Stjarnan - 01.11.1956, Síða 3

Stjarnan - 01.11.1956, Síða 3
STJARNAN 83 Löbbrjótamir John M. Murtagh, yfirmaður New York borgar, skýrði frá því í byrjun þessa árs, að þar í borginni væru að minsta kosti 20,000 manns, sem hefðu verið kallaðir til að mæta fyrir rétti fyrir brot á umferða- lögum borgarinnar, sem ekki hefðu komið til að borga sekt sína. Það hefði orðið bæði seinlegt og kostn- aðarsamt að taka fast alt þetta fólk, svo það var auglýst að þeim yrði gefinn borg- unarfrestur til síðasta febrúar. Þetta hafði undraverð áhrif. Fólkið kom hópum saman til að borga sekt sína. Sumir höfðu upp að tuttugu sinnum verið sektaðir, en ekki hirt um að borga. Síðasta daginn, sem fresturinn var gef- inn, var slík aðsókn að réttarsalnum, þar sem sektin átti að borgast, að öll herbergi' og gangrúm voru full af fólki, þar sem yfir 6,000 manns reyndu að komast inn áður en lokað yrði. Nærri 750,000 dollarar voru borgaðir inn sem sektarfé frá þeim, sem áður höfðu vanrækt að borga. Löghlýðnir borgarar, sem borga sekt sína strax, þó ekki sé með ánægju, þeir skilja ekki hvernig slíkt getur átt sér stað. Það er óskiljanlegt hversu margir hliðra sér hjá að rækja skyldur sínar um lengri tíma. Manni verður ósjálfrátt fyrir að spyrja: Skyldu margir vera svo kærulausir gagnvart lögunum? Ef það eru 20,000 lög- brjótar í einni borg, þá má búast við, að þar séu hundruð þúsunda út á meðal þjóðarinnar. Vér óttumst fyrir að lögbrjótarnir séu fjölda margir, ekki aðeins í borgunum, heldur meðal allra stétta mannfélagsins, sumir þeirra er trúað fólk, og meðal þeirra, þó sorglegt sé, jafnvel prestar. Vér höfum talað við suma þeirra. Þeir bera litla virðingu fyrir lögum. Um 10 boðorðin segja þeir: „Vér þurfum ekki að halda þessi gömlu lög. Þau voru úr gildi numin á krossinum. Vér erum lausir við lögmálið. Vér gjörum það sem oss sýnist eftir því sem andinn leiðir oss.“ Þetta er hinn almenni hugsunarháttur lögbrjótanna. Þeir setja sig upp sem dóm- ara til þess sjálfir að ákveða hvað sé rétt eða rangt, og auðvitað hugsa ekkert um afleiðingarnar. „Dómsdagur," segir þetta fólk, „er gam- aldags hugmynd. Eins og Guð sé að halda skýrslu yfir alt sem menn aðhafast. Það er barnalegt að ímynda sér. Ef hann er kærleiksríkur-, mun hann þá ekki fyrirgefa syndir vorar eða ganga fram hjá þeim?“ Svo ganga þeir rólegir sína leið, gjöra aðeins það sem þeim sjálfum þóknast, án nokkurs tillits til þess sem Guð hefir sagt. Þeir brjóta móti samvizku sinni, þagga hana niður og afsaka alskonar framferði, sem Guð hefir bent á að er syndsamlegt. Mikill hluti ábyrgðarinnar fyrir flóð- öldu glæpa og siðleysis hvílir á lögbrjótum prédikunarstólanna, sem svo lengi hafa haldið því fram, að menn þurfi ekki lengur að hlýða Guðs lögmáli. Fyr eða seinna verða þeir að mæta fyrir réttinum. Reikningsskapardagurinn er ó- hjákvæmilegur „því Guð mun leiða alla hluti fyrir dóminn yfir öllu sem er hulið, hvort sem það er gott eða ilt.“ Préd. 12:14. Jesús sagði: „Fyrir hvert það illyrði <ónytjuorð) er menn mæla skulu þeir á dómsins degi reikningsskap lúka.“ Matt. 12:36. Páll postuli segir: „Allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli, svo sérhver úr býtum ber það, sem hann hefir aðhafst í líkamans lífi, hvort sem það er gott eða ilt.“ 2. Kor. 5:10. Sem betur fer er oss gefinn frestur, svo vér getum snúið oss til Guðs, lagað líf vort í samræmi við hans heilaga vilja, ef vér óskum þess, áður en dómsdagurinn rennur upp. „Rannsaka þig sjálfan, prófa þig sjálf- an . . . . áður en dómurinn verður fram- kvæmdur .... áður en reiðidagur Drottins kemur yfir yður. Leitið Drottins allir þér lítillátu í landinu, sem breytið eftir hans lögmáli ástundið réttlæti, ástundið lítil- læti ef svo mætti verða að yður yrði borgið á reiðidegi Drottins.“ Seffanía 2:2.—3. Þetta eru gömul spádómsorð, en það er góð áminning til vor sem nú lifum. Hún minnir oss á, að Guð lætur ekki að sér hæða. Lögmál hans er jafn eilíft og óum- breytanlegt eins og hann sjálfur. Menn geta fyrirlitið það og gjört gys að því, en að lokum verða þeir að mæta því og taka

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.