Stjarnan - 01.03.1954, Page 6
22
STJARNAN
sagt. Heldur þú, að þú getir komið til
kirkju með mér, mig langar til að fara.
Ég hef hugsað mikið um hvað hann sagði
kvöldið sem þú baðst mig að koma með
þér og játa trú á Krist. Mig langar til að
velja rétt í þetta skifti.“
Drengirnir fylgdust að og sóttu báðir
samkomurnar. Litlu seinna sameinuðust
þeir söfnuðinum.
Sönn vinátta byggist á elsku til Guðs.
—C. O. G.
----------☆----------
Hver var afleiðingin?
Það var komið að hádegi. Þeir sem
unnu á flugstöðinni í Washington, D.C.,
höfðu símað stóru flugvélinni frá Boston,
að hún gæti lent á hinum ákveðna tíma.
Flughraði loftbáturinn P-38 vildi líka fá að
lenda, en honum var símað að fara einn
hring ennþá kring um flugvöllinn og koma
svo inn á eftir Boston flugvélinni.
Flugstjórinn á P-38 stýrði vél sinni
beint áfram án þess að gefa gaum að
aðvöruninni, sem nú var endurtekin, en
hann hélt áfram. Frá sér numdir skipuðu
nú yfirmennirnir í turninum flugstjóran-
um á P-38 að fljúga upp í loftið. Annað
hvort heyrði hann ekki skipunina eða ó-
hlýðnaðist henni, svo hann hélt áfram að
lendingarplássinu.
„Snú- til vinstri,11 hrópaði leiðsögumað-
urinn í turninum til flugstjórans á Boston
flugvélinni, en það var of seint. Fimmtíu
og fimm menn mistu líf sitt, þegar hinn
flughraði P-38 hitti stóru flugvélina, sem
féll niður. Allir sem í henni voru fórust í
eirihverju því versta flugslysi, sem fyrir
hefir komið í Bandaríkjunum.
Alt þetta var afleiðing þess, að af ein-
hverjum ástæðum skeytti ekki flugstjórinn
skipunum þeim, sem honum voru gefnar.
Það er alveg nauðsynlegt á þessum
flugstöðvum, þar sem hundruð flugvéla
koma og fara daglega, að öllu sé nákvæm-
lega niðurraðað. Það er alveg undravert,
hvað alt gengur vel og hindrunarlaust þar
sem fjöldi af smærri og stærri flugvélum
eru sífelt á ferðinni, ýmist til að lenda eða
leggja af stað.
Bak við alt þetta eru leiðsagnarmenn-
irnir í turninum, sem síma hverjum ein-
asta flugstjóra hvernig og hvenær hann
geti komið og farið án þess að setja sig eða
aðra í hættu. Ef þessum leiðbeiningum er
nákvæmlega fylgt þá gengur alt vel, en ef
þeim er ekki gaumur gefinn þá er hætta á
ferðum, sem oft hefir slys í för með sér.
Þetta líkist vegferð manns gegn um
lífið. Allir óskum vér, að ná landi á höfn
friðarins, en það er svo margt sem villir
oss sjónir og hrekur oss frá hinni réttu
stefnu á þessum síðustu tímum.
Það meinar líf eða dauða hvort menn
hlýða leiðbeiningum frá flugstjórnarturn-
inum. En miklu meira áríðandi er að vér
gefum gaum að og hlýðum leiðbeiningum
Guðs orðs viðvíkjandi lífi voru og breytni.
Sorgleg eru þau slys, sem orsakast af
óhlýðni við skipanir um lendingu loft-
véla, en miklu voðalegri og skelfilegri
verður sú eilífa glötun sem þeir líða er
fyrirlíta Guðs orð eða gefa því engan
gaum. ,
Jesús segir: „Þau orð, sem ég tala til
yðar eru andi og líf.“ Jóh. 6:63. Hlýðum
orðum hans, látum þau stjórna lífsstefnu
vorri. Einungis á þann hátt getum vér
komist farsællega gegn um þetta líf og náð
höfn á landi friðarins.
—F. A. SOPER
----------☆----------
Afturhvarf
Einu sinni spratt þistill upp úr moldar-
hrúgu. Garðyrkjumaður kom með skóflu,
gróf í kring um þistilinn og lyfti honum
upp með rótum. Þistillinn hugsaði með
sjálfum séj;: „Til hvers er maðurinn að
þessu, sér hann ekki að ég er gagnslaus
þistill?“ En garðyrkjumaðurinn gróður-
setti þistilinn í blómagarði sínum. Löngu
seinna kom hann með beittan hníf, gjörði
skurð í þistilinn og gróðursetti rósaknúbb
í skurðinn. Sumarið eftir uxu indælar rósir
á þistlinum. Þá sagði garðyrkjumaðurinn:
„Fegurð þín er ekki því að þakka, sem
þú hefir lagt til, heldur því sem ég hef
gróðursett inn í þig.“
Afturhvarf er 1 því innifalið að sjálfs-
elska, eigingirni, vantrú, ótti og alls konar
synd hverfur úr lífi mannsins fyrir frels-
andi kraft Guðs náðar. Lífið og hugsunar-
/