Fréttablaðið - 05.02.2019, Side 10

Fréttablaðið - 05.02.2019, Side 10
Afturelding - Selfoss 28-29 Markahæstir: Birkir Benediktsson 6, Júlíus Þórir Stefánsson 6, Elvar Ásgeirsson 5 - Haukur Þrastarson 9, Atli Ævar Ingólfsson 6, Einar Sverrisson 3, Hergeir Grímsson 3. ÍBV - ÍR 24-24 Markahæstir: Hákon Daði Styrmisson 8, Dagur Arnarsson 5, Kári Kristján Kristjáns- son 5 - Sturla Ásgeirsson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Pétur Árni Hauksson 4 . Efri Valur 22 Haukar 21 Selfoss 20 FH 20 Afturelding 15 ÍBV 13 Neðri Stjarnan 12 KA 12 ÍR 12 Akureyri 8 Fram 7 Grótta 6 Nýjast Olís-deild karla ÍBV - Valur 16-29 Markahæstar: Ester Óskarsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3 - Díana Dögg Magnúsdóttir 10, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 6, Lovísa Thompson 5. Olís-deild kvenna KR - Njarðvík 55-71 Stigahæstir: Julian Boyd 29/11 fráköst, Kristófer Acox 7, Helgi Már Magnússon 5 - Elvar Már Friðriksson 25, Jeb Ivey 17, Maciek Stanislav Baginski 10. Skallagrímur - Haukar 80-79 Stigahæstir: Domogoj Samac 21/10 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 13, Matej Bouvac 12 - Hilmar Smári Henningsson 21, Haukur Óskarsson 16, Russell Woods 14. Breiðablik - Keflavík 86-108 Stigahæstir: Kofi Omar Josephs 21, Snorri Vignisson 14, Erlendur Ágúst Stefánsson 10 - Andri Þór Tryggvason 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17, Mindaugas Kacinas 17 Efri Njarðvík 28 Stjarnan 26 Tindastóll 24 Keflavík 22 KR 22 Þór Þorl. 18 Neðri Grindavík 16 ÍR 14 Haukar 14 Valur 10 Skallagr. 8 Breiðablik 2 Domino’s-deild karla West Ham - Liverpool 1-1 1-0 Sadio Mane (22.), 1-1 Michail Antonio (28.). Enska úrvalsdeildin Elvar til Skjern HANDBOLTI Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson gengur í raðir Dan- merkurmeistara Skjern í sumar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Elvar heldur því áfram að spila undir stjórn Patreks Jóhannessonar sem hættir hjá Selfossi eftir tíma- bilið og tekur við Skjern. Hjá félag- inu hittir Elvar fyrir félaga sinn í íslenska landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson. Tandri Már Konráðs- son leikur einnig með Skjern en yfirgefur félagið eftir tímabilið. Elvar, sem er 21 árs, var í lykilhlut- verki í íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi og var næstmarka- hæsti leik- maður þess á mótinu m e ð 2 6 mörk. – iþs FÓTBOLTI Á 73. ársþingi Knatt- spyrnusambands Íslands á laugar- daginn kemur í ljós hver verður formaður KSÍ næstu tvö árin. Í fram- boði eru Guðni Bergsson, formaður KSÍ frá 2017, og Geir Þorsteinsson sem var formaður KSÍ 2007-17. „Fyrst og fremst með samtali við aðildarfélögin. Ég hef fundað með þeim og kynnt þau mál sem við höfum unnið að undir minni for- mennsku. Á síðasta ári fórum við í skipulagðar heimsóknir til aðildar- félaganna sem hafði ekki verið gert í áraraðir. Eftir að þessi staða kom upp varð maður að bregðast við því og ræða aftur við félögin um okkar verkefni og hvernig við sjáum fram- tíð KSÍ fyrir okkur,“ segir Guðni í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvernig kosningabaráttan fari fram. Upplifir jákvæðni og kraft Það eru aðildarfélög KSÍ sem kjósa formann sambandsins. En hvað er það sem brennur helst á þeim? „Það eru vissir þættir sem félögin eru að velta fyrir sér, eins og með reksturinn. Menn hafa ákveðnar áhyggjur af því að það sé erfiðara að fá styrktaraðila en áður. En ég upp- lifi líka jákvæðni og kraft. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og halda áfram að efla okkur á fótbolta- sviðinu. Það þarf m.a. að byggja upp aðstöðuna og í því sambandi er nýlegt frumvarp um endurgreiðslu á byggingarkostnaði við íþrótta- mannvirki mikilvægt,“ segir Guðni. Þegar hann lítur yfir árin tvö á formannsstóli kveðst hann heilt yfir ánægður með það sem hann hefur komið til leiðar. „Ég held að við höfum gert margt gott og jákvætt undir minni for- mennsku. Við höfum náð árangri og farið á tvö stórmót. Við fórum á HM sem gaf okkur góðar tekjur sem félögin nutu góðs af. Ég held að við höfum styrkt rekstur skrifstofunnar og eflt markaðsstarfið. Sjálfsafla- fé KSÍ hefur aukist, aðallega með því að breikka tekjugrunninn. Við höfum haldið tónleika og erum með vörumerkjasamninga á erlendum vettvangi,“ segir Guðni. Hillir undir lausn með völlinn Aðstaðan á Laugardalsvellinum, þjóðarleikvangi Íslendinga, er bág- borin enda í grunninn um 60 ára gamalt mannvirki. Guðni hefði kosið að vinnan við nýjan þjóðar- leikvang hefði gengið hraðar fyrir sig en segir að það sjái til lands í þeim efnum. „Ég átta mig á því að þetta er stór ákvörðun og virði það. Við erum á lokastigi í þessu ákvörðunarferli. Við verðum að vera með samkeppn- ishæfan völl og ég heyri ekki annað en að það sé skilningur á því. Við verðum að horfa fram á veginn, til 50 ára. Með nýjum velli opnast enn frekari möguleikar á tónleikahaldi. Það skapar okkur auknar tekjur sem eru mjög mikilvægar,“ segir Guðni. „Þetta er líka mikið hagsmuna- mál, fyrir félögin, t.d. hvað varðar bikarúrslitaleiki, úrslitakeppni í Íslandsmóti og líka að geta spilað vetrarleiki.“ En hversu miklu máli skiptir að komast á EM 2020 karla? „Auðvitað koma tekjurnar sér vel. Við höfum fengið á bilinu 1.200-1.300 milljónir í hagnað vegna stórmótanna sem við höfum farið á og meirihlutinn hefur verið greiddur út til félaganna. Það er almennt ekki gert í Evrópu. Hvatningin er líka mikil, sérstaklega fyrir yngstu iðkendurna, svo ekki sé talað um landkynninguna.“ Guðni segir að knattspyrnusam- böndin á Norðurlöndum hafi rætt um möguleikann á að halda HM kvenna 2027 í sameiningu. „Norð- urlandasamstarfið er mjög sterkt og virkt. Upphaflega var einblínt á Skandinavíu og Finnland en ég sagði að við myndum að sjálfsögðu taka þátt í að halda mótið því ég hef það að markmiði að búið verði að byggja nýjan völl þá. Við gætum verið með leiki hérna, annaðhvort í riðla- eða útsláttarkeppni.“ Ekki er enn búið að ráða yfir- mann knattspyrnumála en starfið var auglýst á síðasta ári. „Í mínum huga skipta einhverjir mánuðir til eða frá ekki máli,“ segir Guðni. „Aðalmálið er að réttur einstakling- ur komi inn í starfið.“ Ekki trúverðugar hugmyndir Mótframbjóðandi Guðna, Geir Þorsteinsson, hefur talað um að styrkja þurfi aðildarfélögin. Hann vill ráðast í breytingar á skipulagi KSÍ og stofna deildasamtök innan sambandsins. „Ég hef ekki séð útfærsluna á þessu og finnst þetta ekkert sér- staklega trúverðugt. Við erum með deildasamtök og höfum verið í auknu samstarfi við Íslenskan topp- fótbolta,“ segir Guðni um hugmynd- ir Geirs. „Ég tel að við að höfum unnið eftir því plani að styrkja þráð á milli KSÍ og deildanna og deilda- samtakanna. Við höfum unnið náið saman í móta- og markaðsmálum.“ Guðni segir að samstarfið við ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi, hafi batnað með tímanum. „Það hefur gengið vel. Þetta er stór hreyfing og það eru skoðanaskipti. Ég viðurkenni að við höfum tekist á en samstarfið hefur gengið vel að undanförnu og við höfum náð saman um ýmis mál. Þetta samstarf hefur mótast og styrkst. Ef það er talað um togstreitu var hún mun meiri áður en ég kom.“ Guðni segist hafa orðið var við þá umræðu að landsliðin hafi fengið aukna athygli á kostnað félaganna og Íslandsmótsins. „Ég hef heyrt þetta sjónarmið þótt það hafi ekki margir rætt það við mig. Það má vera að einhverjum finnist það. Þegar við förum á stórmót er mikil athygli á þeim en við höfum lært af því og að vega á móti því. Við erum með innanlandssvið sem ein- blínir alltaf á þjónustu við félögin, sama hvað á bjátar,“ segir Guðni að lokum. ingvithor@frettabladid.is Verðum að horfa fram á veginn  Guðni Bergsson kveðst ánægður með verk sín sem formaður KSÍ. Hann segir að það sjái til lands í málefn- um Laugardalsvallar og vill taka þátt í að halda HM kvenna 2027. Guðni segir samstarfið við ÍTF ganga vel. Guðni Bergsson var kosinn formaður KSÍ árið 2017. Hann þarf að endurnýja umboð sitt á ársþingi sambandsins um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við erum á lokastigi í þessu ákvörðunar- ferli. Við verðum að vera með samkeppnishæfan völl. Guðni Bergsson, formaður KSÍ 5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 5 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 C -D 5 8 0 2 2 3 C -D 4 4 4 2 2 3 C -D 3 0 8 2 2 3 C -D 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.