Velferð - 01.12.1995, Side 14

Velferð - 01.12.1995, Side 14
Mæður hjartveikra barna í Neista: Ætlaaðhefja landssöfnun og kaupa tæki fyrir Landspítala Eins og skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu, í fréttum af formannafundinum, þá hafa tvö félög óskað eftir inngöngu í Landssamtök hjartasjúklinga, Neisti, félag aðstandenda hjartveikra barna og Félag heilablóðfallsskaðaðra. Gera má ráð fyrir að umsóknir þeirra verði samþykktar að loknum lagabreytingum á aðalfundi LHS í haust. Við hittum að máli þær Elínu Viðarsdóttur, formann Neista, og Margréti M. Ragnars, varaformann, og spurðum fyrst hvað hefði ýtt á eftir félagstofnuninni hjá þeim, en í félaginu eru nú 250 manns, og myndi LHS sannarlega eflast ef Neisti kæmi inn í raðir samtakanna. -Það var vegna þeirrar þarfar sem hver og einn finnur þegar hann þarf að fara með barnið sitt í aðgerð, það voru engar leiðbeiningar um hvernig maður ætti að vinna með kerfinu, þannig að hver og einn hafði þurft að finna sína sérleið. Við hittumst nokkrar mæður hjartveikra barna, allar með sömu þörfina til að tala um vandamál okkar og væntingar. Við vildum aðstoða nýja foreldra og hafði ein móðirin tekið saman ýmsar upplýsingar í möppu. Viljum láta gera sem flestar aðgerðir hér heima -Hvað hefur gerst í stórum dráttum frá þvífélagið ykkar var stofnað? -Það er af mörgu að taka, en það kom fljótt fram í viðræðum við Hróðmar Helgason, barnahjartasér- fræðing, að mikill möguleiki væri á því að gera flestar þessar aðgerðir hér heima, því hér væri nægilegt fagfólk og góð aðstaða, en tæki vantaði. Við viljum auðvitað fá þetta allt heim og ætlum því að standa fyrir landssöfnun á næsta ári í samstarfi við Stöð 2 til að geta keypt þau tæki sem þarf, en þau kosta um 30 milljónir króna. Allar aðgerðir á hjartveikum börnum sem hægt hefur verið að framkvæma hér heima hafa tekist mjög vel. Ef við fáum tækin sem þarf þá yrði hægt að framkvæma um 75% allra hjarta- aðgerða á börnum hér og það myndi fljótt spara ríkinu umtalsverðan kostn- að því það yrði alltaf umtalsvert dýrara að framkvæma þessar aðgerðir erlend- is. í dag er meðalkostnaður við aðgerð ytra um 1,8 milljónir en myndi kosta hér um 1 milljón. Að auki er mikill viðbótarkostnaður í sambandi við ferðir foreldra og uppihald erlendis o.s.frv. Börnin eru oftast 7-10 daga á spítalanum, en þau eru yfirleitt fljót að jafna sig eftir aðgerðirnar og sjaldan um endurhæfingu að ræða eins og hjá fullorðnum. Arlega greinast 1-1,2% allra fæddra barna með hjartagalla, eða 40-50 börn árlega. Börn fara oft í fleiri en eina aðgerð -Eru þessir gallar svipaðs eðlis eða mjög breytilegir? -I flestum tilfellum er um að ræða op milli hólfa eða ósæðaþrengsli og þá galla væri hægt að lækna hér heima. Þá verður að hafa í huga að mörg börn verða að fara oftar en einu sinni í aðgerð - og mörg börn hafa farið utan í tvö eða þrjú skipti. Stundum er ekki hægt að klára aðgerð og þá er hún gerð í tvennu eða þrennu lagi, og stundum þarf að lagfæra aðgerð vegna þess að bamið er að vaxa. Hin langa kerfísganga -Hvers vœntið þið ykkur af samstarfi við LHS? -Ja, við höfum fyrir það fyrsta fengið góðan andlegan stuðning hér á skrifstofunni, og allir virðast tilbúnir að hjálpa okkur og leiða á þessari löngu kerfisgöngu, sem er mun flókn- ari og tímafrekari en við höfðum ímyndað okkur. Það er ljóst að félags- skapur okkar verður langsterkastur hér á höfuðborgarsvæðinu og því myndum við vilja að fjölskyldur með hjartveik börn úti á landi gangi í viðkomandi hjartafélög þar. Því miður hafa margir foreldrar úti á landi orðið að flytja til Reykjavíkur með hjartveik börn sín vegna þarfar fyrir sérfræðiaðstoð og þeirrar staðreyndar að hjartveik börn eru í meiri hættu ef þau fá sýkingu en önnur börn. Þau eru móttækilegri fyrir sýkingu ef þau eru með gervihluti í hjartanu því þar vilja bakteríur setjast að og jafnvel eyðileggja annars vel heppnaða aðgerð. Þessvegna eru for- eldrar og læknar mjög á verði gegn sýkingarhættunni. Hjartveik börn mega helst ekki vera með skemmdar tennur svo að bakteríur komist ekki í blóðið eftir þeim far- vegi. Alltof mikið álag á Hróðmari Þær Margrét og Elín vildu taka það sérstaklega fram hve gott starf Hróðmar Helgason, læknir hefur unn- ið, en hann er annálaður fyrir natni og að halda börnunum í besta hugsanlegu ástandi líkamlega. Það er til þess tekið á spítölum í Bretlandi hve börnin eru vel á sig komin og við vel sett með þennan lækni. Okkur finnst álagið á Hróðmar allt of mikið og því er það líka eitt af baráttumálum okkar að fá annað stöðugildi á Landspítalanum. Það er kominn annar barnahjartasérfræð- ingur til landsins og er í aðstoðar- 14

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.