Stjarnan - 01.06.1955, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.06.1955, Blaðsíða 6
46 STJARNAN því að sannlega segi ég yður, þangað til himin og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lög- málsins undir lok líða, unz alt er komið fram.“ Matt. 5:17.—18. Og til að veita þessu enn meiri áherzlu bætir hann við: „Hver sem því brýtur eitt af þessum minstu boð- orðum og kennir mönnum það, hann mun verða kallaður minstur í himnaríki, en hver sem breytir eftir þeim og kennir þau, hann mun kallaður verða mikill í himnaríki." 19. vers. Það er engin furða þó Jesús setti fram þessa spurningu: „Hví kallið þér mig herra, en gjörið ekki það sem ég segi?“ Lúk. 6:46. Á öllum öldum hafa verið uppi þeir menn, sem hafa reynt að afsaka sig frá að halda Guðs boðorð. Jesús segir um þá: „Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru manna boðorð.“ Matt. 15:9. „Þér hafið ónýtt orð Guðs vegna erfikenninga yðar.“ 6. vers. Jesús sagði ennfremur: „Ef þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð." Jóh. 14:15. „Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá, sem elskar mig mun verða elskaður af mínum föður, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum.“ Jóh. 14:21. Þegar Jesús sagði að þau, 10 boðorðin, væru sín boðorð, þá bar hann fram þann sannleika, sem margir ekki hafa athugað. Því það var Jesús sjálfur, Orð Guðs, sem á Sínaí fjalli gaf þeim munnlega 10 boð- orðin. Þau eru endurskin af eiginleikum og eðli hans og eru eins óumbreytanleg eins og hann er sjálfur. Boðorðin eru ei- lífur sannleikur, sem allir eiga að gefa gaum að. Það er fyrir þau sem menn fá þekkingu á Guðs vilja. Brot á móti þeim er synd. Jesús kom til að frelsa menn frá syndinni og veita þeim kraft til að fylgja bæði bókstaf og anda boðorðanna. Hversu nákvæmlega ættum vér því að fylgja þeim vegi, sem Jesús hefir bent oss á. Lítilsvirðum ekki Guðs boðorð með því að taka kenningar manna fram yfir þau. Vilt þú ekki ásetja þér að fylgja Jesú ætíð og í öllum greinum? —FREDERICK LEE Blindur á öðru auganu Dr. J. A. Gordon segir frá ríkum manni, sem hafði ský á báðum augum. Hann heim- sótti frægan augnlæknir til að fá skýin tekin af augunum. Eftir að læknirinn hafði rannsakað augu mannsins sagði hann honum, að hægt væri að lækna augu hans. Nú spurði ríki maðurinn áhyggjufullur hvað það mundi kosta. Læknirinn svaraði: Eitt hundrað dollara fyrir hvert auga“. Nú þagði ríki maðurinn augnablik og sagði síðan: „Ég vil fá lækningu á öðru auganu. Það er nóg til þess að ég geti talið peningana mína. Ég get sparað kostnaðinn við að skera upp hitt augað“. Oss gremst og furðar ef til vill að vita nokkurn meta sjónina svo lítils. En dæm- um ekki svo fljótt, því vera má að vér séum alveg eins heimskir. Metum vér mikils skýra sjón og skilning, þegar vér stöndum andspænis lögmáli Guðs? Langar oss til að sjá skýrt hvað Guð heimtar af oss? Er oss áhugamál að þekkja Guðs vilja sem bezt eins og hann er opinberaður í orði hans? Eða viljum vér ógjarnan heyra meira af ótta fyrir að það mundi koma í bága við fyrirætlanir vorar? Lokum við öðru auganu svo við þurfum ekki að sjá hvað Guð heimtar af oss? Ef svo er, þá erum vér engu betri en nirfillinn í sögu Dr. Gordons. Sálmaskáldið biður: „Ljúk upp augum mínum að ég megi skoða dásemdirnar 1 lögmáli þínu“. Sálm. 119:18. Hann bað að bæði augun mættu opnast, svo hann gæti séð skýrt hið dásamlega í Drottins lög- máli. „En hvað mun það kosta?“ spyrjum vér. Hinn mikli læknir heimtar ekki peninga fyrir að opna augu vor, heldur hitt að vér höfnum skemtun'um og glysi heimsins, og öllum syndsamlegum girndum. Það mun leiða oss til að hlýða Guðs boðorðum, ekki vegna þess það sé heimtað af oss, heldur af því vér elskum höfund þeirra. Þetta mun leiða oss til að segja með Páli postula: „En það sem var mér ávinningur, hef ég sakir Krists talið mér vera tjón“. Fil. 3:7. Davíð segir það séu dásamiegir hlutir í

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.