Velferð - 01.12.1995, Page 29

Velferð - 01.12.1995, Page 29
í eyra mér: „Þú hefir glas á þér með brennivíni frá Ben. S. Þórarinssyni“. Eg seildist máttvana í það og saup vel á því. Við það hresstist ég og komst með heilu og höldnu til bæja við kynjakraft vínsins. Loftur (1903) Úr bréfí 25. 8.1903 „.... Ekki er ofsögum sagt af brennivíninu frá Ben. S. Þórarinssyni. Það er undantekningarlaust bezta brennivín er ég hefi nokkru sinni drukkið og hefi ég þó verið á höttunum eftir góðu brennivíni síðan ég kom frá Khöfn. Þú þekkir að ég þekki þó bragðið af því. Brennivínið frá Ben. S. Þórarinssyni er sannkallaður goða- drykkur. Með „Laura“ kom margra ára gamalt -KORNBRENNIVÍN í verslun Ben. S. Þórarinssonar og er dýrindis ráðherradrykkur. Þegar ég saup á brennivínsflöskunni minni sem ég keypti hjá Ben. S. Þórarinssyni í morgun varð mér að orði: „Gott er brennivínið frá Ben S. Þórarinssyni og ekki ofsögum af því sagt.“ Rvík. 1. des. 1903. Sveitamaður. Sveitamaðurinn: „Hvar eru best vínföng í bænum?“ Bæjarmaður: Ég er templari. S: Ég var ekki að spyrja að því. Ég var að spyrja: Hvar eru bezt vínföng? B: Á, öllum ber saman um það, að þau séu bezt hjá Ben. S. Þórarinssyni, já, langbezt. S: Hefur hann líka gott brennivín? B: Hófsemismenn segja og aðrir, er það hafa smakkað, að það sé hreinasti konungsdrykkur. S: Hefur hann þá kornbrennivín? B: Hann er sagður sá eini, er hefir þann drykk hér, og því er nú miður, því, ef hann hefði ekki gott brennivín, þá keyptu færri af honum en gera. S: Þá kaupi ég hjá honum. B: Það ættu allir að gera er drekka. Ben. S. Þórarinsson selur hreint kornbrennivín. „Olafur Pá og Olafur uppá er ekki það sama“ Sprittblanda og hreint kornbrennivín er heldur ekki það sama. í dönsku blaði stóð nýlega: „Sá eini kaupmaður á íslandi, sem selur beztu tegundir af brennivíni er Ben. S. Þórarinsson í Rvík. Það er merkilegt, en það er þó satt að naumast í sjálfri Khöfn er hægt að fá jafn GOTT og HOLT brennivín.“ Gott kornbrennivín er líf og andi. Og nú hlaupum við yfir alllangt tímabil og birtum hér ljósrit af auglýsingu sem birtist í fyrsta eintaki af Dagblaðinu sem út kom 2. okt. 1906. Þessi auglýsing er hreint meistara- stykki. ,Ilcyii8laia cr snimlclltur*, sagði Rc.pp. I* o r i v I u I u og Slicrryvinin sjmtisku, ei Ben. S. Þórarinsson sclurý eiu viöfk’icg' uin lieim allan íyrir þaA, aö J»au lækua alla latigavcilt- Iiiii og bæLi meHiuguua, en brennl- TÍnlð JiJÓÓHrfncga iyrh þad, aÖ þaö lífgar, hressir, htiggar og gleður manusins amla. Beii. S. l’ór. or Jiögul! og icgír aldrei fré, hvorjir við liaim vcrzla. Látum þetta nægja að sinni, en kannski segjum við síðar frá Ben. S. Þórarinssyni. S.J. SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA HF. Aðalsiræti 6. si'mi 551 1480. 121 Rcykjavik. UR EINU I ANNAÐ Fleiri og fleiri Danir hætta reykingum og um hundrað þúsund Danir hættu að reykja á sl. ári (maí '94 - maí '95).Tiltölulega fleiri karlmenn en konur hætta reykingum. Ef þeir sem reykja eru skoðaðir út frá kynjahlutfalli þá reykja 39% danskra karlmanna ennþá og 38% danskra kvenna. Þessi munur milli kynja hefur aldrei fyrr verið svona lítill. Um hálf miljón Dana reyna árlega að hætta að reykja, og um 40% þeirra hafa reynt að hætta 3 sinnum eða oftar. Danska hjartafélagið hefur lagt mikið af mörkunum í baráttunni gegn reykingum, m.a. undir kjörorðinu: HÆTTU AÐ REYKJA OG VERTU ÞINN EIGINN LÍFGJAFI: (Heimild Hjertenyt) • Hver Norðmaður fer að jafnaði fimm sinnum á ári til læknis. • Meira ber á berklum í iðnríkjum en undanfarin ár. Árið 1993 voru skráð sex þúsund berklatilfelli í Bretlandi. V/SA VISA ISLAND GREIÐSLUMIÐLUN HF. sími 567 1700 - fax 567 3462 • Norska ríkisstjórnin hefur í umræðum um heilbrigðismál á norska Stórþinginu lofað að leggja fram umtalsverðar fjárhæðir til að draga úr löngum biðlista sjúkra er bíða eftir aðgerðum. I desember fyrir ári biðu 244 þúsund sjúklingar eftir að komast í aðgerð á spítölum og af þeim höfðu rúml. 62 þús. beðið lengur en 6 mánuði. I rannsókn sem samtök hjúkrunarfólks í Noregi hafa látið gera vill 79% þjóðarinnar að meira fé sé veitt til sjúkrahúsa og til heilsugæslu, og 74% töldu að biðlistar væru brýnasta vandamálið að leysa í dag. Hjarta- og lungnafélögin í Noregi hafa að undanförnu barist af hörku fyrir auknum réttindum sjúklinga, m.a. í þá veru að þeir eigi allir jafnan aðgang að sérfræðiþjónustu, geti valið um sjúkrahús þótt það sé í öðru fylki en viðkomandi býr o.s.frv. Ekki vildi ríkisstjórnin lofa öðru á þessum vettvangi en að í hverju fylki skyldi koma staða umboðsmanns sjúklinga. (Heimild Trygd og Arbeid) 29

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.