Stjarnan - 01.05.1955, Síða 6

Stjarnan - 01.05.1955, Síða 6
38 STJARNAN þá verður það í fyrsta skifti að hann gjörir það.“ „Hann mun ekki bregðast þér, Miss Clansy.“ „Ég veit það. Vertu sæll. Þökk fyrir.“ Næstu viku afhenti Miss Clansy mér 60 cent í tíund. Aldrei hefir mér fundist eins mikið til að taka við peningum, en ég hugsaði ég skyldi gefa Guði tækifæri til að sýna hann brygðist ekki trausti hennar. Viku eftir viku kom hún og afhenti mér 60 centin. Einu sinni eða tvisvar hvíslaði ég að henni og spurði: „Hvernig gengur það, Miss Clansy?“ Guði sé lof. Það gengur alt vel,“ sagði hún glaðlega. Þriðja skifti sem ég spurði hana, svaraði hún: „Prestur minn, það er einkennilegt, ég vissi aldrei fyrri að nágrannarnir væru svo vingjarnlegir og hugsunarsamir. Þeir gjörðu þetta aldrei áður.“ „Hvað gjöra þeir?“ „Þeir færa mér gjafir, stundum brauð, pund af smjöri, dálítið af mjöli, pott af mjólk, ávexti og jafnvel kökur. Ég hef það jafnvel betra síðan ég hef haft aðeins 90 cent, heldur en meðan ég hafði dollar og hálfan.“ „Heldur þú, aðeinhver hafi komið ná- grönnunum til að gjöra þetta?“ „Já, vissulega.“ „Hver getur hafa gjört það?“ „Þarft þú að spyrja um það? Guð hefir ekki gleymt mér. Hann man eftir loforði sínu. Ef þú hefðir ekki ráðlagt mér eins og þú gjörðir, þá hefðir þú rænt mig blessun Guðs.“ „Miss Clansy, ég held þú stjórnir betur fjármálum heldur en nokkur annar í New York. Mig hefir lengi langað til að spyrja þig, hvernig þú gætir komist af með 90 cent á viku.“ „Ég hef sagt þér hvernig nágrannarnir líta til mín, en auk þess eru þarfir mínar litlar. Ég hef lært að hafa mestmegnis hafragraut til fæðis og haframél er ódýrt. Ég hef það betra heldur en meðan ég hafði dollar og hálfan á viku.“ Þremur eða fjórum mánuðum seinna kom Miss Clansy og barði að dyrum. Þegar ég bað hana að koma inn, brosti hún og stóð augnablik þegjandi fyrir framan skrif- borðið mitt, svo sagði hún glettnislega: „Prestur minn, auðug kona stendur nú frammi fyrir þér. Þú verður að sýna henni tilhlýðilega virðingu.“ „Fáðu þér sæti, Miss Clansy, og segðu mér hvað við hefir borið.“ „Vissulega. Ég segi þér satt. Ég hef meiri peninga en ég hef þörf íyrir. Ég veit ekki hvað ég á að gjöra við þá, éj| hef svo mikið.“ Meðan hún sagði þetta gekk hún um gólf og gletnin skein úr augum hennar. Nú sagði ég við hana: „Miss .Clansy, viltu gjöra svo vel að setjast niður og segja mér fréttirnar.“ „Eins og þú segir, prestur minn. Þú manst ég sagði þér frá manni systurdóttur minnar í Connecticut. Ég fékk bréf frá honum þessa viku, þar sem hann segir: „Ég hef verið að hugsa um, frænka, að það hlyti að vera erfitt fyrir þig að kom- ast af með 6 dollara á viku. Ég hefði gjarnan viljað senda þér meira, og nú get ég það. Kaupið mitt hefir verið hækkað, svo ég legg 10 dollara hér innan 1, það verða tíu dollarar vikulega héðan af.“ „Ó, Miss Clansy, þetta gleður mig inni- lega.“ „Ég vissi það, en skilur þú hvað þetta þýðir, sér þú hvað Guð hefir gjört? Nú verður tíundin mín dollar á viku. Húsa- leigan er 4.50 og þá hef ég 4.50 eftir sér þú.“ „Ég skil það.“ „Ert þú góður í reikningi, prestur minn?“ „Nokkurn veginn.“ „Hvað mikið meira er 4.50 heldur en 90 cent?“ „Það er fimmfalt meira.“ „Sér þú, ég hef svo margfalt meira en áður. Fimmfalt, hugsaðu þér. Hvað get ég gjört við alla þá peninga? Mér datt 1 hug, að ég gæti gefið til trúboðs meir en áður. Ó, prestur minn, bókin segir, áð gluggar himinsins verði opnaðir til að úthella blessun. Þetta er það, sem Guð hefir gjört fyrir mig, hann hefir opnað glugga himins- ins yfir mér. Ég sagði þér, að hann mundi aldrei bregðast mér. Ég er svo hamingju- söm í dag.“ Nú hafið þér heyrt sögu Miss Clansy. Þetta bar við rétt eins og ég hef sagt frá. Ég hef hvorki bætt við né dregið úr. Ég minnist glaðlega andlitsins hennar hve-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.