Fréttablaðið - 05.02.2019, Side 1

Fréttablaðið - 05.02.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 0 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Jón Kaldal skrifar um laxeldi og peningaslóðina. 8 SPORT Guðni Bergsson vill að Ísland haldi HM kvenna 2027. 10 FRÉTTIR Sveinn R. Eyjólfsson segir brýnna að skoða aug- lýsingasölu RÚV en beinan stuðning við fjölmiðla. 2 LÍFIÐ Þýskir bíódagar eru hafnir í Bíói Paradís. 22 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  BÍLAR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Settu punktinn yfir ferðalagið Halldór Fjölmörg Evrópuríki hafa lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Þar á meðal Ísland. Nicolá Maduro, sitjandi forseti, hefur lýst því yfir að líkur séu á að borgarstyrjöld brjótist út í landinu vegna afskipta erlendra ríkja af stjórnarháttum í Venesúela. Guaidó sagði fullyrðingar andstæðings síns fráleitar. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VIÐSKIPTI Laun stjórnar Íslands- pósts ohf. (ÍSP) hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Launin voru hækkuð um rétt rúm tuttugu pró- sent í upphafi árs í fyrra. Þetta sýna fundargerðir stjórnar sem Frétta- blaðið fékk aðgang að í krafti upp- lýsingalaga. Árið 2017 skilaði ÍSP afgangi upp á rúmlega 216 milljónir króna. Var það annað árið í röð sem fyrir- tækið hagnaðist eftir að hafa tapað samanlagt 280 milljónum árin þrjú á undan. Ársreikningur ársins 2018 liggur ekki fyrir. Í upphafi síðasta árs samþykkti stjórn ÍSP að leggja fyrir aðalfund félagsins að laun hennar yrðu hækkuð. Laun formanns yrðu 330 þúsund krónur en laun almennra stjórnarmanna helmingi lægri. Skömmu áður hafði stjórnin sam- þykkt að hækka laun forstjóra fyrir- tækisins um 25 prósent en hann var áður undir valdsviði kjararáðs. Þá var einnig samþykkt í upp- hafi síðasta árs að greiða starfsfólki launauppbót í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins árið á undan. Upp- bótin hljóðaði upp á tuttugu þúsund krónur til starfsfólks í fullu starfi en greiðslur lækkuðu í samræmi við starfshlutfall til annarra. Lágmarks- greiðsla var þó ávallt tíu þúsund krónur. Heildarkostnaður var áætl- aður 14,3 milljónir króna. Hin góða afkoma ÍSP var aftur á móti ekki betri en svo að rétt rúmu hálfu ári síðar þurfti fyrirtækið að leita á náðir ríkisins til að forðast gjaldþrot. Fyrirtækið fékk í septem- ber í fyrra 500 milljóna króna lán frá ríkinu til að bregðast við lausafjár- skorti eftir að viðskiptabanki þess, Landsbanki Íslands, hafði lokað á frekari lánveitingar. Þá samþykkti Alþingi fyrir jól heimild til að lána fyrirtækinu allt að milljarð til við- bótar. Fjárlaganefnd þingsins sam- þykkti í upphafi árs beiðni til ríkis- endurskoðanda um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á starfsemi ÍSP. – jóe / sjá síðu 4 Stjórn Íslandspósts lagði til 20 prósenta hækkun launa sinna Laun fyrir stjórnarsetu í Íslandspósti hækkuðu um 65 prósent frá 2014 til 2018. Stjórn Íslandspósts sam- þykkti í upphafi árs í fyrra að greiða starfsfólki sínu launauppbót í ljósi góðrar afkomu sinnar. Rúmu hálfu ári síðar fór fyrirtækið fram á neyðar- lán frá ríkinu. 0 5 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 C -C 1 C 0 2 2 3 C -C 0 8 4 2 2 3 C -B F 4 8 2 2 3 C -B E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.