Stjarnan - 01.06.1955, Qupperneq 8
48
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreiBslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
neska föðurlands. En það er ein ákvörðun
af vissu tagi, sem stundum er erfitt að
ákveða sig með. Ýmiskonar lífsstarf liggur
framundan, hvert þeirra á ég að velja að
það verði mest Guði til dýrðar?
Hér er ungur maður, sem er vel fær
fyrir ýmiskonar störf. Getur hann vitað
hvað Guð vill hann velji fyrir lífsstarf
sitt? Má vera nýgift hjón hugsi um hvar
þau skuli stofna heimili sitt, hvar þau geti
bezt unnið fyrir Guðs ríki og leitt aðra
til frelsarans. Verzlunarmaður veit þrjár
aðferðir til þess á ráðvandan hátt að auka
verzlun sína. Hann hefir kosið að hafa
Guð meðeiganda í verzlun sinni, og nú
hugsar hann um hvað honum sé þóknan-
legast.
Sumir undir slíkum kringumstæðum
loka augunum og ljúka svo upp Biblíunni,
þar sem hittir á að hún opnist, og halda
að Guð á þann hátt muni skera úr málum
fyrir þá. En er þetta ekki að reiða sig á
hendingu heldur en á Guð?
Fyrir nokkrum árum varð ég að taka
ákvörðun í vissu máli. Ég bað mikið til
Guðs og las orð hans mér til leiðbeiningar,
svo virtist mér sem einn vegur lægi beint
fyrir, en ég var ekki eins viss og ég vildi
vera. Einn dag, þegar ég var að velta þessu
fyrir mér bað ég Guð og sagði: „Ég sé
ekki annan veg en þennan og vil gjöra
mitt bezta að þjóna þér á þann hátt, en
ef þú vilt ég taki annað fyrir, þá lokaðu
þessari leið fyrir mér“.
Þegar ég stóð upp frá bæn minni fyltist
hjarta mitt innilegum frið og rósemi.
Stuttu seinna náði ég í æfisögu leiðtoga
nokkurs í kirkju Krists, og það gladdi
mig að sjá, að hann notaði sömu bænar-
aðferð, er hann stóð á þeim tímamótum
að velja lífsstarf sitt. Hann sagði þetta
hefði reynst sér vel ,og ég hef sjálfur
sannfærst um að það er bezta aðferðin.
Ég verð þó að kannast við að það tók mig
marga mánuði að geta skilið hvers vegna
Guð lokaði dyrunum fyrir mér. En eitt
er ég sannfærður um og það er, að „allt
samverkar þeim til góðs, sem elska Guð“.
Róm. 8:28.
Lífsferill þinn líkist ef til vill skipi, sem
fer á víxl til hægri og vinstri hliðar á
fljótinu. Áhorfendurnir skilja ekki hvers
vegna það fer svona marga króka, en þeir
frétta svo seinna að fljótið hefir svo mörg
sandrif, sem siglingamenn verða að forð-
ast. Ef þú leyfir Guði að leiða þig, þá má
vera þú skiljir ekki strax tilgang hans
með þig, en hans leið er ætíð bezt.
Ef þú hefir vandamál að greiða úr, þá
minstu þess að Jesús er dásamlegur leið-
sögumaður. „Mundu til hans á öllum veg-
um þínum, þá mun hann gjöra alla þína
vegu slétta“. Orðskv. 3:6.
—P. K. FREIWIRTH
-----------☆------------
Australíu búar hafa lagt meira fé á
banka heldur en nokkru sinni fyr, eða 2.25
biljón dollara. Það verður að meðaltali 240
dollarar fyrir hvern íbúa landsins.
-----------■☆-----------
Sjóliðs flugvél Bandaríkjanna var á
flugi í loftinu yfir 200 klukkutíma án þess
að staðnæmast eða ná í gasólín.
------------A-----------
Kyrrahafið er nærri 11,000 mílur þar
sem það er breiðast, milli Panama og
Kínverska flóans.
-----------☆------------
Indland hefir 22000 miðskóla og nærri
215000 barnaskóla, sem stjórnin annast um.
-----------•☆-----------
Finnland var fyrsta landið til að innleiða
handavinnu í skólunum. Það var byrjað
Þeir sem veita á sig sjálfir við borðið
éta minna heldur en þegar þeim er þjónað
fyrir borðum, segir matreiðslumaður í
Tennessee.
------------☆-----------
Röng 'meðferð á rafmagni orsakar 12
hundruðustu af öllum húsbruna í Ameríku.
------------☆-----------
Engisprettur í biljónatali fóru yfir Can-
ary eyjarnar síðastliðið haust og eyðilögðu
stóra blómlega tómato akra.