Stjarnan - 01.06.1955, Síða 1

Stjarnan - 01.06.1955, Síða 1
STJARNAN JÚNÍ, 1955 LUNDAR, MANITOBA Leyndardómur kraftarins Drukkin kona kom inn á kristinboðs- samkomu í einni af stórborgum vorum. Hún var niðurbrotin af sorg og iðrun yfir sínu liðna lífi og bað prestinn að hjálpa sér til að finna Guð. Prédikarinn sýndi henni kærleika Guðs til mannanna og hversu fús hann er til að fyrirgefa syndir þeirra fyrir verðskuldun Krists og trú á hann. Konan meðtók Krist og það var sjáanlegt kraftaverk Guðs náðar; hvílík breyting varð á lífi hennar. Nokkrum vikum seinna bað hún pré- dikarann að heimsækja mann sinn. Hann var vélameistari og mótstæður öllum kristindómi. Hann hafði enga trú á stefnu- breyting konu sinnar og sagði slíkt mundi ekki vara lengi. Sex mánuðir liðu, svo eitt kvöld kom þessi maður á samkomurnar og bað pré- dikarann að vísa sér á veg sáluhjálparinn- ar. Hann sagði: „Ég hef lesið margar kristilegar bækur og staðið af mér áhrif þeirra. En nú í sex mánuði höfum við haft opna bók heima hjá mér, líferni konu minnar, sem ég get ekki móti mælt. Ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að ég hef haft rangt fyrir mér. Það hlýtur að vera eitthvað í kristindóminum, sem gat breytt annari eins manneskju og konunni minni, svo hún yrði eins elskuverð, þolinmóð og bænrækin eins og hún er nú. Ég óska eftir að eignast það, sem hún hefir fengið. Viltu sýna mér veginn til Guðs hennar?“ Það sem menn og konur í heiminum þurfa í dag, er að þekkja Guð sem sinn elskandi himneska föður og sameinast hans kærleiksríka hjarta. Vera má þú spyrjir: Hvernig get ég sannfærst um að Guð sé til? Ég vil eiga hann fyrir vin, en hvernig á ég að fara að því? Einu sinni var Mrs. S. M. I. Henry, áhrifamakil bindindiskona, að halda fyrir- lestra í borg einni. Nafnkunnur dómari, sem var vantrúarmaður, hlustaði á sumar af ræðum hennar. Hann var vinur Mrs. Henry, svo eitt kvöld beið hann eftir að samkoman var úti til að tala við hana. „Veistu hvað, Mrs. Henry“, sagði hann. „Mig langar til að vita leyndardóminn við það, hvernig þú getur haft svo mikið vald og áhrif á þennan mikla mannfjölda“. „Guð er leyndardómurinn“, svaraði hún. „En ég trúi ekki á Guð, þú verður að gefa mér skynsamlegri skýringu en þetta á leyndardóminum“. „En dómari, ég get aðeins endurtekið það, sem ég sagði; engin önnur skýring er til. Án Guðs hefði ég ekki getað gjört það, sem ég hef gjört í kvöld“. Dómarinn varð dálítið vandræðalegur og sagði: „Ég vildi ég gæti trúað á Guð, en ég get það ekki af því ég hef aldrei séð hann eða talað við hann, og veit ekki hvernig ég get komist í samband við hann“. Nú sagði Mrs. Henry: „Dómari, ég á vin að nafni Fairchild; hann býr í Los Angeles, California. Þú hefir aldrei séð hann né heyrt af honum. Trúir þú að hann sé til og búi í Los Angeles?“ „Vissulega, Mrs. Henry. Ég trúi því að Mr. Fairchild er til og býr í Los Angeles af því að þú hefir sagt mér það“. „Jæja, dómari, viltu taka vitnisburð minn eins og þú mundir gjöra í réttar- salnum. Ég skal reisa upp hendina og sverja að ég segi sannleikann“. Það var ekki laust við að dómarinn færi hjá sér; hann sagði: „'Nei, nei. Ég þarf engan eið. Ég trúi því sem þú segir, ég veit það er satt“.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.