Stjarnan - 01.03.1954, Side 1
STJARNAN
MARZ, 1954 LUNDAR, MANITOBA
Áform Guðs með heiminn
Dr. John Kelman frá Englandi var að
fara yfir Atlantshafið á gufuskipi. Einu
sinni seint um kvöld sá hann mann standa
einsamlan á þilfarinu, langt frá hinum
ýmsu farþegum, sem stóðu þar í hópum.
Þegar hann fór að tala við þennan mann
fann hann að maðurinn var nafnfrægur
amerískur borgari. Brátt snerist samtal
þeirra að ástandinu í stórborgunum. Dr.
Kelman hlustaði á hina alvarlegu, sorglegu
lýsingu á fátækt og eymdarlífi sem ætti
sér stað í sumum þeirra, svo sagði hann
við þennan vin sinn: „Ég hélt þér væruð
lausir við allt þess háttar og gætuð kent
okkur hvernig á að sigrast á öllu slíku.“
„Vér vitum,“ svaraði vinur hans, „hvað
er eina hjálparvonin fyrir Ameríku.“
„Hvað er það?“ spurði Dr. Kelman.
„Keisaraveldi.“
„Keisaraveldi? Aldrei hef ég heyrt
Ameríkumann segja neitt slíkt. Hafið þið
útnefnt keisarann? Það yrði að vera fyrir-
myndarmaður, sem ekki gæti yfirsést, og
afbragðs leiðtogi.11
„Það er rétt,“ svaraði hinn. „Við þekkj-
um manninn og erum að bíða eftir honum.
Hann kemur bráðum. Nafn hans er Jesús.“
„Hrifningin sem ég öðlaðist við þetta
svar hefir haldist við hjá mér ávalt síðan,“
skrifar Dr. Kelman.
Það er sannleikur að löngun mann-
kynsins eftir nýrri stjórn, þar sem réttlæti,
íriður og öryggi ríkir verður uppfyllt innan
skamms. Vonin um að ná þessu dýrðlega
takmarki er ekki bygð á upp fyndingum
né áformum manna, því þá myndi hún
bregðast, eins og reynsla liðinna tíma hefir
sýnt: Það er áform Guðs opinberað í
heilagri Ritningu, sem vér viljum benda
yður á, og það getur ekki brugðist, því
Guðs áform stendur stöðugt eilíflega eins
og hann sjálfur.
Mikið af þessu áformi sínu hefir Guð
þegar framkvæmt. Jesús kom íklæddur
mannlegu holdi, fæddist í Betlehem, dó á
krossinum, reis frá dauðum og sté til
himna til að birtast fyrir augliti Föðursins,
sem æðsti prestur vor, alt þetta eru þættir
í áformi Guðs til að stofna hér varanlegt
friðarríki. Endurkoma Krists er næsti
þátturinn í áformi hans. Það sem Guð
hefir opinberað oss, og þegar er fram
komið, er trygging fyrir því að það sem
ennþá er eftir muni áreiðanlega koma
fram.
Þetta guðdómlega áform um réttláta
alheimsstjórn er hin eina von heimsins.
Atomsprengjan og hydrogen sprengjan
benda á að það er tvent um að velja, al-
heimsstjórn eða alheims eyðileggingu.
Bernard M. Baruch, gamall stjórnvitring-
ur, sagði: „Vér verðum að kjósa annað
hvort alheimsfrið eða alheims eyðilegg-
ingu.“
Vísindamaðurinn Dr. Harold C. Urey
sagði: „Ef hydrogen sprengjan verður full-
komnuð, þá verður hvergi skýli til vernd-
ar.“ Það er alment viðurkent að eini veg-
urinn til varnar gegn hættu atomsprengj-
unnar er alheimsstjórn, sem getur stofnað
og haldið viðyalheimsfriði.
Vér þurfum að vita frá Guðs orði hvert
er áform hans með hið komandi ríki rétt-
lætis, friðar og hamingju, einnig hvernig
og hvenær það verður stofnsett. En það
sem oss er mest áríðandi að vita er, hvernig
vér sem einstaklingar getum orðið borgar-
ar Guðs friðarríkis og notið þar eilífrar
hamingju.
Vér megum ekki gleyma því að valdhafi
þessa heims, satan, hefir táldrægt áform
með framtíðarstjórn heimsins, sem ekki
rnun leiða til hamingju. Hann reynir að
blinda menn með falskenningum sínum,