Stjarnan - 01.06.1955, Page 5

Stjarnan - 01.06.1955, Page 5
STJARNAN 45 féll og fall þess var mikið.“ Matt. 7:24.—27. Það var aðeins eitt, sem skildi á hjá þessum mönum. Báðir heyrðu orð Krists, annar fylgdi þeim en hinn ekki. Hér kemur í ljós afstaða trúarinnar til verkanna, aðgjörðalaus trú, þó hún kann- ist við Krist og kenningar hans, nægir ekki. Það er heldur ekki nóg að tilheyra söfnuði. Líferni og breytni mannsins verður að vera í samræmi við Guðs vilja til þess að hann geti tileinkað sér það, sem Jesús segir í Jóh. 11:25. „Jesús seg- ir . . . . ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Sú trú, sem Jesús metur, er grundvallar regla í lífi kristins manns, sem leiðir hann til að fylgja Jesú og hlýða orði hans án nokkurra afsakana eða undanbragða. Hon- um nægir að vita, að Guðs orð segir það. Hann snýr hvorki til hægri né vinstri til að fylgja kenningum manna, sem gagn- stæðar eru Guðs orði. Hann fylgir hinum þrönga mjóa vegi, sem til lífsins leiðir. Nú getur einhver spurt: Hvernig get ég vitað hvað er Guðs vilji? Jesús svarar því í Jóh. 7:17. „Mín kenning er ekki mín heldur þess sem sendi mig. Ef sá er nokk- ur, sem vill gjöra vilja hans, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði, eða ég tala af sjálfum mér.“ Sá, sem hefir gefið Guði hjarta sitt, þráir að gjöra vilja hans og rannsakar orð hans, hann mun öðlast skýra þekkingu á Guðs vilja. Biblían og Biblían ein er lífsregla hins sannkristna manns. Jesús kom til að opinbera oss föðurinn og vilja hans. Vér finnum þennan fjársjóð þekkingar- innar í Guðspjöllunum. Einu sinni kom ungur maður til Jesú og spurði hann hvað hann ætti að gjöra til að eignast eilíft líf. Jesús svaraði: „Ef þú vilt innganga til lífsins þá haltu boðorðin.“ Ungi maðurinn kvaðst hafa gjört það alt frá barnæsku. Jesús reyndi alvöru hans í þessu efni, er hann sagði við hann: „Ef þú vilt vera algjör þá far, sel eigur þínar og gef fátækum, og munt þú eiga fjársjóð á himni, kom síðan og fylg mér.“ En oss er sagt, að þegar ungi maðurinn heyrði þau orð, „fór hann burt hryggur, því hann átti miklar eignir." Matt. 19: 16.—22. Lexían, sem vér lærum af þessa manns reynslu. er, að hlýðni við boðorðin er að hlýða þeim í öllu afdráttarlaust. Hann fyldi þeim aðeins eftir því, sem honum þótti hagkvæmt og þægilegt. Þegar Jesús stakk upp á að hann miðlaði fátækum af eignum sínum fanst honum það of mikið. Þetta eru vandræðin hjá mörgum enn í dag. Þegar Guðs boðorð heimta meira en þeim er geðfelt, snúa þeir frá þeim og fara sína eigin leið, en vona þó að öðlast velþóknun og hylli Guðs. Jesús hélt því skýrt fram, að 10 boðorðin gilda fyrir alla eftirfylgjendur hans. Þau eru grundvallarlög fyrir Guðs börn engu síður á tímabili kristninnar heldur en á dögum Gamla Testamentisins. Annað skifti kom lögfræðingur til Jesú og spurði: „Herra, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“ Jesús svaraði hon- um: „Þú skalt elska Drottinn þinn Guð af öllu hjarta og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Jesús kendi að mönnum væri skylt að halda Guðs boðorð. Það er ekki nóg að fylgja bókstafnum einungis, hugarfar og hjarta mannsins verður líka að vera í samræmi við þau. Allar framkvæmdir hans eiga að stjórnast af elsku til Guðs og manna. Það sem Jesús sagði þarna er í samræmi við það, sem Páll postuli seinna skrifaði til Rómverja: „Kærleikurinn er uppíylling lögmálsins.“ Aldrei inti Jesús að því að menn þyrftu ekki að halda Guðs boðorð. Hann kom til að frelsa menn frá yfirtroðslu Guðs boð- orða. Páll postuli heldur þessu fram, er hann segir: „Það sem lögmálinu var ómögulegt að því leyti, sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð er hann með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs holds og vegna syndar- innar, fordæmdi syndina í holdinu, til þess að réttlætiskröfu lömálsins yrði full- nægt hjá oss, sem ekki göngum eftir holdi heldur eftir anda.“ Róm. 8:3.—4. Jesús sagði sjálfur: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið og spá- mennina; ég er ekki kominn til þess að niðurbrjóta heldur til þess að uppfylla;

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.