Fréttablaðið - 05.02.2019, Page 22
Aðspurðir segja
Volvo menn að ekki
standi til að bæta enn
minni jepplingi við
bílaflóru Volvo til að
reyna að auka söluna
Rafmagnsvæðingin virðist á fullri ferð í herbúðum Audi en til stendur að kynna
þriðju bílgerð Audi sem eingöngu
er drifin áfram af rafmagni á bíla-
sýningunni í Genf í mars komandi.
Þar ætlar Audi að sýna svo til full-
gerða útgáfu af þessum bíl sem vart
er hægt að kalla annað en jeppling
og ætti hann lítið að breytast í
útliti er kemur að fjöldafram-
leiðslu hans.
Þessi nýi rafmagnsjepplingur er
á stærð við BMW Q3. Þessi stærð
bendir til þess að Audi muni stefna
bílnum gegn tilvonandi Tesla
Model Y bíl og rafmagnsútgáfu
af komandi Volvo XC40, sem og
fremur smáum rafmagnsjepplingi
sem heyrst hefur að Mercedes
Benz sé að setja á markað og muni
sýna almenningi í ár. Þessi nýi bíll
Audi mun sitja á MEB undirvagni
sem ættaður er frá Volkswagen
Group og ætlaður fyrir rafmagns-
bíla. Audi segir að innanrými þessa
nýja bíls verð ekki minna en í Audi
Q5 bílnum.
Takkalaus
naumhyggjuinnrétting
Að innan verður bíllinn með
naumhyggjuútliti en fyrir vikið
framúrstefnulegur þar sem ekki
ber mikið á tökkum, en því meira
á skjáum. Líklega verður bíllinn
í boði með þremur stærðum af
rafhlöðum og geta kaupendur því
valið um drægi, en þurfa að sjálf-
sögðu að borga meira eftir því sem
drægið er meira. Þeir sem kunnugir
er rafhlöðukostum Volkswagen
Group telja að drægi þessa bíls
geti orðið frá 330 til 500 kílómetra
og rafhlöðurnar allt að 80 kWh.
Búast má við því að bíllinn komi á
markað árið 2020.
Audi hefur tilkynnt að til standi
að kynna 12 mismunandi gerðir
rafmagnsbíla til ársins 2025, en
með þessum verða þeir orðnir þrír.
Audi kynnir nýjan
rafmagnsjeppling
Stærð bílsins bendir til þess að Audi muni stefna honum
gegn tilvonandi Tesla Model Y bíl og rafmagnsútgáfu af
komandi Volvo XC40. Verður á stærð við BMW Q3.
Kia seldi fleiri bíla í Evrópu á síðasta ári en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Alls
seldi bílaframleiðandinn 494.303
bíla í Evrópu á árinu sem er 4,7%
aukning frá árinu 2017. Kia hefur
nú náð þeim framúrskarandi
árangri að slá árlega eigið sölumet
í Evrópu síðustu 10 ár. Alls jókst
salan á Kia Hybrid, Plug-in Hybrid
og rafbílum um 36% á árinu. Á
síðasta ári náði Kia sinni hæstu
markaðshlutdeild á Íslandi eða
11,2%. Þetta er þriðja árið í röð
sem Kia er næstmest selda merkið
hér á landi.
,,Við erum afar stolt af þessum
góða árangri. Sala á Hybrid og
PHEV hefur aukist en salan í jarð-
efnaeldsneytisbílum, sem eru alltaf
að lækka CO2 gildið, var einnig
mjög góð á árinu. Með opnun
nýra heimkynna Kia ætlum við að
bjóða upp á enn betri þjónustu við
núverandi og framtíðarviðskipta-
vini okkar. Framtíðin er björt hjá
Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölu-
stjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
Salan tvöfaldast
frá árinu 2008
Söluhæstu bílarnir í Evrópu á
síðasta ári voru nýr Kia Ceed og
„crossover“ bílarnir Stonic og Niro.
Þá var sala á Kia Rio og sport-
jeppunum Sportage og Sorento
einnig mjög góð. Sala Kia bíla í
álfunni hefur meira en tvöfaldast
frá árinu 2008 þegar 283.643 Kia
bílar seldust þar og því er ljóst að
Kia er í mikilli sókn í Evrópu. Fram
undan er spennandi ár hjá Kia þar
sem nýr Proceed verður frum-
sýndur auk þess sem nýjar gerðir
rafmótora verða kynntar til leiks.
Það eru því öll teikn á lofti um að
árangur Kia verði áfram góður á
þessu ári. „Kia er eini bílafram-
leiðandinn sem hefur náð að auka
söluna í Evrópu á hverju ári síðasta
áratuginn. Gæðin, hönnunin og
karakterinn í ört stækkandi bíla-
flota Kia hafa hjálpað okkur að ná
þessum frábæra árangri og auka
markaðshlutdeildina um meira en
helming síðan 2008,“ segir Emilio
Herrera, framkvæmdastjóri hjá Kia
Motors í Evrópu.
Bílaframleiðandinn býður sem
fyrr sjö ára ábyrgð á öllum bílum
sínum.
Kia aldrei selt fleiri bíla
Afskaplega vel gengur hjá Lamborghini og í fyrra varð 51% söluaukning hjá fyrir-
tækinu og vart dæmi um annað
eins hjá bílaframleiðanda, nema
helst þá í tilfelli Tesla. Sala Lam-
borghini bíla náði nýjum hæðum í
fyrra og var 5.750 eintök, en rétt er
að hafa í huga að sala Lamborghini
var aðeins 1.302 bílar árið 2010 og
hefur aukist stórum skrefum síðan.
Ástæðan fyrir því að forstjóri
Lamborghini, Stefano Domenicali,
vill takmarka framleiðsluna árið
2020 við 8.000 bíla er til að vernda
ímynd bíla þeirra líkt og Ferrari
hefur gert síðustu ár.
Urus tvöfaldar söluna
Í ár stefnir í 8.000 bíla sölu hjá
Lamborghini á fyrsta heila árinu
sem Urus jeppi fyrirtækisins er í
sölu, en viðtökurnar við þeim bíl
hafa verið með ólíkindum og liggja
pantanir fyrir í bílinn sem nema
allri framleiðslu hans í ár. Það
þýðir um 4.500 bíla sölu á Urus
og meira en tvöföldun sölu Lam-
borghini frá árinu 2017 til 2019.
Það myndi sem sagt þýða 40%
aukningu á sölu hjá Lamborghini í
ár, í kjölfar 51% aukningar í fyrra.
Ferrari hefur áður lýst því yfir
að fyrirtækið hafi takmarkað
eigin framleiðslu við 7.000 bíla,
en allar líkur eru þó á því að fram
úr því hafi verið farið í fyrra og að
framleiðslan hafi náð yfir 9.000
bílum. Ferrari hefur ekki enn birt
sölutölur frá því í fyrra. Þau eru
nokkuð öfundsverð vandamálin
sem Lamborghini og Ferrari glíma
við þessa dagana.
Lamborghini
takmarkar
framleiðsluna
Einn fárra bíla Volvo sem ekki hafa verið endurnýjaðir á allra síðustu árum er Volvo
V40 bíllinn, en nú er komið að
nýrri gerð hans og þar mun fara
háfættari bíll en forverinn þar sem
farþegar hans fá mun hærri sætis-
stöðu. Með uppfærslu V40 verða
allar bílgerðir Volvo endurnýjaðar
og það á ekki svo mörgum árum.
Með því eru allar gerðir bíla Volvo
sem bera tölustafina 40, 60 og 90
tiltölulega nýþróaðir. Volvo átti
algjört metár í fyrra í sölu og náði
fyrsta sinni næstum 650.000 bíla
sölu og þar á bæ skal stefnt hærra.
Volvo stefnir að 800.000 bíla sölu
og telur að með núverandi gerðum
og þessum nýja V40 gæti það
náðst.
Minni jepplingur
ekki á leiðinni
Við þróun nýs Volvo V40 bíls
var vel íhugað hvort bíllinn ætti
að verða í meira jepplingaformi
eða nær því að vera hefðbundinn
fólksbíll og á myndinni af bílnum
má sjá að hvaða niðurstöðu Volvo
menn komust, þ.e. hærri bíll sem
seint mun teljast annað en jepp-
lingur. Aðspurðir segja Volvo
menn að ekki standi til að bæta
enn minni jepplingi við bílaflóru
Volvo til að reyna að auka söluna
og fylla í öll hugsanleg göt hvað bíl-
gerðir varðar. Að sjálfsögðu verður
gert ráð fyrir því að nýr V40 verði
að hluta til knúinn rafmagni og
því hafi hærri bíll verið heppilegri
en lengri eða stærri og með því
komist rafhlöðurnar fyrir. Því er
hér kominn enn einn valkosturinn
í sístækkandi flóru jepplinga, en
það er víst það sem markaðurinn
virðist kalla eftir.
Nýr Volvo V40
verður háfættari
Svona gæti nýi bíllinn litið út.
Audi hefur nú þegar sent frá sér þessa mynd af tilvonadi rafmagnsjepplingi.
Kia Stinger er einn af fjölmörgum bílgerðum Kia.
Í ár stefnir í 8.000
bíla sölu hjá Lam-
borghini á fyrsta heila
árinu sem Urus jeppi
fyrirtækisins er í sölu, en
viðtökurnar við þeim bíl
hafa verið með ólíkind-
um.
5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
5
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
C
-E
4
5
0
2
2
3
C
-E
3
1
4
2
2
3
C
-E
1
D
8
2
2
3
C
-E
0
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
4
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K