Stjarnan - 01.05.1955, Page 3
STJARNAN
35
voru drepnir. Hermaðurinn minn sagði
þrisvar við mig: „Þú ert númer eitt.“
Fyrir sjö mánuðum mætti ég Sung. Það
hittist svo á, að við báðir höfðum skýli
yfir nótt í sama tóma húsinu; síðan höfum
við altaf verið saman.“
Chai þagnaði alt í einu, svo bætti hann
við: „Ég gleymi aldrei, að þvo mér um
andlitið og hendurnar á hverjum morgni.“
Jafnvel þó fatnaður hans væri tötralegur,
þá leit drengurinn hreinlega út.
Einn af starfsmönnum vorum tók mynd
af Chai og sagðist ætla að skrifa um hann
í blöðunum. Þá fór 8 ára gamli drengurinn
að gráta og sagði: „Nú verður mögulegt
fyrir pabba að finna mig.“
Sung var veikur. Hann hafði slæma
ígerð í öðrum fætinum og sagði ekkert
alt kvöldið. Við vöfðum þá innan í teppi
og fluttum þá til Seoul sjúkrahússins, svo
ásettum vér oss að taka þá inn á barna-
heimilið, þar sem þegar voru 280 aðrir
munaðarleysingjar. Sögur þeirra líkjast
mikið reynslu Chai. Þeir eru farnir að
kunna við sig þar. Síðast er ég kom þang-
að brosti ég til þeirra og Chai og Sung
brostu á móti, þó hálf feimnir væru, eins
og þeir vissu ekki hvort þeir mættu það.
Nú virðist sem þeir eigi hægra með að
brosa aítur.
—IRENE ROBSON,
(hj úkrunarkona)
------------&-----------
Ávalt reiðubúinn
Ef slys eða óhapp kemur fyrir einhvers
staðar í heinum, þá eru hjörtu, hendur og
fépyngja opin til hjálpar. Meðaumkvun
er náttúrleg mannshjartanu og kemur í
ljós hvar og hvenær, sem þörfin krefur.
Fáum klukkutímum eftir að varnargarð-
urinn í Hollandi brast, þegar stríðið
braust út í Kórea, Mississippi flóði yfir
bakka sína eða jarðskjálfti hristi eyjarn-
ar í Aegean hafinu, þá var hjálpin á leið-
inni til fólksins. Alstaðar eru menn reiðu-
búnir að veita aðstoð í tímanlegum efnum,
þar sem þörfin krefur og þar með fylgir
venjulega andleg og siðferðisleg hjálp.
Mannkærleiki hefir víðtækt starfssvið og
krefst almennrar hluttekningar. „Verið
góðir hver við annan,“ er boðorð sem
flestir viðurkenna. „Elskið hver annan,“
er meginregla sem allir dást að.
Fjöldi fólks á svo annríkt, að það hefir
ekki tíma til að gjöra alt, sem það þó
gjarnan vildi. Menn sjá þörfina og hafa
það, sem þarf til að bæta úr henni og vilja
fegnir gjöra það. Það mundi gleðja þá að
sjá tárin þerruð og heyra gleðihljóma
barnanna, sem notið höfðu lækningar og
annarar hjálpar.
Sá, sem veitir öðrum hjálp nýtur sjálf-
ur ánægju og blessunar af starfi sínu.
Hans eigin reynsla staðfestir það, sem
Jesús kendi, að það er „Sælla að gefa en
þiggja.“ Það veitir blessun bæði gefanda
og þiggjanda.
Þá er nauðsynlegt að finna ráð til þess
að menn geti framkvæmt það, sem þeir
gjarnan vildu gjöra ef þeir hefðu tíma og
vissu hvað þeir gætu gjört gott, hvernig
þeir gætu fundið þá, sem þyrftu hjálp.
Peningar, sem þú og aðrir gáfu síðast-
liðið ár, hafa gjört félagsskap vorum
mögulegt að hjálpa þúsundum manna,
sem ekki hefðu fengið hjálp, hefðuð þér
ekkert gefið. Nú eru þarfirnar enn meiri.
Nú hafið þér aftur tækifæri til að gefa
það, sem kringumstæður leyfa og hjarta
yðar girnist til að hjálpa nauðstöddum.
Trúboðar vorir og líknarstarfendur
finnast á öllum meginlöndum heimsins, í
197 löndum. Tvö þúsund útlendir trúboðar
starfa nú í Japan, Asíu, Ástralíu og eyjum
Kyrrahafsins. Afríka, Suður-Ameríka og
Mið-Ameríka hafa fjölda starfsmanna, sem
fúslega gegna líknarstörfum þeim, sem
þér gjarnan vilduð hafa framkvæmt hefði
tími og kringumstæður leyft.
Söfnuður Krists hefir helgað líf sitt því
starfi að flytja gleðiboðskapinn allri
skepnu, og vér vitum af eigin reynslu, að
þeir, sem fá líkamlega hjálp og heilsubót,
eru fúsastir til að gefa gaum að boð-
skapnum, sem veitir hjarta mannsins
hvíld og frið. Maðurinn þráir að njóta
þess frjálsræðis, sem fæst með góðri sam-
vizku. Hann gleðst af að læra betri lifnað-
arhætti svo hann geti hughraustur mætt
heiminum og kringumstæðum lífsins.
Vér förum með gjöf þína til einstakl-
ingsins, sem þarfnast hjálpar og vitnum
um göfuglyndi þitt með því að rétta hin-
um þyrsta svaladrykk, gefa hinum ber-