Fréttablaðið - 05.02.2019, Qupperneq 16
www.frettabladid.is
Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Sími 550 5657
Útgáfufélag: Torg ehf. Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is
Ein athyglisverðasta þróunin í bílasölu í Evrópu á síðasta ári var 18% minnkun í sölu
dísilbíla og fór hlutfall þeirra niður
í 35% af öllum seldum bílum.
Bensínbílar voru 58% og bílar
knúnir rafmagni að hluta eða fullu
og vetnis- eða metanbílar voru 7%
seldra nýrra bíla. Heildarsalan í
álfunni nam 15,6 milljón bílum og
stóð í stað á milli ára. Sala dísilbíla
féll í 20 af 27 löndum Evrópu og
minnkaði sala þeirra til dæmis um
30% í Bretlandi. Heildarsala dísil-
bíla var 5,69 milljónir en var 6,76
milljónir árið 2017. Hlutfall seldra
dísilbíla í álfunni hefur ekki verið
lægra síðan árið 2001. Búast má við
því að þetta hlutfall dísilbíla muni
áfram fara hríðlækkandi, en margir
bílaframleiðendur áforma að hætta
að framleiða dísilbíla vegna hættu-
legrar mengunar þeirra.
Góð sala umhverfismildra
Sala umhverfismildra bíla jókst um
28% og nam í heild 944.800 bílum,
en var 737.400 árið 2017. Sala bíla
sem eingöngu ganga fyrir rafmagni
jókst mest allra gerða bíla, eða
um 47%, en 24% vöxtur var í sölu
Plug-in Hybrid og Hybrid bílum.
Þýskaland var sem fyrr söluhæsta
landið með 3.435.789 bíla skráða
og næstmest var salan í Bretlandi,
2.367.147 bílar, en þar var þó 6,8%
söluminnkun, sem einnig varð í
Svíþjóð. Mest aukning bílasölu
varð í Litháen, eða um 25,4% og
salan jókst um 21,4% í Rúmeníu.
Volkswagen var söluhæsta merkið
í Evrópu með 1,75 milljónir bíla
skráða, Renault var í öðru sæti
með 1,1 milljón og Ford með 1,01
milljón. Söluhæsta staka bílgerðin
var Volkswagen Golf, Renault Clio
þar á eftir og Volkswagen Polo í
þriðja sæti.
Sala á dísilbílum
féll mikið í Evrópu
Dísilbílasala minnkaði um nær fimmtung í fyrra, en
sala bensínbíla og umhverfisvænna bíla stórjókst.
Söluhæsta einstaka bílgerðin í Evrópu í fyrra var Volkswagen Golf.
Það er ekki slæmur fararskjóti sem gestum Hótel Les Airelles í Courchevel í Frakklandi
er boðið upp á, en þar er gestum
skutlað til og frá skíðalyftunum í
Rolls Royce Cullinan jeppanum
nýja. Þar fer einfaldlega dýrasti
fjöldaframleiddi jeppi heims, enda
hvernig má minna vera fyrir gesti
sem greiða allt að 1,1 milljón króna
fyrir gistingu hverrar nætur. Þetta
hótel er eitt dýrasta hótel Alpanna
og gæti talist mun meira en fimm
stjörnu. Rolls Royce mun líka verða
með Rolls Royce Dawn með blæju
til svipaðra nota á Le Lana hótelinu
í Courchevel og gestum mun einnig
bjóðast að prófa bílinn því þarna
fer rétti kaupendahópurinn fyrir
þá rándýru og flottu bíla sem Rolls
Royce framleiðir.
Rétti kaupendahópurinn
Courchevel skíðasvæðið í Frakk-
landi er þekkt fyrir að draga að
efnaðri hóp skíðaáhugamanna og
þar flaksa pelsarnir um göturnar á
kvöldin. Rolls Royce er einnig með
kynningar á kvöldin á bílum sínum
á hótelunum og getur fólk sér-
pantað sínar uppáhaldsútfærslur
af bílum Rolls Royce á staðnum.
Líklega er Rolls Royce á hárrétta
staðnum til að kynna væntanlegum
kaupendum bíla sína, að minnsta
kosti er það þeirra trú.
Skíðafólki skutlað á
Cullinan í Courchevel
Rolls Royce Cullinan í ægifögru landslaginu í Courchevel.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýris-
hjól bíla að jafnaði fjórum sinnum
skítugri en klósettsetur. Í raun eru
innréttingar bíla með allra sóða-
legustu stöðum sem finna má. Í
könnun CarRentals.com, þar sem
spurðir voru 1.000 ökumenn, kom
fram að 32% þeirra þrifu aldrei
innréttingar bíla sinna, eða í mesta
lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum
annarrar bandarískrar stofnunar,
National Center for Biotechno-
logy Information, er niðurstaðan
fremur sjokkerandi er kemur að
innréttingum bíla, en þær eru
svo óhreinar að klósettsetur eru í
flestum tilvikum hreinni og stýris-
hjól bíla eru verst og á þeim eru
að jafnaði fjórum sinnum meiri
óhreinindi en á klósettsetum.
Þetta ættu bíleigendur að hafa
í huga í umgengni við bíla sína
og ef til vill þrífa þá örlítið oftar,
ekki bara að utan. Í rannsókninni
mældist bakteríufjöldi á hvern fer-
sentimetra á stýrishjólum 629 CFU
en til samanburðar mælist hann
100 CFU á símaskjáum, 313 CFU
á lyftutökkum og 172 CFU á kló-
settsetum. Ein sláandi staðreyndin
enn sem þessi rannsókn leiddi í
ljós er að það finnast að jafnaði 700
mismunandi bakteríutegundir í
innréttingum bíla og sumar þeirra
valda matareitrun, húðsjúkdómum
og ýmiss konar sýkingum.
Stýrishjól óhreinni
en klósettsetur
Innréttingar bíla eru með allra sóðalegustu stöðum.
Nú þegar flestar tölur um sölu bíla í heiminum í fyrra eru orðnar ljósar er forvitnilegt
að skoða hvaða bílgerðir seljast
best í heiminum öllum. Líkt og
fyrri ár er það Toyota Corolla sem
trónir á toppi listans og það með
ríflega 100.000 bíla forystu á næsta
keppinaut, Ford F-Series. Af Corolla
bílnum seldust alls 1.181.445
eintök í fyrra, en 1.080.757 bílar
af Ford F-Series, en flestir þeirra
seldust náttúrulega í heimalandinu
Bandaríkjunum.
Þessi gríðarlega sala Toyota
Corolla er 66 sinnum meiri en sala
allra nýrra bíla á Íslandi í fyrra,
sem nam tæplega 18.000 bílum og
myndi því duga til sölu nýrra bíla
hérlendis í 66 ár. Sala 10 söluhæstu
bílgerða heims í fyrra var á end-
anum svona:
Toyota Corolla 1.181.445
Ford F-Series 1.080.757
Toyota RAV4 837.624
Honda Civic 823.169
Volkswagen Tiguan 791.275
Volkswagen Golf 789.519
Honda CR-V 747.646
Volkswagen Polo 725.463
Toyota Camry 661.383
Chevrolet Silverado 651.090
Það kemur ekki á óvart að tveir
stærstu bílaframleiðendur heims,
Toyota og Volkswagen Group,
eiga hvor sínar þrjár bílgerðirnar á
lista yfir 10 söluhæstu bílgerðir, en
Honda á einnig tvo bíla á listanum.
Síðustu tveir bílarnir á listanum eru
svo pallbílar sem seljast sem aldrei
fyrr í Bandaríkjunum og víðar.
Annar þeirra er næstsöluhæsta bíl-
gerð heims, en hinn vermir neðsta
sætið á lista 10 söluhæstu. Það eru
margir þekktir bílaframleiðendur
sem framleiða minna en nemur
sölu bílsins í 10. sætinu á þessum
lista. Þá er sala Toyota Corolla
bílsins í fyrra meiri en öll sala
Mitsubishi á sama tíma.
Tíu söluhæstu gerðir
heims í fyrra
Toyota Corolla hefur á síðustu árum verið söluhæsta ein-
staka bílgerð í heimi og árið í fyrra var engin undantekning.
Líkt og fyrri ár er það Toyota Corolla sem trónir á toppi listans.
5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
5
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
C
-F
8
1
0
2
2
3
C
-F
6
D
4
2
2
3
C
-F
5
9
8
2
2
3
C
-F
4
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
4
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K