Stjarnan - 01.11.1956, Side 4

Stjarnan - 01.11.1956, Side 4
84 STJARNAN út hegninguna fyrir lögbrot og óhlýðni sína. Ert þú lögbrjótur? Hefir þú sagt: Þó ég leggi Guðs nafn við hégóma þá meina ég ekkert með því? Eða, þó ég hjálpi mér sjálfur til að ná í eitthvað frá nágranna mínum, hver getur vitað um það? Hvað kemur mér við þó þar standi: „Þú skalt ekki hórdóm drýgja.“ Eða því skyldi ég þurfa að halda sjöunda daginn heilagan samkvæmt fjórða boðorðinu? Hugsaðu þig um, það er stuttur tími eftir til að laga líf þitt samkvæmt réttlætisregl- um Guðs. í dag er tækifæri til að snúa við og taka rétta stefnu. Flýttu þér áður en dyrunum verður lokað. —A. S. MAXWELL ------------------------ Hann sá sig um hönd Hún var að undirbúa grænmetið fyrir miðdagsmatinn. Biblían lá opin fyrir framan hana og morgunvakan reist á rönd til vinstri handar. Konan var að rifja upp versin, sem hún hafði lært undanfarna daga. Nú var barið að dyrum. Hún opnaði dyrnar, ungur maður, sem leit út eins og hann væri svangur bað um vinnu en ekki um mat. Eftir augnabliks umhugsun svaraði konan: „Það þarf að slá flötina. Vélin er í skýlinu þarna úti.“ „Þökk fyrir“, sagði pilturinn og bros sást á þreytulega andlitinu hans, þegar hann lagði niður böggulinn sem hann hélt á og smeygði sér úr gamla jakkanum sín- um áður en hann færi að vinna. „Bíddu augnablik,“ kallaði konan gegn um skrínhurðina. „Má ég ekki bjóða þér matarbita áður en þú ferð að vinna? Sestu niður á tröppurnar á meðan ég næ í brauð- bita handa þér og mjólkurglas.“ Þegar maturinn var tilbúinn bauð hún honum inn í fallega hreina eldhúsið sitt. Hann var hálf feiminn en þáði þó boðið. Konan veitti því nú eftirtekt að áður en hann bragðaði matinn hneygði hann höfuð sitt í bæn. Skyldi beiningamaður hafa fyrir að lesa borðbæn? Hún var sannfærð um, jafnvel áður en hún opnaði dyrnar fyrir honum, að hann var ekki algengur flakkari. Hann leit upp til að svara spurningu um leið og hann lauk við fyrstu brauðsneiðina og kom þá auga á Biblíutextablað, og svo á bókina sjálfa. Honum varð svo hverft við að honum nærri svelgdist á. Konan tók eftir þessu og það vakti forvitni henn- ar, svo hún fór með mestu gætni að spyrja hann um heimili hans. Hann var rétt 22 ára. Heimili hans var í litlu þorpi í suðvesturlandinu, þar hafði faðir hans járnvörubúð. Hann ólst upp á kristilegu heimili og hafði gengið á skóla Sjöunda dags Aðventista frá því fyrsta alt til fyrsta ársins á College (University). Þá komu fjárhagserfiðleikar sem gjörðu ómögulegt fyrir hann að halda áfram námi. Það gekk alt þolanlega fyrstu mánuðina, en smám saman varð hann svo leiður á að vinna í búðinni, og leiddist heimilið sem honum fanst svo gamaldags, og í söfnuðin- um voru engir unglingar á hans aldri. Hann var orðinn leiður á þessu öllu saman og ásetti sér að fara og reyna lukku sína. Hann vildi vinna fyrir stjórnina, svo hann fór austur á hvern hátt, sem hann gat komist. Nú hafði hann verið á flæk- ingi í þrjú ár. Auðvitað var hann sinn eiginn húsbóndi, en hann gat ekki fengið neina stöðuga vinnu. Hann var nú hreint ekki lengur hrifinn af frjálsræði sínu, þar sem hann skorti bæði fæðu og skýli. „Ég hef gjört margt,“ kannaðist hann við, „sem mundi sárlega hryggja móður mína, ef hún vissi það. Biblían og Biblíu- textarnir skelfdu mig áðan. Það minti mig á -hana. Ég hef hugsað dálítið alvarlega síðan um eftirmiðdaginn í gær. Vinur minn og ég stálumst upp í járnbrautar- vagn. Hann stökk út, en ekki nógu fljótt — og þegar ég sá það, sem eftir var af honum í kjarrinu undir brúnni við bæjarjaðarinn, þá sat ég þar og hugsaði alla nóttina. Ég ásetti mér í morgun að leita mér að vinnu, þó það væri að grafa skólprennur, og spara alt sem ég gæti til að komast heim og taka rétta stefnu. Ég er ekki lengur of hroka- fullur til að fylgja dæmi týnda sonarins. Ég kannast við að ég hefði aldrei átt að fara heiman að. Ég vissi ekki hvað ég átti gott heima.“ Þau héldu áfram að tala saman og þegar ungi maðurinn lauk við máltíðina tók hann ósjálfrátt upp vindlingapakka og bar

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.