Fréttablaðið - 05.02.2019, Page 2

Fréttablaðið - 05.02.2019, Page 2
Veður Austan 15-23 fyrir hádegi S- og SV-lands og hvessir meira er líður á daginn. 18-28 seinnipartinn og hvassast við fjöll S-til. Slydda eða rigning syðst á landinu en dálítil slydda eða snjókoma A-lands. SJÁ SÍÐU 14 Fullt tungl í Hörpu Aðstandendur UTmessunnar sviptu hulunni af einstöku verki breska listamannsins Luke Jerram í Hörpu í gær. Verkið ber heitið Museum of the Moon og er sett up á messunni í tilefni af 50 ára afmæli fyrstu tunglgöngunnar. Tunglið er uppblásið og sjö metrar í þvermál. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Akstur undir áhrifum vímuefna er aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð. Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is VEÐUR Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs en von er á hvassviðri eða stormi víða um land í dag. Vega­ gerðin boðaði lokanir vega í dag milli Hvolsvallar og Víkur og milli Skeiðarársands og Öræfasveitar. Lokanir taka gildi á hádegi í dag og er talið að ekki verði opnað á ný fyrr en seinni hluta dagsins á morgun, miðvikudag. Vegagerðin hefur jafnframt beint því til vegfarenda að kalt veður með stífri norðanátt hafi mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn bindist illa við yfirborð vega. Það geti því verið hált þrátt fyrir hálkuvarnir. Gul viðvörun er í gildi fyrir Suður­ land, Faxaflóa, Suðausturland og miðhálendið. Von er á stormi eða roki á Suðurlandi. – khn Skítaveður víða um land Það er leiðindaveður í kortunum fyrir næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ALMANNAVARNIR Tvíþætt æfing Neyðarsamstarfs raforkukerfisins verður haldin 28. febrúar. Æfingin mun snúast um viðbrögð við eldgosi í Öræfajökli við lágmarksmönnun vegna farsóttar. „Lögð áhersla á að sveitarfélög taki þátt að því leyti að kortleggja sína innviði og mögulegar aðgerð­ ir,“ segir um æfinguna í fundargerð almannavarnanefndar Horna­ fjarðar. – gar Æfa viðbrögð vegna eldgoss Öræfajökull. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðis­ flokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamála­ ráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fund­ inn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjöl­ miðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnar­ innar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherj­ ar­ og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnús­ son, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættin­ um Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðis­ flokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenn­ ing, það byggist á fréttum, frétta­ tengdu efni og samfélags umræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á aug­ lýsingamarkaði, sem skekkti sam­ keppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einka­ rekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemd­ ir berist. Að öðru leyti er þetta tíma­ mótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlut­ verki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt. kjartanh@frettabladid.is Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Al- freðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir frumvarpið vel unnið og hefur ekki heyrt af óánægju innan samstarfsflokks síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athuga- semdir berist. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra 5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 C -C 6 B 0 2 2 3 C -C 5 7 4 2 2 3 C -C 4 3 8 2 2 3 C -C 2 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.