Stjarnan - 01.03.1954, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.03.1954, Qupperneq 7
STJARNAN 23 hátturinn breytist og ummyndast meir og meir í líking við Jesú heilaga hugarfar. „Styrk þú bræður þína þegar þú síðar ert snúinn við“, sagði Jesús við Pétur. Pétur var kristinn maður þegar Jesús á- varpaði hann þannig. Hann hélt sjálfan sig öruggan og sterkan, hann þekti ekki veikleika sinn. Hann gat ekki styrkt bræð- ur sína eða söfnuðinn fyr en hann sjálfur var fullkomlega umventur. Litlu-seinna afneitaði Pétur Drotni sín- um með slíkum orðum sem hann hefði al- drei getað ímyndað sér, að hann mundi nota. Þetta sannfærði hann um að hann þurfti almættiskraft Guðs náðar til að breyta sínu mannlega eðli. Hann iðraðist, auðmýkti sig og varð endurfæddur, nýr maður. Flestir vor á meðal líkjast Pétri. Vér þekkjum ekki vorn eigin veikleika fyr en vér föllum fyrir einhverri freistingu, þá sannfærumst vér um að vér þurfum Guðs náðarkraft til að ummynda líf vort. Háttstandandi ríkur maður kom til Jesú um nótt til að fá andlega leiðbein- ingu. Jesús sagði: „Yður ber að endur- fæðast.“ „Maðurinn getur ekki séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.“ Jóh. 3:7.—3. Nikódemus var einn af leiðtogum Gyð- inga. Hann fann enga þörf fyrir endur- fæðingu. Hann skildi ekki hvað það meinti og spurði því: „Hvernig getur nokkur fæðst þegar hann er orðinn gamall?“ Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég þér, ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, get- ur hann ekki komist inn í Guðs ríki.“ Jóh. 3:4.—5. Jesús útskýrði að það var nauð- synlegt að verða ummyndaður í hugsunar- hætti og líferni fyrir áhrif heilags anda til þess maðurinn gæti orðið borgari Guðs náðar ríkis og svo fengið inngöngu í hans dýrðarríki. Vér öðlumst líkamlegt líf og fæðumst af holdi, eins verðum vér að öðlast and- legt líf með því að fæðast af vatni og anda. Jesús sagði: „Það sem af holdinu er fætt er hold, það sem af andanum er fætt er andi .... Vindurinn blæs hvar sem hann vill og þú heyrir þytinn í honum, en ekki veistu hvaðan hann kemur eða hvert hann fer, eins er því farið hverjum sem af and- anum er fæddur.“ Jóh. 3:6.—8. Þegar maðurinn finnur til þess hve syndugur hann er og snýr sér til Krists, þá byrjar kraftaverk endurfæðingarinnar í hjarta hans. Afturhvarfið er verk heilags anda, er hann sannfærir manninn um hve syndugur hann er, og að Guð er bæði full- kominn og heilagur, en elskar þó syndar- ann svo, að hann er reiðubúinn að hjálpa honum og frelsa hann. Eftir að maðurinn er umventur og end- urfæddur lítur hann alt öðrum augum á lífið og alt umhverfis, sjálfstraustið er horfið, og glaumur heimsins hefir ekkert aðdráttarafl fyrir hann lengur. Hann hefir augun á Jesú hinum náðuga frelsara sín- um. Hans eina áhugamál nú er að þjóna og þóknast honum. Eins og maðurinn x dæmisögunni sem leitaði að dýrmætum perlum, er hann nú fús til að selja alt sem hann á til að eignast hana. Jesús sagði: „Enn er himnaríki líkt kaupmanni einum sem leitaði að fögrum perlum; er hann hafði fundið eina dýra perlu fór hann og seldi alt sem hann átti og keypti perluna.11 Matt. 13:45—46. J^sús reyndi líka að út- mála fyllingu Guðs 'náðar og kærleika, er hann sagði: „Líkt er himnaríki fjársjóði, sem falinn var í akri, en maður nokkur fann og faldi, í gleði sinni fer hann burt og selur alt sem hann á og kaupir akur- inn.“ Matt. 13:44. Þegar syndarinn horfir á Jesúm verður hann hrifinn af fegurð hans guðdómlega lífs, og fer þá að skilja kærleika föðursins, sem gaf oss soninn, svo vér mættum öðlast fyrirgefning syndanna og kraft til að lifa nýju lífi. Hann gefur nú Guði hjarta sitt og heilagur andi ummyndar hann, svo hann verður nýr maður í Jesú Kristi. Þetta er reynsla allra sem í sannleika eru endur- fæddir. Afturhvarf eða endurfæðing meinar það, að í stað þess að tilheyra þessum heimi verður maðurinn borgari Guðs náð- ar og dýrðarríkis .... Þegar maðurinn gefur Guði hjarta sitt, þá öðlast hann fögnuð og frið heilags anda, hefir hreina samvizku, allar syndir hans eru fyrirgefn- ar og afmáðar. Hann hefir ný áhugamál og kraftur hins nýja lífs gagntekur sálu hans. Hellen Keller sagði einu sínni: „Aftur- hvarf eða endurfæðing er ekki það að með- taka nýjar trúarsetningar, heldur er það

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.