Stjarnan - 01.10.1953, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.10.1953, Qupperneq 3
STJARNAN 75 fyr en í upprisunni, því þegar maðurinn deyr hvílir hann meðvitundarlaus þangað til Jesús reisir hann upp þegar hann kemur í dýrð sinni. „Þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst upprísa.“ Þetta eru aðalatriði kristinnar trúar. Mörg þeirra hafa gleymst eða verið sett til hliðar fyrir hjátrú og kenningar manna. Guð kallar sitt fólk að koma út úr Babýlon, burt frá falskenningum manna, sem gagn- stæðar eru Guðs orði og eyðileggja lífs- kraft og trúaráhuga safnaðanna. Hann hvetur menn og konur til að standa stöðug í trúnni. Guði sé lof að til eru þeir, sem halda fast við kenningar Biblíunnar. Þeir gefa gaum að fagnaðarerindi Krists og fara út um allan heim samkvæmt skipun hans til að prédika gleðiboðskapinn. Jóhannes postuli sá í sýn sinni sigri- hrósandi fólk, sem elskaði Guð og varð- veitti boðorð hans. Þeir eru fáir í saman- burði við fjöldann, sem þó ber kristið nafn. Vald hins illa mun berjast móti sann- leika Guðs og þeim sem fylgja honum og flytja hann, því að oss er sagt að „Drekinn reiddist við konuna og fór burt að heyja stríð við hina afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.“ Op. 12:17. Önnur aðvörun er gefin í Op. 18:1.—6. Þar er sagt frá voldugum engli, sem kemur niður frá himni og segir: „Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda, fangelsi alls konar óhreinna og við- bjóðslegra fugla.“ Önnur raust frá himni Sagði: „Gangið út mitþ fólk út úr henni, svo þér eigið engan hlut í syndum hennar, og svo að þér hreppið ekki plágur hennar.“ Þetta er síðastf aðvörunarboðskapur Guðs til hins glataða heims. Rannsakaðu sjálfur Ritningarnar. Berum líf vort sam- an við Guðs opinbera vilja og lögum líf vort eftir honum. Ó, að menn vildu hlýða. raust Guðs er hann segir: „Gangið út mitt fólk út úr henni.“ Sannleikur Guðs heilaga orðs er vor dýrmætasta arfleifð. Höldum fast við hann, svo vér megum „Öðlast hlut- deild í arfleifð heilagra í ljósinu,“ reiðu- búnir að mæta vorum Guði. —MERLIN L. NEFF Kaupið sannleikann Einu sinni var ég staddur á tjaldbúðar- samkomu í borg einni í norðurhluta Maine ríkisins. Tjöldin voru á sléttu rétt við ráð- hús borgarinnar. Á turni ráðhússins var veðurviti sem snerist og sýndi þannig úr hvaða átt vindurinn blés. Undir veðurvit- anum var vegamerki sem sýndi áttirnar, N., S., A., V. Norður, suður austur, vestur. Á einhvern hátt hafði vegvísirinn orðið fastur við áttavitann og snerist í kring með honum, svo þetta leit út í hvert skifti sem vindstaðan breyttist að áttirnar breyttust líka. Svo vegvísirinn kom eng- um að gagni. Ég heyrði einhvern undrast yfir, hvort ákvæðin í réttarsalnum mundu vera jafn óáreiðanleg eins .og vegvísirinn. Nálin í áttavitanum er eins staðföst og reglubundin eins og hreyfing hnattarins eða flóð og fjara hafsins. Þetta er vissum reglum bundið. Reikningslistin er vísindi, sem breytist ekki. Tveir og tveir eru ætíð hvorki meira né minna en fjórir. Sannleikurinn sem Salómon ræður oss til að kaupa er ekki einungis staðhæfing um veruleika andlegra og náttúrlegra laga skaparans, heldur einnig nær hann yfir gjörðir manna, viðskifti þeirra og félagsskap hvers við annan. „Hið æðsta samband, sem vér getum haft við sam- tíðarmenn vora er: Látum sannleikann vera sameiningarband vort æfinlega.“ Ráð- vendni og sannleikur er grundvöllur inni- legrar, staðfastrar vináttu. Hinn alkunni Dr. William Osler sagði einu sinni: „Ef vér leitum fullkomins sann- leika, þá keppum vér eftir því ómögulega. Vér verðum að sætta oss við að finna sannleiksbrot.“ Hann gefur í skyn, að það sé skylda vor að leita fullkomins sann- leika, jafnvel þó vér getum aðeins fundið brot af honum. Guðs orð er lærdómsbókin, í því er sannleikurinn opinberaður sem vér þurfum með og getum skilið. Sérhver reynsla, sem vér göngum í gegn um, veitir oss nýja opinberun, ef vér af alhuga leitum sannleikans. Sannleikprinn opinberaður í Ritning- unni fullnægir þörfum þess, sem veitir honum viðtökur og fyllir sálu hans frjáls- ræði og gleði. „Þér munuð þekkja sann-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.