Stjarnan - 01.06.1955, Blaðsíða 2
42
STJARNAN
„Dómari, nú vitna ég að ég veii, að til
er Guð á himnum. Hann er minn himneski
faðir. Hann elskar mig og annast mig og
ég fer til hans með allt, sem mér liggur á
hjarta. Ég er kunnug honum og hann
þekkir mig. Ég veit hann lifir, ég hef
fundið kraft hans í lífi mínu. Hann hefir
gjört mig að nýrri manneskju með sigur
yfir synd og frið í hjarta mínu. Ég vil þú
trúir mínum vitnisburði að Guð er til“.
Dómarinn skildi strax hvað hún fór og
nú sagði hann: „Ég vildi gjarnan fá að
þekkja hann ef ég gæti, en hvernig get
ég fullvissað mig um að til sé slíkur Guð,
sem þú segir frá?“
Hún svaraði: „Ég skal segja þér hvernig
þú getur kynst honum. Hérna, taktu
Biblíuna mína, og þegar þú kemur heim í
kvöld og ert einn í herbergi þínu, þá lestu
allt Jóhannesar Guðspjall, 103. Davíðs
sálm og fyrsta kapítulann í fyrsta pistli
Jóhannesar, og svo áttunda kapítulann í
Rómverja bréfinu, svo átt þú að falla á
kné og fara að tala við Guð og biðja til
hans. Vera má þú finnir ekki til nálægðar
hans, en ef þú vilt biðja alvarlega og halda
áfram með það nokkra stund, þá munt
þú innan skamms læra að þekkja minn
Guð“.
Dómarinn gekk að þessu og sagði: „Ég
skal reyna þetta, það er engu tapað með
því, ef til vill mikið unnið“. Þetta kvöld
fór hann að lesa og varð hrifinn af því,
sem hann las. Hann fékk skýrari skilning
og fann eins og nýtt líf færast um líkama
sinn. Svo reyndi hann að biðja, en það
var erfitt, því hann hafði aldrei beðið í
yfir 20 ár. Hálf stamandi byrjaði hann:
„Ó, Guð ef þú ert til, eins og Mrs. Henry
segir, þá opinbera þig fyrir mér“.
Næsta morgun mætti dómarinn Mrs.
Henry inni í borginni. Áður en hann sagði
eitt einasta orð, sagði Mrs. Henry: „Dóm-
ari, þú þarft ekki að segja mér, ég veit
árangurinn af reynslu þinni í gærkvöldi.
Það skín út úr andliti þínu. Þú fanst Guð
í gærkvöldi“.
„Vissulega, Mrs. Henry, ég fann hann.
Ég veit að Guð er til, ég hef talað við
hann. Ég er orðinn honum kunnugur og
elska hann. Má ég koma og lesa Biblíuna
með þér, mig langar til að þekkja hann
betur, svo að ég geti hjálpað öðrum að
finna veginn til Guðs“.
Já, vinur minn, Guð er til og þú getur
lært að þekkja hann. „Og þér munuð leita
mín og finna mig, þegar þér leitið mín af
öllu hjarta“. Jer. 29:13. Guð er stöðugt að
leita vor. Kærleiki hans til vor er svo
mikill, að hann gaf sinn eingetinn son til
að frelsa manninn frá þeim dauða, sem
hann hafði leitt yfir sig með óhlýðni sinni.
„Mannsins sonur kom til að leita þess,
sem glatað var og frelsa það“. Lúk. 19:10.
Allt í gegnum Biblíuna lesum vér um
kærleika Guðs til mannanna. Hann biður
okkur eins og faðir barn sitt. Takið eftir
hvað hann segir: „Hver sem þyrstur er
komi“. Jes. 55:1. „Hann vill ekki að neinir
glatist, heldur að allir komist til iðrunar“.
2. Pét. 3:9. „Andinn og brúðurin segja,
kom þú, og sá sem heyri segi kom þú.
Og sá sem þyrstur er hann komi. Hver
sem vill, hann taki ókeypis lífsvatnið“.
Op. 22:17.
Það tekur trú að koma til Guðs. En
hvað er trú? Það er að treysta því sem
Guð segir. Taka hann á orðinu án þess að
efast. Trú er að taka Guðs orð eins og
það stendur og breyta eftir því.
Iðrun vor þarf að vera einlæg og synda-
játning vor ákveðin, játa einmitt hvað vér
höfum brotið. „Sá, sem dylur yfirsjónir
sínar, verður ekki lángefinn, en sá, sem
játar þær og lætur af þeim, mun miskunn
hljóta“. Orðskv. 28:13.
Ef maður stelur frá öðrum, þá er ekki
nóg að láta í ljósi iðrun sína. Ef iðrunin
er einlæg þá mun hinn seki skila aftur eða
borga fyrir það, sem hann tók frá náunga
sínum. Tollheimtumaðurinn Zakkeus á-
setti sér að bæta úr öllu, sem hann hafði
gjört rangt. Jesús viðurkendi einlægni
trúar hans, er hann sagði: „í dag er heill
sken húsi þessu“.
Einlæg iðrun leiðir til Guðs og eilífs lífs.
Það er byrjun á nýju lífi. Vér erum synd-
arar að náttúru til og þurfum því fyrir-
gefning og frelsun. Guð einn getur fram-
kvæmt það kraftaverk í lífi voru. Vér
verðum að vera fúsir til að leyfa Jesú að
ummynda líf vort. „Ef þannig einhver er í
samfélagi við Krist er hann ný skepna.
Hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið
nýtt“. 2. Kor. 5:17.