Stjarnan - 01.11.1956, Page 8
88
STJARNAN
STJARNAN Authorlzed aa second claaa
mall, Post Ofílce Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publlshers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Rltstjórn og afgreiCslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
hvað vilt þú ég gjöri?“ Post. 2:37. Post.
22:10.
Hverjar eru tilfinningar mannsins þegar
heilagur andi hefir sannfært hann um
synd?
„Mínar misgjörðir ganga mér yfir höfuð,
og sem þung byrði draga mig niður.“
Sálm. 38:4.
Hvaða frekari byrði ber syndarinn?
„Mín synd er ætíð frammi fyrir mér.“
Sálm. 51:3.
Hvaða áhrif hafði sannfæring um synd
á Felix landstjóra?
„En er Páll talaði um réttlæti, bindindi
og tilkomandi dóm, þá skelfdist Felix.“
Post. 24:25.
Þegar vér erum hryggir og niðurbeygðir
vegna synda vorra, hvert bendir Guðs andi
oss þá?
Til Krists. „Sjá, það Guðs lamb sem ber
heimsins synd.“
Sannfæring um synd særir hjörtu
manna svo þeir skelfast. Þetta er þung
byrði fyrir syndarann. Það sýnir honum
þörf hans fyrir hjálp, sem hann getur ekki
veitt sér sjálfur.
Hefir Guðs andi sannfært mig um synd?
Finn ég þörf fyrir að leita hjálpar? Hvern-
ig sný ég mér gagnvart kalli Guðs anda
um að leita frelsunar og snúa frá sýnd?
—S. T.
------------☆------------
Sá sem lifir án Krists er glataður.
Sjálfur hefir hann ekkert, sem veitir hon-
um hylli í Guðs augum. Eðli hans er spilt
og allar hugsanir hans. Óhlýðni við Guðs
boðorð er synd. Vantrú er synd. Það er
synd að hafna fagnaðarerindi Krists. Van-
ræksla á skyldum mannsins er synd. „En
syndin, þegar hún er fullþroskuð, fæðir
hún dauða.“ Jak. 1:15. „Laun syndarinnar
er dauði.“ Róm 6:23. „Hver sá maður sem
syndgar, hann skal deyja.“ Ez. 18:4.
Syndaranum er boðin hjálp, fyrirgefning
og frelsun.
„Trú þú á Drottinn Jesúm Krist, þá
verður þú hólpinn.“ Jesús dó fyrir vorar
syndir hann reis upp oss til réttlætingar
og situr nú við Guðs hægri hönd og biður
fyrir oss.
„Hafi sá lærdómur sem boðaður var fyrir
englanna milligöngu stöðugur staðið og
öll yfirtroðsla og óhlýðni gegn honum
fengið sín makleg málagjöld, hvernig mun-
um vér þá geta sloppið hjá hegningu, ef
vér vanrækjum þvílíkan frelsislærdóm,
sem Drottinn vor sjálfur hóf fyrstur að
kenna, og síðan er staðfestur til vor kom-
inn frá þeim er hann heyrðu?“ Hebr.
2:2.—3.
„í dag ef þér heyrið hans raust, þá for-
herðið ekki hjörtu yðar.“
Syndin, yfirtroðsla Guðs boðorða, veitir
enga sanna gleði né gæfu, heldur er hún
þvert á móti orsök og uppspretta tíman-
legs, andlegs og eilífs dauða.
------------☆------------
Enginn er sannkristinn þó hann ekki
fremji þetta eða hitt, sem er syndsamlegt.
Frelsisstytta Bandaríkjanna hvorki reykir
né drekkur, hún talar aldrei lastmæli, en
hún er þó ekki kristin. Maðurinn er það
heldur ekki, þó hann sé laus við ýmsa
glæpi. Kristindómur er að líkjast Kristi,
trúa á hann sem vorn persónulega frelsara,
hlýða kenningum hans, feta í fótspor hans
í kærleika til mannanna og hlýðni við öll
boðorð föðursins. Ert þú sannkristinn?
☆ ☆ ☆
Það má setja fram trú vora í tveimur
setningum. Hin fyrri er sú sorglegasta,
sem hugsast getur. Sú síðari er hin gleði-
legasta og blessunarríkasta, sem menn
geta heyrt eða framborið. Hin fyrri er:
„Ég er syndari.“ Hin síðari er: „Jesús dó
til að frelsa mig.“ —X. X.
☆ ☆ ☆
Kæru vinir mínir, ef þið skuldið fyrir
Sfjörnuna þá þæiii mér væni um, að þið
borgið hana sem fyrsí, mér ríður mikið á
því og mundi mela það mikils. Hjarians
þakklæii fyrir góð skil og allan vingjarn-
leika mér sýndan bæði fyr og seinna.
Yðar einlæg,
—S. JOHNSON