Fréttablaðið - 05.02.2019, Síða 18
Ráðgera að bæta
við enn minni
jepplingum en
Hyundai Kona og
Kia Stonic fyrir
Evrópumarkað.
Jepplingaæðið ætlar engan endi að taka og sífellt fjölgar í flóru þeirra. Nýjasta æðið er
ef til vill fólgið í agnarsmáum jepp-
lingum sem virðast eiga mikið upp
á pallborðið hjá bílkaupendum. Á
þann vagn ætla systurfyrirtækin
suðurkóresku Hyundai og Kia að
stökkva þó svo talsvert framboð sé
hjá báðum fyrirtækjunum á jepp-
lingum fyrir. Nú stendur þar til að
bæta agnarsmáum jepplingi við
sem væri talsvert minni en núver-
andi Kona og Stonic jepplingar
fyrirtækjanna sem seint mundu
teljast stórir. Endanleg ákvörðun
um smíði þessara bíla hefur ekki
enn verið tekin en ef af slíku
verður, sem talið er harla líklegt,
verður þessum smáu jepplingum
helst beint að Evrópumarkaði.
Hugsanlega yrðu bílarnir byggðir
á sama undirvagni og smábílarnir
Hyundai i10 og Kia Picanto og
yrðu þá eingöngu í boði framhjóla-
drifnir.
Óslökkvandi jepplingaþorsti
Víst er að þessir smáu bílar
Hyundai og Kia yrðu undir fjórum
metrum að lengd, en til saman-
burðar má nefna að Suzuki Jimny
er 364,5 cm. Það eru fleiri bíla-
framleiðendur sem áhuga hafa á
að bjóða smávaxna jepplinga en
Jeep íhugar einnig að bjóða tals-
vert minni jeppling en Renegade.
Volkswagen hyggst einnig smíða
jeppling sem yrði minni en T-Roc
og fengi hann líklega nafnið T-
Track og gæti hann komið strax á
markað í byrjun næsta árs.
Á hinum endanum á jeppa/
jepplingaflórunni hafa Hyundai
og Kia nýlega slegið út nýju spili í
formi Palisade og Telluride jepp-
anna sem eru stærstu jeppar sem
bæði fyrirtækin hafa smíðað og
er þessum bílum stefnt mest að
Bandaríkjamarkaði. Að auki ætlar
Kia að koma fram með „cross-
over“-útgáfu af Ceed bíl sínum
fyrir Evrópumarkað og heyrst
hefur að hann muni fá nafnið
Tusker.
Agnarsmáir jepplingar
frá Hyundai og Kia
Sænski ofurbílaframleiðand-inn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi
eiganda Saab, National Electric
Vehicle Sweden (NEVS), svo hér
er um að ræða ekta sænskt sam-
starf. NEVS er í eigu kínverskra og
sænskra aðila. Samstarfið gengur út
á þróun rafmagnsbíla og tengil-
tvinnbíla í nokkuð meiri mæli en
hin takmarkaða bílaframleiðsla
Koenigsegg hefur hingað til verið
í. Því verður þekking NEVS á raf-
magnsvæðingu bíla notuð í bíla
frá Koenigsegg og mun fjárfesting
NEVS verða yfir 20 milljarðar
króna til þessa samstarfs. Á móti
mun NEVS eignast um 20% í
Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök
eining kringum þetta samstarf þar
sem NEVS mun eiga 65% hlut og
Koenigsegg 35%.
Framlag Koenigsegg til sam-
starfsins verður helst í formi
hönnunar, tækni og þekkingar á
smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða
smíðaðir í gömlu verksmiðjum
Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spenn-
andi verður að sjá afurðir þessa
nýstofnaða fyrirtækis með ofur-
bílaþekkingu Koenigsegg og þekk-
ingu á rafvæðingu bíla frá NEVS.
Koenigsegg og
NEVS í samstarf
Í áætlunum Volvo kveður á um tvöföldun á sölu jepplingsins XC40 á þessu ári og með því
yrði sala hans 150.000 bílar í
ár. Árið í ár verður fyrsta heila
árið sem bíllinn er í sölu og því
eðlilegt að búast við aukinni
sölu hans, en í fyrra hafði Volvo
ekki undan að afgreiða bílinn
upp í pantanir. Til að þetta sé nú
gerlegt hefur Volvo aukið mjög
framleiðslugetuna í verksmiðju
sinni í Ghent í Belgíu, þar sem
XC40 er smíðaður. Þessi áætlaða
aukna sala í XC40 bílnum er liður
í því að færa árssölu Volvo upp
í 800.000 bíla á ári, en heildar-
salan í fyrra nam tæplega 650.000
bílum og jókst um 12,4% á milli
ára. Hafa skal í huga að sala bíla
í heiminum jókst ekki í fyrra frá
árinu 2017.
Sala Volvo í Kína í fyrra jókst
um 14,1% og seldust þar 130.000
bílar, en Evrópa er enn stærsti
markaður Volvo og seldust þar
318.000 bílar í fyrra. Hvort tekst
á þessu ári að ná 800.000 bíla
heildarsölu er fremur ólíklegt, en
þó er það raunhæft á allra næstu
árum.
Söluhæsta bílgerð Volvo í fyrra
var XC60 jepplingurinn en af
honum seldust 189.459 bílar og
af XC90 seldust 94.182 eintök og
varð hann næstsöluhæstur. Þar
á eftir kom Volvo V40/V40 Cross
Country með 77.587 bíla selda og
þá S90 með 57.142 eintök.
Volvo ætlar að
tvöfalda sölu XC40
General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við
lítinn fögnuð Donalds Trump. Gen-
eral Motors hefur verið að minnka
framleiðslu bíla sinna í Banda-
ríkjunum og Kanada en auka hana
í Mexíkó þar sem laun eru lægri.
Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst
um 4% í fyrra og við það fór GM upp
fyrir Nissan sem stærsti bílafram-
leiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla
Nissan minnkaði um 10% á sama
tíma. Framleiðsla GM í heimaland-
inu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra
um 5% og um heil 33% í Kanada
þar sem GM lokaði verksmiðjum.
Alls framleiddi GM 834.414 bíla í
Mexíkó en Nissan framleiddi þar
763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru
fluttir til sölu í Bandaríkjunum.
Framleiðsla bíla í Mexíkó
dróst saman um 1% í fyrra og er
það í fyrsta sinn sem það gerist
frá upphafi bílaframleiðslu þar.
Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum
féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í
Kanada. Aðeins þrír bílaframleið-
endur juku við framleiðslu sína í
Bandaríkjunum, en það voru Tesla
(+151%), Volkswagen Group (+22%)
og Honda (+2,7%). Ford reyndist
stærsti bílaframleiðandinn í Banda-
ríkjunum í fyrra og framleiddi nærri
2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón.
Alls voru framleiddir 11.074.160
bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en
samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó
og Kanada er bætt við. Búast má
við því að GM auki bílaframleiðslu
sína í Mexíkó þetta árið þar sem
fyrirtækið bætir þar við framleiðslu
á Chevrolet Blazer jeppanum sem
gengur með því í endurnýjun líf-
daga.
GM stærst í Mexíkó
Koenigsegg bíll á bílsýningu.
Framleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4%.
Hyundai Kona, en til stendur að smíða enn minni jeppling.
Volvo XC40 jepplingurinn.
5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
5
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
C
-F
3
2
0
2
2
3
C
-F
1
E
4
2
2
3
C
-F
0
A
8
2
2
3
C
-E
F
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K