Stjarnan - 01.09.1953, Page 6

Stjarnan - 01.09.1953, Page 6
70 STJARNAN orðinn, syndga ekki aftur, svo ekki hendi þig annað verra.“ Hér er svo að skilja sem synd hafi verið orsök sjúkleika hans. Það eru ekki allir sjúkdómar sem or- sakast af synd einstaklingsins eins og sjá má af þriðja dæminu. Hér var maður sem fæddist blindur. Það var hvíldardagur. Jesús og lærisveinar hans sáu mann þenn- an sitja við veginn. Lærisveinarnir spurðu Jesúm: „Herra, hvort syndgaði þessi mað- ur eða foreldrar hans, að hann fæddist blindur.“ Jesús svaraði: „Hvorki syndgaði þessi maður né foreldrar hans, heldur er þetta til þess að Guðs verk verði opinberað á honum.“ Svo bjó Jesús til leðju, smurði með henni augu mannsins og sagði honum að fara og þvo sér. Maðurinn gjörði sem Jesús bauð honum og kom aftur sjáandi. Hræðsla og kvíði er það versta hugar- ástand sem maður getur haft. Jesús skildi þetta er hann sagði: „Segið því ekki á- hyggjufullir: hvað' eigum vér að eta, eða hvað eigum vér að drekka eða hverju eigum vér að klæðast? því að eftir öllu þessu sækjast heiðingjarnir, og yðar him- neski faðir veit að þér þarfnist als þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun alt þetta veitast yður að auki.“ Kristinn maður hefir enga ástæðu til að vera áhyggjufullur, því hann hefir tak- markalausa uppsprettu allra gæða. Áhyggjur og kvíði veikla heilsuna og geta jafnvel orskað dauða. E. Stanley Joneg, sem starfaði mörg ár á Indlandi sagði frá manni sem kom til að fá lækn- ingu við höggormsbiti. Læknirinn gat ekki einu sinni með stækkunargleri fundið hina minstu rispu eða sár á líkama mannsins. En sá maður dó, blátt áfram af hræðslu. Dauðleg áhrif hræðslunnar kom í ljós af reynslu tveggja sjúklinga. Annar var svolítið lasinn, en hinn var svo mikið veikur að það var lítil von um bata. f einhverju ógáti skiftist um sjúkdómslýs- ingu þessara manna, svo þeir lásu hver fyrir sig lýsinguna á sjúkdómi hins sjúkl- ingsins, og héldu það væri sín eigin. Ár- angurinn varð sá, að maðurinn, sem hafði litla von um bata, náði heilsu aftur, en hinn, sem var lítið eitt veikur dó af hræðslu. Rithöfundur einn hefir þetta að segja um orsök sjúkdóma: „Margir hafa þunga byrði að bera á hjarta sínu af því að þeir keppa eftir að fylgjast með og hafa alt eins og aðrir gjöra. Þeir hafa kosið að þjóna heiminum, fylgja siðum hans og áhugamálum. Þeir hafa ekki sjálfstæða hugsun og lífið er þeim byrði. Sífeldar áhyggjur eyða lífskröftum þeirra. Jesús vill leysa þá frá þessu þrældómsoki. Hann talar til þeirra og segir: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér . . . mitt ok er indælt og mín byrði létt.“ Áhyggja er blind og skilur ekki framtíðina. En Jesús sér endann frá byrjuninni, og í öllum erfið- leikum er hann reiðubúinn að veita hjálp ef menn vilja leita hans. Hann neitar um ekkert gott þeim, sem framganga í ráð- vendni. Kristinn maður hefir enga ástæðu til að vera hræddur, ekkert mætir honum án þess Guð leyfi það. Ef þú vilt njóta góðrar heilsu og rólegs hugarfars, þá fullvissaðu þig um að syndir þínar séu fyrirgefnar. Ef þú óskar að lifa áhyggjulaus þá treystu loforðum Guðs. Varpa byrði þinni upp á Guð, og taktu hana ekki aftur upp á sjálf- an þig. Ef þú biður Guð að lyfta byrði þinni og varpar allri þinni áhyggju upp á hann þá mun hann hjálpa þér, þá getur þú notið heilsu og hamingju. Þráir þú að vera reglulega hamingju- samur, þá gef Guði hjarta þitt, líf og sál. Bið hann á hverjum morgni þannig: „Drottinn minn og herra, ég gef sjálfan mig á ný í þína hönd, með öllu sem ég er og vænti eftir, með öllu sem ég hef, að þú stjórnir og leiðbeinir mér í öllu.“ —X. X. X. —------☆-------- Fagnaðartíðindi Jesús kemur bráðum. Það verður fagnaðardagur fyrir þá, sem hér hafa elsk- að hann og fylgt honum, hann ummyndar þá eftir sinni dýrðarmynd og gefur þeim sitt eilífa dýrðarríki, sem þeim var fyrir- búið frá upphafi veraldar. Hið eina sem nokkurs er um vert í þessum heimi er að meðtaka Jesúm, þekkja hann og fylgja honum. Jesús segir sjálfur: „Þetta er hið eilífa lífið að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð og þann,'sem þú sendir, Jesúm Krist.“ Jóh. 17:3.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.