundúnum, en hann varð fyrir vonbrigðum því Tunstall var mjög andstæður Lúther. Árið 1521 skrifaði Hinrik VIII. varnarrit um sjö sakramenti katólsku kirkjunnar. Það var mótmæli gegn riti sem Lúther hafði skrifað er kallaðist: „Hin Babýloniska her- leiðing kirkjunnar.“ Hinrik sagði líka að „Rangar þýðingar Biblíunnar ættu að vera brendar og þeim harðlega hegnt, sem hafa þær eða lesa.“ Á þessu sama tímabili brendi Wolsey kardínáli siðabótarbækur sem komu frá meginlandinu til Englands. Tyndal átti vin, Humphrey Monmouth, sem var ríkur verzlunarmaður, og með að- stoð hans byrjaði hann á Biblíuþýðingu sinni. Það varð brátt ljóst að enginn prent- ari á Englandi mundi voga að prenta þýð- ingu hans, svo Tyndal varð að fara 1 út- legð. „Ég skil,“ sagði hann, „að það er ekkert herbergi í Lundúnum til að vinna í við þýðingu Nýja Testamentisins. Það er hvergi pláss til þess á Englandi.“ Með aðstoð Monmouths og vina hans hélt Tyndal áfram starfi því sem Guð hafði kallað hann til. Sagt er, að hann hafi verið hjá Lúther í Wittenberg áður en hann fór til Hamborgar. Það er ekki hægt að meta of mikils áhrif Lúthers 1 öllu sem snerti siðabótina. Hið þýzka Nýja Testamenti Lúthers var hjálp fyrir Tyndal við fyrstu þýðingu hans, sem sjá má af niðurröðun bóka og texta, skýringa og tilvitnana, sem gefnar voru á blað- röndunum. Enginn var betur fær um að þýða heldur en Tyndal. Helztu mentamenn þess tíma sögðu um hann: „Hann er svo æfður í sjö tungumálum: hebresku, Grísku, Latínu, ítölsku, Frönsku, Spænsku og Ensku, að hvert þeirra sem þú heyrir hann tala mundir þú ætla að það væri móður- mál hans.“ Auk þess var hann hámentaður í öðrum greinum, og umfram alt hafði hann djúpa lotningu fyrir Guðs orði.“ Þessi trúarhetja mætti mörgum erfið- leikum og vonbrigðum. Fyrsta upplagið var ekki fullprentað í Cologne þegar Tyn- dal varð að flýja með hin dýrmætu rit af því að óvinur hafði komist að áformi hans. Prentunin var loks fullgjörð í Worms og upplagið var leynilega sent til Englands vafið innan í pakka af verzlunarvörum. Bækurnar voru brendar jafnótt og yfir- menn kirkjunnar gátu fest hönd á þeim. En jafnvel hér sneri Guð sér til dýrðar því sem óvinurinn ætlaði til skaða. Thomas More og Tunstall biskup í Lundúnum lögðu sig fram til að leita uppi bækurnar og brenna þær. Það er sagt frá því, að Tunstall samdi við kaupmann einn, Augustine Packington að nafni, og bað hann að ná í allar bækur sem hann gæti og lofaði hátíðlega að borga þær allar fullu verði. „Ég ætla að eyðileggja þær allar, brenna þær fyrir framan „Páls Kross,“ sagði hann. Packington fór nú á fund Tyndals og sagði: „William, ég veit þú ert fátækur maður, en ég hef útvegað þér viðskipta- mann.“ „Hver er það?“ spurði Tyndal. „Biskupinn í Lundúnum,“ svaraði Packington. „Hann bara brennir þær,“ svaraði Tyndal. „Það má vera, en hvað gjörir það til. Hann brennir bækurnar hvort sem er, svo það er betra að þú fáir peningana svo þú getir prentað annað upplag.“ Og svona fór það. Biskupinn fékk bæk- urnar, Packington fékk þakklætið en Tyndal peningana. Tyndal sagði: „Það er tvent sem gleður mig: Ég hef peninga til að komast úr skuldum, og allur heimurinn mun gremj- ast yfir að Guðs orð er brent. Það sem eftir verður af peningunum nota ég til að gefa út fullkomnari útgáfu af Nýja Testa- mentinu. Ég treysti því, að sú seinni verði miklu betri en sú fyrri.“ Nokkru seinna var fangi, sem grunaður var um villutrú, kallaður fram fyrir Thomas More og þetta var samtal þeirra: „Konstantine,“ sagði dómarinn, ,,ég

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.