Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 38

Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 38
úrvinnslu. Miklar umræður og jákvæð- ar urðu um tillögurnar. Sigurður Helgason benti þá á nauð- syn að vera alltaf vel á verði og láta áhugann ekki dvína. Kyrrstaðan væri mesta hættan. Hann taldi nauðsynlegt að koma því í lög að heilsugæslu- stöðvarnar störfuðu með okkur. Gísli Eyland fór einnig nokkrum orðum um hve samstaðan væri nauðsynleg og væru göngutímar ómetanlegir í því efni. Bergþór Finnbogason taldi fagra fána vera hverju félagi nauðsynlegt tákn, og afhenti hann hverjum fundarmanni fána þeirra á Suðurlandi. Ingólfur Viktorsson gat þess að viðurkenningarmerki - gullmerki - og silfurmerki væru nú í vinnslu og yrði úthlutað innan skamms. Haraldur Steinþórsson kvaðst efins í því að hafa tvær tegundir merkja. Rúrik Kristjáns- son minnti á merkjasölu SIBS í lok sept. og gat þess að hvert félag fengi 25% af sinni sölu í sölulaun. Markmiðið með merkjasölunni væri gerð sundlaugar. Tillagan og frum- kvæðið er komið frá LHS. Skýrslur deilda Af 10 deildum innan samtakanna fluttu 7 þeirra skýrslur um það helsta í starfi sínu. Voru þær all keimlíkar, gönguferðir, merkjasala og ýmis önnur fjáröflun. Þrjár deildir sendu ekki fulltrúa á þennan formannafund, þ.e.a.s. Norðurland-Vestra, Austfirðir og Vestmannaeyjar. Stærsta deildin er Reykjavíkursvæðið með um 1600 félaga og er þar að sjálfsögðu þrótt- mesta starfið. Flest félögin studdu fjárhagslega einhvern hjálparþurfi á sínu svæði eða lögðu fram fjármuni til aðstoðar eða til forvamarstarfa. Fundarstjóri Gísli Eyland gat þess að eftir hálfan mánuð yrði Eyjafjarðar- félagið 5 ára og yrði þess minnst með því að leggja fram 500.000 kr. í sund- laugarbyggingu við Kristnesspítala. Gísli þakkaði fundarmönnum lífleg- ar og skemmtilegar umræður um við- fangsefni okkar og þakkaði sérstak- lega góða samvinnu við skrifstofu LHS og stjórnendur. Fundi slitið um kl. 18.15. Um kvöldið var sameiginlegt borðhald á veitingahúsinu Fiðlaranum, fór það hið besta fram og voru þar uppi höfð ýmis gamanmál. Skildu allir í vinsemd og allmiklu fróðari um störf og stefnur LHS. (Fundargerð skrifaði Haraldur Sigurðsson). [PÉtLMitilÁlL ------------ LAGABREYTINGAR TIL UMRÆÐU Stjórn LHS hefur sent eftirfarandi tillögur að lagabreytingum til for- manna landsfélaganna og til milli- þinganefndar. Eftirfarandi tillögur eru til skoðunar og umræðu: Breyting verði á 4 mgr. á 4 gr lag- anna: Nafn félagsins skal vera Félag hjartasjúklinga að viðbættu svæðis- heiti. Einnig geta félög verið í Lands- samtökum hjartasjúklinga, sem játast undir lög þess og fara þess skriflega á leit fyrir þing LHS að gerast félag innan samtaka þess og verði þar samþykkt með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Félögin setji sér lög sem samræmast lögum LHS. Þau halda aðalfundi árlega og gefi stjórn LHS skýrslu um starfsemina. Aðild nýrra félagsmanna skal samþykkt af félagastjórn og tilkynnt LHS. Koma inn lagabreytingum frá síðasta þingi LHS. Breyting verði á 2. mgr. 5 gr. Heimilt er að taka hálft árgjald af elli- og lífeyrisþegum eða fella þau niður án þess að félagsréttindi þeirra skerðist. Ekki skal innheimta félags- gjöld af unglingum og börnum innan 16 ára. Fá ágóða af jólakortasölu Ákveðinn hluti af andvirði jólakorta sem Hljómval í Keflavík selur fyrir hver jól rennur til líknarmála. Að þessu sinni rennur ágóðinn til Félags hjartasjúklinga á Suðurnesjum. Á myndinni eru frá vinstri Sigurður Gunnarsson og Elsa Júlíusdóttir, hjónin sem reka Hljómval, ásamt Berki Eiríkssyni, fyrrv. formanni Félags hjartasjúklinga á Suðumesjum. ÚR EINU í ANNAÐ Eftir að heimilislæknar á Gotlandi hlýddu á sérfræðinga ræða ýmsar hliðar þunglyndis, og hvemig ætti að meðhöndla sjúkdóminn, fækkaði sjálfsmorðum um 70% (ekki gefið upp við hvaða tölu er miðað, sem er skrýtið að sjá í fagblaði) og jafnframt fækkaði mikið innlögnum á sjúkrahús. Veikindaforföllum vegna þessa sjúkdóms fækkaði um 50% (viðmið- unartölur vantar:). Heimilislæknar í Noregi em nú að kynna sér þessar niðurstöður og aðferðir, en norskur læknir segir að þunglyndi eigi sök á 75% sjálfsmorða í Noregi. Sá sami læknir telur að um 50% Norðmanna, sem eigi við alvarlegt þunglyndi að stríða, fái ekki hjálp eða leiti ekki eftir henni hjá læknum. Margar rannsóknir sýna að fólk sem ekki líður vel í starfi, eða ræður ekki nógu vel við það, á frekar á hættu að fá hjarta- truflanir, maga- og þarmasjúkdóma og gigt en aðrir. Nefndir eru sérstaklega sem áhættuhópar bílstjórar sem stjórna stórum farartækjum. Iðnverkamenn sem hafa litla tilbreytni í starfi og fólk í umönnunar- störfum ýmiskonar þar sem dagleg streita og einhæfni í störfum tekur sinn toll. Það eru semsagt ekki aðeins forstjóramir sem em í áhættuhópum: (Heimild Trygd og Arbeid) 38

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.