Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 21

Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 21
gáttum til slegla jafnvel þó gangráður í gáttum starfi eðlilega. Við það myndast svokallað hjartablokk, gáttirnar slá á sínum eðlilega hraða að meðaltali 70 sinnum á mínútu meðan sleglamir slá miklu hægar, allt niður í 20-30 sinnum á mínútu. Blóðrásin verður því of hæg og blóðmagnið of lítið til að sjá líffærunum fyrir nægilegu blóði. Það líffæri sem verst þolir blóðskort er heilinn og einkenni sem koma við of hæga blóðrás eru því fyrst og fremst frá heila og miðtaugakerfi. Þessi einkenni eru magnleysi og þreyta við minnstu áreynslu, svimi og yfirlið. I alvarlegustu tilfellum veldur þessi blóðskortur í heila, heilaskemmdum og jafnvel dauða. Gervigangráður er því mjög mikilvægt og oft lífsnauðsynlegt tæki til að viðhalda eðlilegum hjartsláttar- hraða og koma í veg fyrir ofangreind einkenni. Gang- ráðurinn örvar einungis hjartavöðvafrumurnar til samdráttar en hefur engin áhrif á samdráttarkraft þeirra. Hann gerir því ekkert gagn við hjartabilun sem orsakast af minnkuðum samdráttarkrafti í hjartavöðvanum t.d. eftir hjartadrep þar sem hluti af vöðvafrumum hjartans hefur tapast og hjartað getur því ekki dælt nægilega kröftuglega. Gervigangráður Nafnið gervigangráður er þýðing á enska orðinu artificial pacemaker til aðgreiningar á eiginlegum gangráði hjartans en yfirleitt er einungis notast við orðið gangráður í daglegu máli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Larson fékk fyrsta gangráðinn, 8. október 1958. Fyrstu gangráðarnir voru stórir og klunnalegir og voru í þeim kvikasilfurs- rafhlöður sem entust í allt að 18-20 mánuði. Þeim var oftast komið fyrir undir húðinni á kviðnum svo að minna færi fyrir þeim og síðan leidd rafleiðsla upp í hjartað og var hún fest utan á hjartavöðvann. Síðar var farið að þræða raf- leiðsluna í gegnum bláæð inn í hægri hluta hjartans í skyggningu og var það mikil framför og gerði aðferðina mun einfaldari. En mikilvægasta framförin í gerð gangráða var þegar lithiumrafhlaðan leysti kvikasilfursrafhlöðuna af hólmi sem orkugjafi. Hún er miklu endingarbetri og er meðallíftími gangráða í dag á bilinu 8-12 ár. Þá er hún miklu minni um sig og við það hafa gangráðarnir minnkað mjög því stærstur hluti gangráðsins er orkugjafinn. I dag vegur gangráður um 35 g og er ca. 4 x 5 cm í þvermál og 1/2 cm á þykkt. I grófum dráttum má skipta gangráðum í þrjár tegundir, þ.e. einhólfa gangráður, tvíhólfa gangráður og líffræðilegur gangráður sem getur ýmist verið ein- eða tvíhólfa. Einhólfa gangráður Þessi gangráður er yfirleitt einfaldastur að gerð en er þó langt frá því að vera einfalt tæki og er ótrúlega fjölvirkur. Hann kallast einhólfa þar eð hann hefur einungis eina rafleiðslu sem er þrædd í gegnum bláæð niður í hægra slegil. Gegnum þessa rafleiðslu skynjar hann rafboð sem koma frá eigin gangráði sjúklings og sendir einungis frá sér rafstraum ef hjartsláttur sjúklings verður of hægur. Ef hraði gangráðs er t.d. stilltur á 70 gerir hann ekkert fyrr en hjartsláttur sjúklings fer niður fyrir þann hjartsláttarhraða en þá sendir hann frá sér rafstraum sem síðan veldur samdrætti í hjartavöðva. Hægt er að velja mismunandi hraða á Stœrð gangráðarins er ca 4x5 cm íþvermál og hann vegur um 35 gr. gangráðnum, venjulega frá 30 upp í 150 slög á mínútu allt eftir því hvað hentar sjúklingnum. Þá er hægt að velja mismunandi spennu og hægt er að láta gangráðinn mæla minnstu spennu sem þarf til að örva hjartavöðvann og spara þannig rafhlöðuna. Svo er hægt að gera margvíslegar aðrar breytingar á gangráðnum og allt er þetta gert í gegnum fjarstýringu. Einnig sendir gangráðurinn út margvíslegar upplýsingar um ástand sitt s.s. hraða og spennu og einnig hvenær rafhlaðan fer að gefa sig svo að maður hafi fyrirvara til að skipta um gangráð. Tvíhólfa gangráður Þessi gangráður er allmiklu flóknari en sá fyrrnefndi. I honum eru tveir straumgjafar og liggur önnur rafleiðslan í hægri gátt og hin í hægri slegil og með því að örva fyrst gáttina og síðan slegilinn líkir gangráðurinn nákvæmlega eftir eðlilegum hjartslætti sjúklingsins. Þessi gangráður er mun flóknari að allri gerð og nokkru erfiðara að koma 21

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.