Fréttablaðið - 05.02.2019, Side 26
Nokkuð hefur dregið úr fjölda gesta á stærstu bílasýningum heims síðustu árin og það gerðist einnig á þeirri
síðustu, þ.e. Detroit Auto Show nú í nýliðnum
janúar. Féll aðsóknin um rúm fjögur pró
sent, en 774.179 gestir mættu á sýninguna, en
gestirnir árið áður voru 809.161. Þrátt fyrir að
nokkrar spennandi frumsýningar á goðsagna
kenndum bílum hafi verið í Detroit, svo sem á
Toyota Supra og Ford Mustang Shelby GT500,
þá dugði það ekki til að þessu sinni, en rétt er
að minnast þess að margir af þekktari bíla
framleiðendum heims ákváðu að mæta ekki
með bíla sín til sýningarinnar, svo sem BMW,
Mercedes Benz og Audi.
Bílasýningin í Detroit hefur hingað til verið
haldin í janúar en forsvarsmenn hennar ætla
að breyta um takt og halda hana næst í júní
í viðleitni sinni til að auka áhuga bílaáhuga
manna á að mæta til sýningarinnar. Færri
blaðamenn mættu einnig á sýninguna nú en
fyrir ári, eða 4.568 á móti 5.078 árið áður. Þá
voru einnig mun færri frumsýningar á bílum,
eða 44 nú í stað 69 árið 2018 og 71 árið 2017.
Aðsóknin á bílasýninguna í Detroit féll
Það var líklega bara tímaspursmál hvenær bílaleigur heimsins byðu Lamborghini
Urus jeppann til láns fyrir aðdá
endur ofurjeppa og þrjár bílaleigur
vestur í Bandaríkjunum hafa riðið
á vaðið. Þar geta bílaáhugamenn
kynnst þessum 641 hestafls jeppa
sem fer sprettinn í hundraðið á
litlum 3,6 sekúndum en það kostar
sitt. Dagurinn kostar 1.308 dollara,
eða 155.000 krónur. Það er ekki
lítið fé þegar haft er í huga að hæg
lega er hægt að leigja sér bíl fyrir
tíu þúsund kall á dag. En allt fyrir
upplifunina og vonandi munu þeir
sem leigja sér bílinn njóta þess,
en þessi bíll er jú eini bíll Lam
borghini sem ekki er hræddur við
að verða skítugur.
Lamborghini
Urus kominn
á bílaleigur
vestanhafs
Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mit
subishi en ein glæný hermir að
fyrirtækið muni mæta með nýjan
rafmagnsjeppling á bílasýninguna
í Genf í mars komandi. Ekki er
mikið vitað um þennan bíl, nema
helst að hann mun fá nafnið Eng
elberg Tourer, en það kemur frá
Alpabæ einum í Sviss sem þekktur
er fyrir mótorsport.
Af myndinni af bílnum að dæma
ætlar Mitsubishi að notast við
myndavélatækni í stað hliðar
spegla og er slíkt títt með nýja
bíla, en stenst þó ekki lög í flestum
löndum. Mitsubishi hefur verið
að gera það gott undanfarið með
Outlander PHEV bíl sinn sem selst
víða einkar vel, en hann var sölu
hæsta einstaka bílgerð á Íslandi á
síðasta ári.
Mitsubishi
mætir með
rafmagnaðan
jeppling í Genf
Toyota Supra á bílasýningunni í Detroit.
Nú er hægt að leigja Lamborghini
Urus, en það kostar sitt.
Stríðnimynd af jepplingnum.
Fátt er vitað um
þennan rafmagns-
bíl, nema að hann mun fá
heitið Engelberg Tourer.
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
5
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
C
-F
3
2
0
2
2
3
C
-F
1
E
4
2
2
3
C
-F
0
A
8
2
2
3
C
-E
F
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K