Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 5

Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 5
Ingólfur Viktorsson, Jóhannes Proppé og Björn Bjarman taka við gullmerkinu starfsmanni okkar á skrifstofunni Ingólfi Viktorssyni. Okkur hefur samið ótrúlega vel, þótt báðir séu sérvitringar, og allt gengið að óskum og ég vona að svo verði áfram. Þura skoraði á drenginn að koma og standa við fyrirheitið en það hefði getað orðið erfitt því hún var þá komin yfir fimmtugt og hafði að auki aldrei verið við karlmann kennd. Líklega færi eins fyrir Sigurði Helgasyni ef við sendum honum áskorun um að standa við stóru orðin, og því fær hann ekki áskorunina! En hvað um það, við erum glöð og þakklát að vera hér og viljum gjarnan vinna með ykkur áfram eins og við mögulega getum. Sigurði formanni þakka ég mjög góða samvinnu, heil og góð ráð í hverju sem komið hefur uppá í okkar samtökum." Ingólfur Viktorsson stóð nú upp og sagði m.a.: „I gærkvöldi þegar við Jóhannes vorum að undirbúa þetta sagði ég við hann að hann yrði að standa upp til að segja nokkur orð. Jóhannes svaraði að bragði: Nei, það gerir sá eldri og ljótari! Við skulum segja að þessi heiður sé verðskuldaður. Ég minnist látinna félaga með virðingu og þökk en nýir menn koma og standa fyrir sínu. Ég var svo lánsamur, eftir að starfi mínu lauk í stjórninni, að fá að vinna með ykkur áfram, að vera aktífur í þessu starfi, en hróður LHS berst víða og þakklæti fáum við hvaðanæva fyrir okkar störf. Það var nú meira lánið að fá þennan heiðursmann, Sigurð Helgason, sem öllum ber saman um að hafi staðið sig afskaplega vel, maður friðar og vináttu og sem lögmaður leysir hann öll mál farsællega“. Hér greip Sigurður inní og sleit nú formlega þessari athöfn en gestir gengu að matarborði í Súlnasalnum og áttu ánægjulega samverustund áfram. S.J. Rúrik sýnir kortin Merkjasala í maí Ákveðið hefur verið að efna til merkjasölu LHS í maí. Búið er að tilnefna tíu manna framkvæmdastjórn undir stjórn Rúriks Kristjánssonar, en auk framkvæmdastjórnarinnar eiga allir formenn aðildarfélaganna hlut að máli. Þá hefur verið kosin átta manna áróðursnefnd undir stjórn Sigurðar Helgasonar. Allir formenn aðildarfélaganna eiga hér einnig hlut að máli. Þakkir frá Ríkisspítölunum Eftirfarandi þakkarbréf barst LHS þann 23. júní sl.: „Á fundi framkvæmdastjórnar Rfkisspítala þann 7. júní var lagt fram Jólakortasalan gengur vel Jólakortasalan hefur gengið mjög vel í ár, sagði Rúrik Kristjánsson, þegar við spurðum hann um gang mála. Þetta er fyrst og fremst dugnaði félaga okkar að þakka, en jólakortasalan er ein aðaltekjulind LHS og félaganna úti á landi sem fá 25% sölulaun í sinn hlut. Jólakortin eru frá Sólarfilmu og prentuð í Odda, 5 kort í pakka kosta 300 krónur. Rúrik er hér að sýna kortin og hvetja fólk að kaupa á fræðslufundi Félags hjartasjúklinga í Reykjavík á dögunum. bréf Landssamtaka hjartasjúklinga þar sem skýrt er frá því að félagið hafi ákveðið að gefa hjartaskurðdeild Landspítalans þrekmælinga- og þjálf- unartæki ásamt traðkmillu (treadmill) af gerðinni Case 16 frá fyrirtækinu Marquette, að verðmæti kr. 2.354.101.- með virðisaukaskatti. Framkvæmdastjórn Ríkisspítala þakkar þessa höfðinglegu gjöf og þann velvilja sem hún lýsir í garð röntgen- og handlækningadeildar Landspítalans. Virðingarfyllst, Davíð Á. Gunnarsson 5

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.