Stjarnan - 01.09.1953, Síða 4
68
STJARNAN
ekki fyrir slysi því lestin var komin af
stað.
Vér erum allir farþegar á Járnbraut
lífsins. Áfangastaður vor er eilífðin. Vér
erum nærri komnir áfram. Tíminn er nær
því liðinn. Ó, hversu oft hið lítilsverða
tekur upp allan tíma vorn og hugsun í
stað hins eina nauðsynlega.
Mínúturnar líða fljótt. Vér erum rétt
að segja komnir áfram. Erum vér tilbúnir
að fara heim? Gefum vér gætur að tíman-
um, sem þegar er liðinn? Erum vér reiðu-
búnir að mæta drotni vorum með fögnuði,
þegar hann kemur til að mæta lestinni og
taka okkur heim?
Áminningin, sem Jesús gaf lærisveinum
sínum fyrir hundruðum ára, á sérstaklega
vel við vora tíma: „En gætið sjálfra yðar,
að hjörtu yðar ofþyngist ekki við svall og
drykkjuskap og áhyggjum fyrir lífinu, og
komi svo þessi dagur skyndilega yfir yður
eins og snara . . ., . Verið því ávalt vak-
andi og biðjandi, til þess að þér megnið
að umflýja alt þetta, sem fram mun koma
og standast frammi fyrir manns syninum.“
Lúk. 21:34.-36.
Helzti tilgangur lífsins er að vera undir-
búinn þá áríðandi augna blik bera að hönd-
um. Er þessi undirbúningur helzta áhuga-
málið í lífi þínu? Hvað er aðalatriðið í
hugsanalífi þínu, í samræðum þínum við
annað fólk og í lifnaðarháttum þínum?
Verður þú tilbúinn?
Dýrðleg hugsun, vér erum bráðum
kornnir heim, heim til vors elskaða frels-
ara, til að dvelja hjá honum og ástvinum
vorum og hinum réttlátu frá öllum tímum
og kynslóðum. Eilíflega heima, þurfum al-
drei»framar að kveðja vora elskuðu.
Meðan síðustu mínúturnar nú eru að
líða, þá hlustum á áminningu Drottins
vors og herra: „Svo skuluð þér og vaka,
því þér vitið ekki nær húsbóndinn kem-
ur . . . að hann ekki hitti yður sofandi, er
hann kemur skyndilega.“ Mark. 13:35.—36.
—LEWIS L. DINWIDDIE
-------☆--------
„Ef Drottinn ekki byggir húsið erfiða
smiðirnir til ónýtis.“
„Ver þú ekki hróðugur af morgundeg-
inum, því að þú veist ekki hvað dagurinn
ber í skauti sínu.“
—SALOMON
„Gjörið alt Guði til dýrðar"
Jenny Lind, svenska söngkonan, sagði
einu sinni við John Addington Symonds:
„Ég syng fyrir Guð.“ Þetta var hennar
hjartans. alvara, því hún var guðrækin
kona. Þessi orð voru leyndardómur sálar
hennar. Hún hafði óskeikula trú á Guði
og naut friðar og fagnaðar í trú sinni,
þessar tilfinningar komu skýrt í ljós í söng
hennar.
Vér ættum allir að lifa og starfa í
þessum anda. Vér ættum að syngja fyrir
Guð, byggja fyrir Guð, plægja fyrir Guð,
kaupa og selja fyrir Guð, halda hús fyrir
Guð, í stuttu máli: „Gjöra alt Guði til
dýrðar.“
Jenny Lind kannaðist við að sönghæfi-
leikar hennar voru gjöf frá Guði, sem átti
að nota í hans þjónustu. „Ég hugsa altaf
fyrst um Guð, sagði hún síðustu daga æfi
sinnar. Þeir sem hlustuðu á söng hennar
gátu séð og fundið, að hún gjörði það,
þegar hún stóð frammi fyrir fólkinu og
rödd hennar hljómaði: „Ég veitj að Frels-
ari minn lifir.“ Þetta var líka það sem
leiddi hana til að vera svo örlynd við fá-
tæka. Það var þetta hugarfar, sem leiddi
hana til þess að rödd hennar hljómaði
gegn um sjúkrahúsin til að gleðja og
hughreysta sjúklingana.
Vér getum ekki allir verið framúrskar-
andi söngmenn eða söngkonur eins og
Jenny Lind, en vér getum allir hugsað
fyrst um Guð og það sem honum er þókn-
anlegt í voru daglega lífi. Þetta er það,
sem Páll postuli heldur fram, er hann
segir: „Hvort heldur þér etið eða drekkið,
eða hvað helzt þér gjörið, gjörið það alt
Guði til dýrðar.“ lKor. 10:31. Það er Guði
alveg eins þóknanlegt að vér vinnum vor
daglegu skylduverk honum til dýrðar, eins
og þó vér getum sungið og beðið vel til
Guðs.
„Mér ber að vera í því, sem míns föður
er.“ Þetta er fyrsta setningin, sem skráð
hefir verið af því, sem Jesús sagði. Og
hvað var starf hans um lengri tíma eftir
að hann sagði þetta? Hann fór ekki strax
að kenna og prédika, heldur vann hann
að hinum daglegu skyldum fyrir heimilið,
hann leysti alt vel og' trúlega af hendi.
Hann gjörði Föðursins vilja í litla þorp-