Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 25

Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 25
og áttum yndislega stund saman og nutum frásagnargleði hennar og göfugu lífsviðhorfa enn einu sinni. Við óskuðum eftir að mega kalla til fjölmiðla vegna afmælisins, en það vildi hún alls ekki. Hún lést röskum mánuði síðar. Minningin um mæta og ógleymanlega konu mun lifa í þakklátum huga okkar allra, sem kynntust henni og miklum mannkostum hennar. Minning Hjálmar Guðmundsson kennari fæddist í Reykjanesi Gímsnesi í Arnessýslu 16. janúar 1915 og lést 13. júlí 1995. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson bóndi og kona hans Ingibjörg Hróbjartsdótt- ir. Hjálmar tók kennarapróf 1937 og hóf strax kennslu og varð skólastjóri Barnaskóla Stokkseyrar 1944-46. Hann fluttist til Reykja- víkur og var kennari við Mið- bæjarskólann frá 1946-69 og Langholtsskólann frá 1969 og þegar hann lauk kennsluferli sínum fyrir aldurs sakir, var hann við ýmis störf á vegum skólans, allt fram að síðustu skólalokum. Er skóla lauk að vori leiðbeindi hann unglingum við Vinnuskóla Reykjavíkur frá 1949 og tók við skólastjórn árið 1980. Hjálmar var félagslyndur og starfaði mikið í mörgum félögum. Ungur gekk hann til liðs við skátahreyfinguna og var sýndur þar margvíslegur heiður fyrir frábær störf. Hann hafði alla ævi mikinn áhuga á útilífi og ferðalögum og sá glögglega uppeldisgildi göfgandi verkefna á þessum sviðum og þá ekki síst þátt þess að efla vináttu og bræðra- lag. Hjálmar var kennari af hugsjón og alla tíð beindist hugur hans að velferð og framtíð æskufólks í landinu og það tæki sér fyrir hendur uppbyggjandi viðfangsefni og tileinkaði sér hófsemi og bindindi, en forðaðist óreglu og tilgangslaust líferni. Hann var mjög virkur félagi hjá Ferðafélagi íslands og var oft fararstjóri í gönguferðum á þeirra vegum. Hjálmar var yfirlætis- laus og vildi ekki að þess yrði getið, þótt hann legði góðu máli lið. Árni Bergur Sigurbjörnsson sóknarprestur í Ásprestakalli þakkaði Hjálmari Guð- mundssyni við útför hans fyrir marg- víslegan stuðning við byggingu Ás- kirkju bæði með fjárframlögum og með ómetanlegu vinnuframlagi. Hér verður þetta ekki rakið frekar, en íjöl- margt mun geymast í þessum efnum. Hjálmar Guðmundsson hefur verið lengi félagi hjá Landssamtökum hjartasjúklinga og sýnt þeim samtök- um vináttu og velvilja alla tíð. Hann gaf samtökunum árið 1987 kr. 100.000.- til minningar um fjóra látna bræður sína, Bergþór, Guðjón, Hauk og Erling. Voru honum færðar sérstak- ar þakkir fyrir þetta rausnarlega fram- lag. Hjálmar sótti reglulega snemma dags Sundlaugarnar og hitti þar m.a. vini sína. Hann var mikill og góður vinur Jóhannesar Proppé til fjölda ára, en þeir hittust þar oft. Hann bauð honum heim til sín í kaffi og tjáði honum að hann vildi arfleiða Landssamtök hjartasjúklinga af öllum eigum sínum eftir sinn dag og bað hann um að aðstoða sig við að gera erfðaskrá. Það féll í minn hlut að vinna það verk. Þetta var til þess að ég hitti Hjálmar fimm sinnum á heimili hans að Skúla- götu 40 og voru fundir okkar nokkuð langir, þar sem hann hafði frá mörgu að segja. Hann var höfðingi heim að sækja af gamla skólanum. Hann lagaði frábært kaffi og bar það fram með góðum veitingum. Hefi ég aldrei komið í íbúð karlmanns, þar sem allt innbú og umönnun hennar bar svo rækilega vott um snyrtimennsku hans á öllum sviðum. Við Hjálmar ræddum mikið saman og hafði hann frá mörgu að segja. Mér var strax ljóst, að ævistarf hans var svo gagnmerkt og lærdómsríkt, að því þyrfti að gera ítarleg skil, en þegar ég færði þetta í tal við hann, þá kom fljótlega í ljós að það vildi hann alls ekki. Engu að síður þótti honum gott að segja frá eldri atburðum og ræða málin. Skilnaður foreldra hans og að fjölskyldan tvístraðist hafði djúp áhrif á skapgerð hans. Þá var móðir hans honum mjög kær og héldu þau lengi heimili saman. Afar skemmti- legt var að heyra frásagnir hans af skemmtilegum gönguferðum um landið og er mér ógleymanleg frá- sögn hans af árlegum gönguferðum í Bæjarstaðaskóg, en farnir voru götuslóðar um heiðina norðanverða og niður í Morsárdal um brattar skógartorfur. Er þarna mikið líparít meðfram Kjósarlæk. Mikið hefði verið gaman að fara þessa leið undir hans fararstjórn svo ljóslega lýsti hann öllum aðstæðum. Hjálm- ar var fulltrúi þeirra kynslóðar sem á rætur í horfnum lífsháttum og var höfðingi og hreystimenni og þekkti vel erfiða tíma. Hann undirbjó verk sín af kostgæfni og var mikill vinur vina sinna og mátti ekkert aumt sjá, svo að hann legði ekki fram hjálparhönd. Hjálmar veiktist illa fyrir rösku ári síðan og kom vinur hans Jóhannes Proppé honum á Landspítalann. Hann veiktist aftur röskum mánuði fyrir andlátið og var þá útveguð vist á dvalarheimili, en hann vildi ekki með nokkru móti þiggja það boð. Hann kvaddi heiminn hægt og hljótt eins og hans var vandi í lífinu. Hann mælti svo fyrir, að útförin færi fram í kyrrþey, sem var að sjálfsögðu virt. En fregnin urn útförina barst og Áskirkja nær fylltist af vinum og 230 manns mættu í kaffi á eftir jarðaförina. Blessuð sé minning um þennan óvenjulega mannkostamann. Sigurður Helgason, form, LHS 25

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.