Velferð - 01.12.1995, Blaðsíða 32

Velferð - 01.12.1995, Blaðsíða 32
verið haldin mörg erindi í skólunum og leikskólum landsins um mikilvægi þess að börn hreyfi sig. Er virkileg þörf á þessari áminningu? Er það ekki í eðli barna að hreyfa sig? Jú, eflaust, en það hentar ekki alltaf lífsmynstri okkar fullorðna fólksins. Hvaða afar og ömmur hafa t.d. ekki fjárfest í myndbandstæki og barnaspólum til að hafa ofan af fyrir barnabörnunum þegar þau koma í heimsókn. Hreyfing í daglega lífinu er börnum a.m.k. jafn- mikilvæg og fullorðna fólkinu. Kyrr- setumynstrið á eftir að þróast nógu fljótt. Öll getum við því átt stóran þátt i því að ala ekki upp sjúklinga fram- tíðarinnar því börn læra það sem fyrir þeim er haft. A 7. áratugnum gerði maður að nafni Paffenberger rannsókn sem sýndi fram á að þau börn sem hreyfðu sig meira en önnur hafa meira þol og meiri mót- stöðu gagnvart almennum sjúkdómum. Þar á vel við máltækið - Hvaða ungur nemur, gamall temur. Kyrrseta er hættuleg Á ráðstefnunni var rakin áhugaverð rannsókn um áhrif líkamshreysti á lífslíkur karlmanna. 9777 menn á aldrinum 20-82 ára voru fengnir til að taka þátt í 5 ára rannsókn. Þeir voru læknisskoðaðir og þrekprófaðir í upphaf og lok tímabilsins. Flestir veiktust eða dóu úr þreklitla hópum, en fæstir úr þeim þrekmikla. Þeir sem náðu að vinna sig upp úr þreklitla hópnum yfir í þann þrekmikla juku lífslíkur sínar um 44%. 7,9% um hverja mínútu sem þeir bættu við sig á þrekprófi. Þeir sem hættu reykingum juku einnig lífslíkur sínar um 44%. Önnur rannsókn sýndi að kyrrsetu- fólk er í 1,5 - 2,4 sinnum meiri áhættu á að fá hjartasjúkdóma en sjúklingar með hækkaðar blóðfitur, háþrýsting og reykingarmenn. Þannig virðist aukið þol hafa a.m.k. jafnmikið að segja um lífslíkur eins og það að hætta að reykja. Best væri því að gera hvoru tveggja. Konur og hjartasjúkdómar skipuðu ákveðinn sess á ráðstefnunni. I ran- sóknum hvaðanæfa að úr heiminum virðast konur síður en karlar stunda reglubundna hreyfingu. Banda-rísk rannsókn sýndi fram á að ástæður þess eru að konur 1) fá minni hvatningu frá læknum og aðstandendum, 2) keyra síður bíl, 3) finnst þær síður geta séð af tíma fyrir þjálfun. í Ameríku virðast svartar, eldri konur í lægri stéttum og með litla menntun síst skila sér í þjálfun. Við viljum vekja athygli á því að eftir tíðahvörf eru konur í jafnmikilli hættu á að fá hjartasjúkdóma og karlar. Þarna eru hin verndandi áhrif kven- hormóna farin að dvína. Meiri þjálfun og bætt mataræði Annar þáttur sem var í brennidepli á ráðstefnunni var fitubúskapur. Þar var lögð áhersla á að þjálfun ein og sér væri ekki nóg til að lækka megi fit- urnar í blóði. Þekkt er að þjálfun veldur aukningu HDL blóðfitu og minnkun LDL blóðfitu. Þannig verður hlutfall góðu fitunnar hærri á kostnað þeirra slæmu. Þessi áhrif eru talin vara í 1 - 2 sólarhringa eftir hverja æfingu. Því þyrftum við að ganga rösklega u.þ.b. 1/2 klst dag hvern til að halda þessum jákvæðu áhrifum. Önnur leið til að laga fitumagnið í blóðinu er að taka á mataræðinu. Með því að minnka fituneyslu batnar HDL/LDL hlutfallið og við fáum fram þessi jákvæðu áhrif. Algengt er að hjartasjúklingar velji aðeins annan þessara kosta, þ.e. þjálfun eða bætt mataræði. í ljós hefur komið að það er ekki nóg heldur er nauðsynlegt að taka á báðum sviðum. Það er staðreynd að þegar fólk er nýstaðið upp úr erfiðum veikindum, þá eru þessir einstaklingar tilbúnir að leggja heilmikið á sig til að fyrirbyggja áframhaldandi þróun sjúkdómsins. Fólk fær fræðslu og góð ráð um mataræði en því er lítið fylgt eftir. Með tíð og tíma dofnar yfir baráttu- viljanum og lífið fellur í sitt fyrra horf. Oft er gripið til þess að nota dýr lyf til þess að laga fitubúskapinn í stað hvatningar og stöðugs aðhalds. Á HL stöðinni hefur verið fylgst með líkamsþyngd fólks, en hún segir ekki alla söguna. Við höfum ekki fylgt þeim sérstaklega eftir sem eru með hækkaða blóðfitu. Þessu höfum við hug á að breyta og veita þessum ein- staklingum sérstakt aðhald í framtíð- inni. Hugsið ykkur ef einhver fyndi upp meðferð sem lækkaði blóðþrýsing, minnkaði líkurnar á hjartasjúkdómum og krabbameini, jyki mótefnastarfsemi líkamans og minnkaði sársaukaupp- lifun. Meðferðin væri örugg, ódýr, auðvelt væri að nálgast hana og eina aukaverkunin væri sú að fólki liði vel. Þarna er ekki átt við nýtt lyf, heldur er átt við þann bónus sem ánægja getur veitt manni. Gleymið ekki öllu amstrinu við að halda ykkur heilbrigðum að hafa gaman af, því allt bendir til þess að ef fólk tekur hlutunum ekki of alvarlega 32

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.