Stjarnan - 01.10.1953, Síða 4

Stjarnan - 01.10.1953, Síða 4
76 STJARNAN leikann og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ sagði Jesú. Patrick Henry sagði: „Gef mér frelsi eða gef mér dauða.“ Þessi orð hans hafa hljómað gegn um árin síðan á nýbyggja tímabilinu. Menn, sem elska það frelsi, er sannleikurinn veitir, vilja heldur deyja heldur en missa það. Sannleikurinn er eilífur. Ráðvandir menn gefa sannleikanum fyrsta pláss bæði 1 orði og verki. Sann- leikurinn er eilífur og óumbreytanlegur, jafnvel þó óverðugir menn meti hann ekki að verðleikum. Hugmyndir vorar eiga að lagast eftir sannleikanum, en vér ekki reyna að laga sannleikann eftir þeim. „Kaupið sannleikann,“ segir hinn vitri. Ég held Solómon sé að' tala um andleg efni. Alt sem er nokkurs virði kostar eitt- hvað. Sannleikurinn er oft dýrkeyptur. Móses var erfingi að hásæti Egyptalands, sem þá var voldugasta ríki heimsins. Sem skynsamur maður bar hann saman heið- ur þess ríkis við þann heiður að verða erf- ingi Guðs ríkis. Þann heiður gat hann ekki metið eftir mannlegum jarðneskum mæli- kvarða. í trú kaus hann framtíðarham- ingju eilífðarinnar. í þessum heimi kaupa menn það sem álitið er mikils vert í von um að græða á því. Allur ávinningur í þessum heimi er lítilsvirði í samanburði við það, sem hefir eilífðargildi. Öll Guðs loforð eru sann- leikur og veruleiki, og þau kosta nokkuð. Ég heimsótti einu sinni brezka forn- gripasafnið. Leiðsögumaðurinn fór með mér þangað sem voru geymdar hinar jarð- nesku leyfar Egyptalands konunga. Hann benti mér á það sem hann sagði að „menn ætluðu væri lík þess konungs, sem tók ríki í Egyptalandi, þegar Móses hafnaði því.“ Móses hafnaði hásæti hins voldugasta ríkis heimsins til að eiga hlut með þrælum ríkisins. Hann trúði því, að þeir væru Guðs útvalda þjóð. Hann áleit vanvirðu Krists meiri auð heldur en Egyptalands fjársjóðu. Það voru kjörkaup sem hann gjörði, því nú hefir hann um 40 aldir lifað í veruleika hins eilífa ríkis. Já, það kostar nokkuð að kaupa sannleika Guðs orðs og fylgja honum, en það veitir manninum ómetanleg, eilíf og óforgengileg auðæfi. „Kaupið sannleikann og seljið hann ekki.“ Hann bannar okkur ekki að gefa hann. Vissulega ekki. Það sem Guð hefir gefið oss eigum vér að miðla öðrum, fús- lega og með gleði, ekki á morgun, heldur í dag. Útbreiðið sannleikann, veitið öðrum þekking á honum, það auðgar þann sem hjálpar öðrum. Bóndinn tekur marga mæla sæðis og sáir í akur sinn, en hann fser margfalt meira aftur. „Komið“ „Farið“, segir frelsari vor. „Komið til mín.“ Lærið sannleikann. „Farið út um allan heim,“ flytjið fagnaðarboðskap sannleikans til allra manna. „Sjá, ég er með yður alla daga, alt til veraldarinnar enda.“ Kaupið sannleikann. Gefið hann öðrum. —X. X. --------■☆■------- Brugðin loforð „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir, því að mennirnir munu verða....... óhaldinorðir.“ „Ég hef mist alt traust á öðrum mönn- um,“ sagði vinur minn við mig nýlega. „Hvernig stendur á því?“ spurði ég. „Blátt áfram vegna þess, að enginn stendur við orð sín lengur. Þú getur alls ekki reitt þig á að fólk gjöri það, sem það lofar að gjöra,“ svaraði hann. Svo sagði hann frá ýmsum atvikum í óorðheldni og erfiðleikum, sem af því leiddi. Því miður er þessi maður ekki sá eini, sem getur sagt slíka sögu. Þúsundir, já, miljónir manna nú í heiminum líða fyrir brugðin loforð eða eru orsök í að aðrir líða fyrir óorðÚeldni. Páll postuli bendir á að eitt af því, sem einkennir síðustu daga sé óorðheldni. í pistlinum til Rómverja bendir postul- inn á, að þegar menn hafna frelsandi krafti fagnaðarerindisins þá rifti þeir samningum, það er hið sama og að brjóta loforð sín. í viðskiftum manna, í félagslífinu og í stjórnmálum sjáum vér uppfyllingu þessa spádóms. Menn hafa því nær mist sjónar á hvílík nauðsyn það er að standa við orð sín og samninga. Þetta á sér stað hjá einstaklingum. Lof- orð þeirra virðast stundum vera ásetnings lýgi, auðvitað nefnd öðru nafni, en fyrir

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.