Stjarnan - 01.06.1955, Side 3
STJARNAN
43
„Enginn getur séð Guðs ríki nema hann
endurfæðist11. Jóh. 3:3. Það er sagt, að
Wesley hafi prédikað yfir þúsund ræður
út af þessum texta. Þegar hann var spurð-
ur, hvers vegna hann gjörði það svaraði
hann: „Af því að þú verður að endur-
fæðast“.
Þetta nýja líf felur í sér sigur yfir synd.
Fyrirgefning er dýrmæt náðargjöf, en
ennþá dásamlegra er að vera varðveittur
frá synd fyrir Guðs kraft. „Ég fyrirverð
mig ekki fyrir Krists fagnaðarerindi, því
að það er kraftur Guðs til sáluhjálpar
hverjum þeim sem trúir“. Róm. 1:16.
Það er dýrðlegt að vita, að hann „megn-
ar að varðveita frá hrösun og láta yður
koma fram fyrir dýrð sína lýtalausa í
fögnuði“. Jud. 24.
Kristindómur er það að lifa daglega í
samfélagi við Krist, hlýða kenningum
hans og fylgja dæmi hans. Þetta er leynd-
ardómur kraftarins í lífi sannkristins
manns. &>
—ANDREW FEARING
-----------☆-----------
Takmarkalaus auðlegð
Það er ekki hvað maðurinn byrjar á,
heldur hvað hann hefir fullgjört, sem
bendir á manngildi hans í þjóðfélaginu.
Skólanám sýnir hvað er inni fyrir hjá
nemendunum. Ég hef séð marga gáfaða
drengi byrja að haustinu með áhuga fyrir
að standa hátt við prófin, en sem smám
saman urðu leiðir á. bókunum, hirtu lítið
um námið og hættu svo þegar skólinn
var úti.
Það er dásamlegt að geta tekið skrúfur,
hjól, fjaðrir og gimsteina og geta búið til
úr þessu vasaúr, sem geta nákvæmlega
fylgt gangi sólarinnar. Eins er það undra-
vert, er menn geta tekið viðarfjöl og búið
til úr henni fíólín, sem framleiðir fegurstu
tóna. Þetta er ekki öllum gefið að geta
gjört. En að taka hið dýrmæta líf og hæfi-
leika sem manninum er gefið og byggja
með því innræti, sem Guði er þóknanlegt,
og sem endursþeglar líferni Krists, það er
lífstíðarstarf, sem er öllu öðru starfi há-
leitara og dýrmætara. Jesús stendur reiðu-
búinn til að hjálpa oss að ná þessu tak-
marki.
Hjörtu vor njóta fyrst friðar og hvíldar,
er vér sjáum tilgang lífsins og höfum ei-
lífðina í Guðs ríki fyrir takmark leiðar
vorrar og keppum að því takmarki. Ef þú
ert 20 ára gamall, þá væntir þú að hafa
um 40—50 ár fyrir framan þig og svo
eilífðina. Það væri í meira lagi heimsku-
legt að hugsa aðeins um daginn í dag og
á morgun, þar sem vér höfum svo langan
tíma framundan.
„Ég kæri mig alls ekki um að fara til
himins“, sagði hraustur ungur maður, „því
ég hef heyrt að allt sem menn gjöra þar
er að sitja á skýi og leika á hörpu“. Þessi
drengur misskildi, eins og margir fleiri,
hvað Guð hefir fyrirbúið þeim, sem hann
elska.
Á hinni nýju jörð munum vér byggja
hús og búa í þeim, stunda garðyrkju, gróð-
ursetja ávaxtatré, og enginn mun ágirnast
né taka þetta frá okkur. Vér munum halda
áfram menntun vorri í háskóla Guðs í
alheiminum.
Ef þér hafið haft áhuga fyrir vísindum
í sambandi við útvarp og sjónvarp og
samtal við fjarlæga staði, hugsið yður þá
að geta haft samband við.fjarlæga hnetti.
Eða ef þú ert hrifinn af ferðalagi, þá fær
þú tækifæri til að heimsækja hnetti, sem
eru svo fjarlægir að það tekur þúsundir
ára fyrir ljós frá þeim að ná til jarðar-
innar. Ef þú elskar söng og hljóðfæraslátt,
þá getur þú iðkað þá list í þúsundir ára
og náð fullkomnun í henni. Ef þú ert
málari, þá getur þú fengið reglulega
dýrðlinga til að sitja fyrir hjá þér, og alla
fegurð alheimsins til að mála eftir. Guð
mun veita sínum útvöldu tækifæri til að
ná þeim þroska og framförum, sem þeir
þráðu hér, en gátu aldrei náð, já, og langt
fram yfir allt það, sem þeir óskuðu eftir.
Þegar hinn útvaldi skari frá öllum tím-
um og kynslóðum gengur um perluhliðin
inn í borgina verður efst í huga þeirra
hið dýrðlega endurgjald, sem þeim er
veitt. Hin æðsta gleði allra verður að fá
að sjá Jesúm augliti til auglitis og njóta
samvistar við hann um alla eilífð.
Einu sinni var falleg ung stúlka og
hraustur ungur maður hrifin hvort af
öðru. Hið eina, sem skyggði á var að mað-
urinn var steinblindur, en ást þeirra hvors