Stjarnan - 01.11.1956, Síða 7

Stjarnan - 01.11.1956, Síða 7
STJARNAN 87 ekki framar minst verða og engum í hug koma.“ Jes. 65:17. I Opinberunarbókinni höfum vér lýs- ing á nýju jörðinni eins og Jóhannes postuli sá hana í sýn. „Ég sá nýjan himin og nýja jörð, því sá fyrri himin og sú fyrri jörð voru horfin, og sjórinn var ekki framar til.“ Op. 21:1. Eins og Adam og Eva voru verulegar manneskjur í verulegum heimi, eins munu hinir frelsuðu verða verulegt fólk og lifa verulegu lífi. Þeir munu hafa heimili sín þar og jurtagarða á landinu. Þeir munu byggja hús og búa í þeim, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.“ Jes. 65:21. Maðurinn misti líf sitt í Eden aldingarði. Hann misti heimili sitt og yfirráð yfir jörðinni. En Jesús sagði: „Mannsins sonur er kominn til að leita þess sem 'glatað var og frelsa það.“ Lúk. 19:10. Lærisveinarnir skildu ekki hve starf Krists var yfirgripsmikið. Stuttu áður en hann sté til himna spurðu þeir hann: „Ætlar þú, herra, á þessum dögum að endurreisa ísraelsríki? Hann svaraði þeim: Það er ekki yðar að vita tíðir eða tíma, sem faðirinn hefir sett í sjálfs síns vald.“ Post. 1:6.—7. Eftir að Jesús sté til himna opninberaði hann marga ókomna atburði fyrir læri- sveinum sínum. Pétur postuli gefur oss þennan spádóm: „En dagur Drottins mun koma . . . þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin af eldi sundurleysast, jörðin og þau verk sem eru á henni uppbrenna.“ „En eftir hans fyrir- heiti væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlætið mun búa.“ 2. Pét. 3:10.-13. Mig langar til að búa á nýju jörðinni og á hverjum hvíldardegi ferðast til hinnar nýju Jerúsalem að tilbiðja Guð og veg- sama hann. „Því eins og hinn nýi himin og hin nýja jörð, sem ég skapa standa fyrir mínu augliti, segir Drottinn, eins skal yðar afsprengi og nafn standa. Og á mánuði hverjum tunglkomudaginn og á viku hverri hvíldardaginn, skal alt hold koma til að falla fram fyrir mér, segir Drottinn.“ Jes. 66:22.-23. Því oftar sem ég les síðustu kapítula Biblíunnar, því meira þrái ég að búa á hinni dýrðlegu nýju jörð. Það verður in- dælí að eiga heimili úti á landi og vita að það verður eilíflega mín eign. Þar mun ég njóta lífsins án als ótta fyrir sjúkdómi eða dauða. Allir, sem ég mæti verða vinir mínir, því þeir elska Guð og elska hver annan. Þar verðum vér aldrei þreyttir eða leiðir á lífinu. Þar verður svo mikið að læra, mikið að sjá og mikið að gjöra. Framar öllu öðru fagnaðarefni verður návist og samfélag frelsara vors. Fyrir Guðs náð vænti ég að vera þar. Mættu mér þar, vinur minn. —L. C. LEE ------------☆------------ Fyrsta sporið til frelsunar Hvernig lýsir Guð ástandi mannsins? „Allir hafa syndagð og skortir Guðs dýrð.“ Róm. 3:23. „Allir eru þeir fallnir frá, allir spiltir orðnir, enginn er sá sem gjörir gott, ekki einn.“ Sálm. 53:3. „Vér vorum allir sem óhreinir menn, og alt vort réttlæti var sem saurgað klæði.“ Jes. 64:5. „Laun syndarinnar er dauði.“ Hvernig talar Guð til vor, þegar ástand vort er þannig: Jesús lofaði að senda heilagn anda og sagði: „Þegar hann kemur mun hann sannfæra himinn um synd, um réttlæti og um dóm.“ Jóh. 16:8. Heilagur andi minnir oss á Guðs boðorð, sem vér höfum brotið og sýnir oss að vér erum syndarar, svo laðar hann og knýr oss að koma til Krists til að öðlast fyrir- gefning og náð. Hvernig lýsir Biblían áhrifum fyrstu hvítasunnuræðunnar? „En er þeir heyrðu þetta skárust þeir í hjörtum sínum.“ Hvað er það sem kallað er synd þegar heilagur andi sannfærir oss um að vér séum syndarar? „Hver sem synd drýgir, drýgir líka laga- brot, og syndin er lagabrot.“ 1. Jóh. 3:4. Hvað segir Guðs andi til syndarans? „Hvort sem þér víkið til hægri eða vinstri munuð þér heyra þessi orð töluð að baki yðar: Hér er sá vegur, sem þér skuluð ganga, farið hann.“ Jes. 30:21. Þegar Guð talar til vor hverju ættum vér að svara? „Hvað eigum vér að gjöra,“ eða „Herra,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.