Velferð - 01.12.1995, Page 3

Velferð - 01.12.1995, Page 3
VELFERÐ Sterk samtök Nú þegar hátíð Ijóss og friðar gengur í garð hugsum við venju fremur hlýlega til samferðafólks okkar. Hjá samtökum okkar hefur starfið gengið vel og þar er sterkan lífskraft að finna. Úr forystu- sveitinni taka þau sér nú hvíld sœmdarhjónin Sigurveig Halldórsdóttir og Hallur Hermannsson og eru þeim þökkuð löng og gifturík störf fyrir samtökin. I þeirra stað hafa verið ráðnir í hlutastörf þeir Jóhannes Proppé, sem lengi hefur verið gjaldkeri samtakanna, og Rúrik Kristjánsson, þekktur eldhugi í söfnunum LHS. Þá hefur undirritaður tekið að sér ritstjórn Velferðar. I raun og veru er hér um smávægilegar hrókeringar að ræða því allir höfum við unnið fyrir samtökin undanfarin ár. Fyrir skömmu voru fimm félagsmenn til margra ára heiðraðir fyrir mikil og góð störf fyrir samtökin, og er skýrt frá því á bls. 4 og 5. I ávörpum manna við þetta tækifœri kom fram mikill hlýhugur í garð samtaka okkar og líka nokkur ánœgja yfir því hvernig starfið hefur þróast, en það hefurfyrst ogfremst byggst á góðri samstöðu og eldmóði. Sigurður Helgason, formaður LHS, notar stundum tækifærið og minnir okkur á að sofna ekki á verðinum og gœta okkur á að verða ekki sjálfs-ánægju að bráð. Við þurfum áfram að berjast fyrir réttindum félagsmanna okkar á félagslega sviðinu og þá ekki síst varðandi verð á lyfjum og heil-brigðisþjónustu almennt. Félagið ætlar að auka persónulega þjónustu við félagsmenn og gœta þess m.a. að þeir verði ekki af réttindum, sem þeim ber samkvœmt laganna bókstaf. Þá er vilji til að koma HL stöðvar hugmyndinni á framfæri sem víðast á landinu, og geta allir sjúkl-ingahópar sameinast um það verkefni, því það eru að sjálfsögðu fleiri en hjarta- og lungnasjúklingar sem þurfa á stöðugri endurhæfingu að halda. Ljóst er að framundan er ærinn starfifyrir vinnufúsar hendur. Blaðið Velferð er baráttu- og upplýsingatæki okkar og vill ritstjórn kom þeim ábendingum á framfæri við félagsmenn að þeir geta sent okkur greinar og ábendingar um efni, og ekki myndi saka að heyra í félagsmönnum sem hafa yndi af að yrkja eða skrifa. Við gefum út stór blöð tvisvar á ári og minni blöð inn á milli. Gaman væri að hafa þátt frá lesendum í næsta stóra blaði, sem kemur út íjúní. Þeim fjölmörgu, sem styrkja okkur í formi styrktarlína hér í blaðinu, flytjum við alúðarþakkir. Þeir fá allir blaðið og vonandi fmnst þeim að þessum peningum sé ekki kastað á glæ. Að svo mæltu óska ég lesendum blaðsins gleðilegra jóla, árs ogfriðar. Sigurjón Jóhannsson. EFNISYFIRLIT 5 félagar fá gullmerki............................ 4 Varað við óheillaþróun............................ 6 Leyst úr mörgum félagslegum vandamálum........................................ 8 Öflugt og mannmargt félag........................ 10 Neyðarbíllinn.................................... 11 Landssöfnun hjá Neista........................... 14 Krossgáta........................................ 17 Gangráður, hjálpartæki hægfara hjarta, eftir Guðmund Oddsson, yfirlækni................ 20 Við erum í mikilli þakkarskuld................... 24 Grúsk í gömlum blöðum.............................27 Hreyfingarleysi mikið vandamál í Bandaríkjunum, eftir Auði Ólafsdóttur og Sólrúnu 31 Óskarsdóttur.......... 36 Formannafundurinn................................... Utgefandi: Landssamtök hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Setning, umbrot og prentun: Prenthúsið hf. Ritnefnd: Sigurjón Jóhannsson, ábm., Ami Kristinsson, Haraldur Steinþórsson og Ingólfur Viktorsson. Riti þessu er dreift ókeypis til allra félagsmanna Landssamtaka hjartasjúklinga, sjúkrahúsa, heilsugœslustöðva, á lœkninga- stofur, til ýmissa félagasamtaka og víðsvegar þar sem fræðslu- og kynningarrit liggja frammi, svo og til fyrirtœkja og einstakl- inga sem styrkt hafa útgáfu Velferðarfyrr og síðar. 3

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.