Stjarnan - 01.10.1953, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.10.1953, Qupperneq 1
STJARNAN OKTÓBER, 1953 LUNDAR, MANITOBA Hinn síðasti aðvörunarboðskapur Eftirsókn eftir rósemi og öruggleik hefir aldrei orsakað mönnum jafnmikil vonbrigði og nú. Á þessum myrku óviss- unnar tímum er sem menn heyri þrumu- rödd yfirvofandi dóms, en þeir þekkja ekkert skýli til varnar. Menn eru eins og þeir gangi í myrkri og vita ekki hvert stefnir. En vér höfum þó eina vonarstjörnu er skín sem skærast þegar „myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum.“ Það er Guðs loforð um sigur og sæluríka fram- tíð fyrir alla þá, sem í einlægni og alvöru leita hans. Guð hefir á öllum öldum talað til mannanna og hvatt þá til að snúa frá villu síns vegar og leita hans auglitis. En menn hafa oft gefið lítinn gaum að hinni guðdómlegu köllun; en nú, þegar alt er í óreiðu í heiminum, þá sér maðurinn enga aðra frelsisvon. Mannkynið hugsar alvar- lega þegar það stendur á klettasnös eyði- leggingarinnar. Eini vegurinn til bjargar er að snúa sér til Guðs og velja hans veg. Guðs orð eru sönn og áreiðanleg. Hann talar áminnandi og aðvarandi til núver- andi kynslóðar. Ef menn gefa gaum að orðum hans og áminningum, þá ábyrgist hann framtíð þeirra. Þegar vér athugum alla þá skelfing og þjáningar, sem menn hafa leitt yfir meðbræður sína, þá spyrjum vér: Verða þeir kallaðir til reiknings- skapar? Hefir Guð lækningu við meini haannkynsins? ' í síðustu bók Biblíunnar er skráður boðskapur, sem átti að verða fluttur „öllum þjóðum, kynkvíslum, tungumáli og lýð“ á síðustu tímum heimsins. Jóhannes sá í sýn engil fljúga um miðhimininn og heyrði hann boða þessi orð: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því komin er stund dóms hans, og tilbiðjið þann sem gjört hefir himininn, jörðina, hafið og uppsprettur vatnanna.“ Þessi boðskapur bendir sjálfur á tímabilið þegar hann er fluttur. „Komin er stund dóms hans.“ Nákvæm rannsókn Biblíunnar bendir á, að dómstími Guðs hefir þegar staðið yfir í meir en hundrað ár. Það finst ekki alvarlegri boðskapur í Biblíunni heldur en þessi. William Vogt hefir sagt, að rit handarinnar á fimm meginlönd heimsins bendi oss á, að dóms- dagur er rétt framundan. Páll postuli segir: „Allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli.“ Líferni vort verður rann- sakað, orð vor, verk og tilgangur vor, alt verður leitt í ljós, því Jesús segir: „Fyrir hvert ónytjuorð er menn tala munu þeir á dómsdegi reikningsskap ljúka, því af orð- um þínum muntu réttlættur og af orðum þínum muntu verða sakfeldur.“ Matt. 12:36.-37. Hvað verður lagt til grundvallar í dóm- inum í réttarsal himinsins? Páll svarar því er hann segir: „Allir sem syndgað hafa undir lögmáli munu dæmast af lög- máli . ... á þeim degi er Guð dæmir hið hulda hjá mönnunum fyrir Jesúm Krist.“ Róm. 2:12.—16. Jakob postuli er á sama máli, er hann segir: „Talið því og breytið eins og þeir er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.“ Jak. 2:12. Jafnvel þó lögmál Guðs sé lagt til grundvallar í dóminum, þá heldur enginn kristinn maður lögmálið til þess að frelsast. Vér frelsumst aðeins af Guðs náð fyrir trúna á Krist. Og frelsaðir af Guðs náð fáum vér löngun til að gjöra vilja hans og hlýða honum, sem elskaði oss og þvoði oss af vorum syndum með sínu blóði. Lögmálið bendir á hvað er synd, en Jesús einn getur frelsað oss frá henni.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.