Stjarnan - 01.10.1953, Side 6

Stjarnan - 01.10.1953, Side 6
78 STJARNAN kerfið og getur farið svo langt að það orsaki sjúkdóm. Af öllu, sem orsakar ótta eða kvíða, þá er vond samvizka það hættulegasta. Sá sem líður fyrir ásökun samvizkunnar, óttast fyrir að synd hans komi í ljós. Hann er hræddur um, að menn tali illa um hann, og hann missir traust á vinum og félögum sínum. Hermaður, sem veit að líf hans er í hættu, hefir bænarorð á vörum sínum. Það virðist inngefin í hjörtu manna sú með- vitund, að þeir verði einhvern tíma kallaðir fyrir rétt heiminsins til að standa reikn- ingsskap af lífi sínu. Þetta náttúrlega fram- leiðir ótta, og eini vegurinn til að að losast við þennan ótta er að taka móti tilboði Guðs um fyrirgefningu, þá hverfur ásökun samvizkunnar og friður og öruggleiki fyllir hjarta mannsins. Undir vissum kringumstæðum er ótti nauðsynlegfrr. Það er gott að óttast kæru- leysi og óþarfa eyðslusemi. Það er gott fyrir gangandi mann að óttast og vera var um sig fyrir hraðfara umferð á strætun- um. Sá, sem vinnur á gasólínstöð, þarf að óttast og fyrirbyggja gasólínsprengju. Það er gott að óttast og forðast vanrækslu og kæruleysi. Biblían jafnvel mælir með vissri tegund af ótta, er hún segir: „Ótti Drottins er upphaf vizkunnar.“ Sá, sem vanrækir skyldur sínar gagnvart Guði, hefir ástæðu til að óttast afleiðingarnar af breytni sinni. En sá, sem óttast Guð og lifir í samræmi við vilja hans, þarf ekki að óttast óvissu framtíðarinnar. Hánn er óhultur undir vernd hins Hæsta. Bezta ráðið til að losast við ástæðulaus- an ótta er að hafa verulegt áhugamál, ákveðið takmark til að keppa eftir. Hvers vegna er hjúkrunarkonan ekki hrædd við að sýkjast af næmum sjúkdómi, sem þjáir sjúkling hennar? Hvernig getur stjórnmálamaðurinn verið óhræddur um að hann afli sér óvina, þegar hann mælir með einhverjum umbótum, sem hindra ágjarna menn frá að afla sér rangfengins fjár? Hvernig getur kristniboðinn verið óhræddur við villimennina, sem hann er að vinna fyrir? Alt þetta fólk mundi óttast, ef það gæfi sér tíma til að hugsa um hættuna. En hver einstakur þessara er svo upptekinn af áhuganum fyrir málefni því, sem hann vinnur við, að hugsun um ótta kemst ekki að. Hjúkrunarkonan gleðst yfir að geta létt sjúklingi sínum þjáningarnar og legg- ur fram alla krafta sína til þess, svo ótti kemst ekki að. Stjórnmálamaðurinn er svo hrifinn af málefni því, sem hann er að berjast fyrir, að hann óttast ekkert. Kristniboðinn, sem fórnar lífi sínu til að flytja fagnaðarerindið og bæta kjör hinna bágstöddu, treystir Guðs varðveizlu og hefir ekkert að óttast. Maður þarf ekki að vera kristniboði til að geta sigrað ástæðulausan ótta. Hver sem í sannleika trúir á Guð getur lifað rólegur og óttalaus. Lítið barn, sem venju- lega er hrætt við myrkrið, getur óhrætt gengið gegn um dimman skóg, þegar það heldur í hönd föður síns. Sömuleiðis getur sannkristinn maður treyst vorum him- neska föður og verið alveg óttalaus. „Því ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar, kærleika og stillingar.“ 2 Tím. 1:7. —H. SHRYOCK, M.D. -------☆-------- Ó, hvílíkur kærleikur Dagurinn var heitur og mollulegur, glaða sólskin en ekki hið minsta kul. Ég og Tip, fjárhundurinn minn, sátum undir poplar trénu og höfðum augun á sauða- hjörð föður míns, það voru um 300 ær og lömb. Kindurnar voru hættar að bíta, stóðu í smáhópum, hengdu niður höfuðin og stöppuðu niður fótunum til að hrista af sér flugurnar. Það var farið að líða að tímanum til að vatna þeim. Það er nú létt verk, ef vatn eða lækur er nálægt handa þeim að drekka, en ef maður þarf að draga það með fötu upp úr brunni, þá er það erfitt verk. Brún- in á brunninum var brotin svo hún var hér um bil jöfn við jörðu, ^vo þetta var bara vatnshola með engu loki yfir. Við fórum hægt með kindurnar 1 áttina til brunns- ins. Féð skildi brátt hvert við vorum að fara og flýtti sér nú og stóð í þéttum hóp í kring um brunninn, svo ég varð að ryðja mér braut. Kindurnar stjökuðu hver ann- ari, allar vildu vera fyrstar að fá að drekka. Rétt er ég kom að brunninum var einu lambinu stjakað svo að það féll niður í

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.