Velferð - 01.12.1995, Side 20

Velferð - 01.12.1995, Side 20
— ------------------ Guðmundur Oddsson. vfirlæknir: GANGRÁÐUR hjálpartæki hægfara hjarta Árið 1958 var ungur Svíi, Larson að nafni, í miklum vanda staddur. Leiðslukerfið í hjarta hans hafði bilað með þeirri afleiðingu að hjartslátturinn hægði á sér niður í 30 á mínútu og jafnvel neðar. Hjartað herti ekkert á sér þó að hann reyndi á sig og engin lyf virtust duga til að herða á hjartslættinum. Þessi hægi hjartsláttur dugði ekki til að halda blóðrásinni í eðlilegu horfi og heilinn sem er allra líffæra viðkvæmastur fyrir blóðskorti fékk oft og tíðum ekki nægilegt blóð. Svíinn ungi var því stöðugt máttlaus með yfirliðstilfinningu og það leið yfir hann hvað eftir annað án tilefnis. Hann var því algjörlega óvinnufær og nánast rúmliggjandi og framtíðin var allt annað en björt. Á sama tíma var bandarískur rafmagnsverkfræðingur Wilbur Greatbatch að nafni að fást við að búa til tæki sem sendi frá sér veikan rafstraum með jöfnu millibili og örvaði samdrátt á vöðvafrumum. Vegna þess hve ástand Svíans unga var alvarlegt var ákveðið að reyna þetta tæki á honum og þeir Áke Lunnvig skurðlæknir og Rune Elmqvist verkfræðingur í Gautaborg leiddu rafþræði utan á hjartavöðva sjúklingsins og síðan var tækið, sem var allt of stórt til að komast fyrir undir húð sjúklingsins, tengt við rafleiðslurnar. Tækið sendi síðan frá sér rafboð á sekúndu fresti, straumgjafinn voru stórar rafhlöður og hjarta sjúklingsins sló nú reglulega 60 sinnum á mínútu en rafhlöðurnar þurfti að hlaða vikuléga. Þetta var fyrsti gangráðurinn sem notaður var á sjúklingi. Þessi sænski maður kom í heimsókn til Islands og flutti erindi á Borgarspítalanum um það bil 35 árum síðar og lýsti þar lífsreynslu sinni. Hann gekk þó á sínum áttunda gangráði að því er mig minnir og var ennþá fjallhress, ferðast um heiminn og lýsir þessari reynslu sinni. Gangráður hjartans og leiðslukerfíð Hjartslættinum er stjórnað af hinum eiginlega gangráði sem staðsettur er í hægri gátt hjartans. Gangráðurinn er samsettur af sérhæfðum taugafrumum sem hafa þann eiginleika að gefa stöðugt frá sér stuttar rafbylgjur með litlu millibili. Rafbylgjur þessar breiðast síðan í allar áttir út frá gangráðinum, lrkt og gárur, þegar steini er kastað í lygnan poll. Rafbylgjurnar valda samdrætti í vöðvafrumum hjartans, fyrst í gáttunum, síðan berast þær niður eftir sérhæfðu leiðslukerfi hjartans og við það dragast vöðvafrumur sleglanna saman, hjartað slær og dælir blóði um blóðrásina. Ymis efni í líkamanum, svo sem adrenalín og taugaboð, geta síðan haft áhrif á gangráðinn og hert á honum eða hægt eftir þörfum líkamans. Gangráður hjartans getur bilað og hefur það í för með sér hjartsláttartruflanir, oftast of hægan hjartslátt, en einnig getur það valdið hægum og hröðum hjartslætti til skiptis. Bilanir á gangráði hjartans aukast með hækkandi aldri og geta þær átt sér stað án þess að um nokkurn annan hjartasjúkdóm sé að ræða. Bilun á leiðslukerfi á sér ýmsar orsakir og getur verið meðfæddur galli en getur einnig komið við sjúkdóma, svo sem kransæðastíflu og sjúkdóma í hjartavöðva. Ef leiðslukerfi milli slegla og gátta bilar geta rafboðin ekki borist frá Guðmundur Oddsson, yfirlœknir 20

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.