Fréttablaðið - 05.02.2019, Page 26

Fréttablaðið - 05.02.2019, Page 26
Nokkuð hefur dregið úr fjölda gesta á stærstu bílasýningum heims síðustu árin og það gerðist einnig á þeirri síðustu, þ.e. Detroit Auto Show nú í nýliðnum janúar. Féll aðsóknin um rúm fjögur pró­ sent, en 774.179 gestir mættu á sýninguna, en gestirnir árið áður voru 809.161. Þrátt fyrir að nokkrar spennandi frumsýningar á goðsagna­ kenndum bílum hafi verið í Detroit, svo sem á Toyota Supra og Ford Mustang Shelby GT500, þá dugði það ekki til að þessu sinni, en rétt er að minnast þess að margir af þekktari bíla­ framleiðendum heims ákváðu að mæta ekki með bíla sín til sýningarinnar, svo sem BMW, Mercedes Benz og Audi. Bílasýningin í Detroit hefur hingað til verið haldin í janúar en forsvarsmenn hennar ætla að breyta um takt og halda hana næst í júní í viðleitni sinni til að auka áhuga bílaáhuga­ manna á að mæta til sýningarinnar. Færri blaðamenn mættu einnig á sýninguna nú en fyrir ári, eða 4.568 á móti 5.078 árið áður. Þá voru einnig mun færri frumsýningar á bílum, eða 44 nú í stað 69 árið 2018 og 71 árið 2017. Aðsóknin á bílasýninguna í Detroit féll Það var líklega bara tíma­spursmál hvenær bílaleigur heimsins byðu Lamborghini Urus jeppann til láns fyrir aðdá­ endur ofurjeppa og þrjár bílaleigur vestur í Bandaríkjunum hafa riðið á vaðið. Þar geta bílaáhugamenn kynnst þessum 641 hestafls jeppa sem fer sprettinn í hundraðið á litlum 3,6 sekúndum en það kostar sitt. Dagurinn kostar 1.308 dollara, eða 155.000 krónur. Það er ekki lítið fé þegar haft er í huga að hæg­ lega er hægt að leigja sér bíl fyrir tíu þúsund kall á dag. En allt fyrir upplifunina og vonandi munu þeir sem leigja sér bílinn njóta þess, en þessi bíll er jú eini bíll Lam­ borghini sem ekki er hræddur við að verða skítugur. Lamborghini Urus kominn á bílaleigur vestanhafs  Það koma ekki margar frétt­irnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mit­ subishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Eng­ elberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðar­ spegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var sölu­ hæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári. Mitsubishi mætir með rafmagnaðan jeppling í Genf Toyota Supra á bílasýningunni í Detroit. Nú er hægt að leigja Lamborghini Urus, en það kostar sitt. Stríðnimynd af jepplingnum. Fátt er vitað um þennan rafmagns- bíl, nema að hann mun fá heitið Engelberg Tourer. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið 5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR 0 5 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 C -F 3 2 0 2 2 3 C -F 1 E 4 2 2 3 C -F 0 A 8 2 2 3 C -E F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.