Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 16

Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 16
HJARTAAÐGERÐIR Á BÖRNUM Vilji til að flytja allar aðgerðir inn í iandið Frá því síðasta hefti af Velferð kom út hafa nokkur mál sem varða hjartasjúklinga verið rekin í blöðunum. Morgunblaðið átti viðtal við Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóra Ríkisspítalanna, 21. júní og hann er spurður: -Stendur til að fjölga hjartaaðgerð- um á börnum á spítalanum? -Við gerðum nokkrar aðgerðir á síðasta ári og nú standa yfir viðræður og vilji er til þess í heilbrigðisráðu- neytinu að flytja þessar aðgerðir allar inn í landið. Það skiptir geysilega miklu máli fyrst og fremst fyrir börnin sjálf og þeirra aðstandendur. Reynsla okkar hefur verið sú að árangur okkar í aðgerðum, sem fluttar hafa verið inní landið, er ekki síðri en erlendis og í sumum tilfellum betri. Auk þess er kostnaðurinn í flestum tilfellum lœgri hérlendis. Og um tœkjamálin segir Davíð: „... Það vantar einfaldari leikreglur um með hvaða hœtti tœki eru endurnýjuð og fjármögnuð, leikreglur sem segja til um hvenær eðlilegt sé að endurnýja tæki. Þegar leikreglur skortir lítur það gjarnan út sem áróðursstríð milli spítalanna og stjórnmálamannanna þegar sú spurn- ing kemur upp hvort eðlilegt sé að endunýja eða kaupa ný tæki. Það þarf að vera þokkalegt samkomulag um þetta eins og ríkir t.d. um vegafram- kvœmdir þar sem sátt er um hvernig menn vilja halda vegum landsins við. “ Aukafjárveitingin kom! Og af því Davíð nefndi áróðursstríð hér að ofan þá hófst eitt slíkt i lok júní þegar Morgunblaðið segir frá því á baksíðu að 83 sjúklingar bíði eftir hjartaaðgerð. Búið sé að raða 71 sjúklingi á aðgerða- lista og 18 hafi vissan forgang. Grétar Ólafsson, yfirlæknir, bendir fréttamanni blaðsins á að nauðsynlegt sé að hafa tvo skurðlækna í hverri hjartaaðgerð, en í dag sé einn á vakt í senn. Deildin hafi ekki fengið leyfi til að koma á vaktakerfi fyrir starfsfólk deildarinnar svo hægt sé að gera bráða- aðgerðir þegar þeirra er þörf. Grétar sagðist margsinnis hafa vakið athygli ráðamanna á að þetta sé eini sjúklingahópurinn sem hann viti um sem ekki hafi aðgang að bráðaþjónustu alla daga ársins. Grétar segir ennfremur að hann vilji koma biðlistanum niður í 30-40 manns, því það sé biðlisti sem þeir ráði vel við. Þeir geti farið upp í átta aðgerðir á viku ef allt er eðlilegt, en sem stendur gerum við fjórar, sagði Grétar. Leið nú og beið og birtust fréttir um að málið væri að velkjast milli Tryggingastofnunar ríkisins og ríkis- stjórnarinnar, en Tryggingastofnun vildi ekki greiða kostnað vegna 30 - 40 aðgerða heldur taldi hún eðlilegra að spítalinn fengi aukafjárveitingu. Morgunblaðið skammar hlutaðeigandi í leiðara 19. júlí. Þann 26. júlí segir Mbl. að aukafjárveiting hefði verið samþykkt í ríkisstjórninni að upphæð 35 milj. kr. Blaðið skýrir frá því að ein hjartaaðgerð kosti frá 790 þús. til 1.1 milj. kr. í dag standa málin þannig að á biðlista eru 50-60 manns. Gáfu 1/2 miljón Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðar- svæðinu, sem fagnaði 5 ára afmæli sínu í sept. sl. færði Kristnesspítala hálfa miljón kr. að gjöf í tilefni þessara tímamóta og til minningar um Stefán Ingólfsson. A að verja fénu til byggingar sundlaugar við endurhæfingardeild spítalans. Um miðjan sept. höfðu safnast 7.3 miljónir króna í sundlauga- sjóð að sögn Dags á Akureyri. skyndibitum og ýmislegti nestispokann. Allt sem þú þarft í feröalagiö. Bensín, olíur og ýmsar bifreiöavörur. Verslunin Grund IÐUNN VERÐLAUNA krossgátanF Fyrir rétta lausn á krossgátunni veitum við tvenn verðlaun, sem eru bækurnar Orðtök eftir Sölva Sveinsson og Rímorðabók eftir Eirík Rögnvaldsson en báðar eru bækurnar gefnar út hjá bókaútgáfunni Iðunni. Skilafrestur er til 20. janúar n.k. Sendið lausn til Skrifstofu LHS, Hafnar- húsinu, 101 R. merkt verðlaunakross- gáta. Við hringjum til vinningshafa og birtum síðan nöfn þeirra í næsta tbl. af Velferð. 16

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.