Velferð - 01.12.1998, Side 3
VELFERÐ
Þá ríkir friður
Þegar þetta blað er að fara í prentun em
jólin, hátíð friðar og kærleika, að nálg-
ast. Undirbúningi jólanna fylgir ys og
þys og stundum mikil spenna. En á
aðfangadag þegar líða tekur á kvöldið,
hægir allt á sér og við göngum til kirkju
eða samstillt að jólaborði. Þá ríkir friður.
Þessi friðarstund, jól og nýár, er
nauðsynleg því nútíminn er kröfuharður á tíma og nútíminn
er mjög hraður. I gangi em hörð markaðslögmál, fjölmiðlamir
tútna út af margskonar uppákomum, hæstaréttardómur í
kvótamálum veldur t.a.m. írafári og spennu. Allir þurfa að
vera tilbúnir að hafa skoðun á dægurmálum með eða á móti —
strax og án vífilengja — fréttamennirnir sveifla míkrafónum
og þegar míkrafónninn staðnæmist fyrir framan þitt nef þá
verðurðu að svara — skýrt og skorinort. Og það má enginn
heyra að hjartslátturinn sé hraðari en venjulega og ekki má
röddin svíkja þig, þú mátt ekki verða mjóróma eða starna.
Við birgjum með okkur margskonar ótta og vanlíðan flest
hver og úr því verður hugur og hjarta að vinna á hverju sem
dynur. Við gerum margskonar axarsköft hvað varðar
mataræði, hreyfingu, hvíld og afslöppun, og úr því verður
hjartað að vinna. Það má ekki gefa neitt eftir!
A nýju ári gætum við mörg hver hugsað okkar ráð og „verið
betri hvert við annað“ og farið betur með hjörtun okkar.
Landssamtök hjartasjúklinga eru sterk samtök og síður
en svo „hjartveik“ eða verkkvíðin. Verið er að ræða í stjórn
samtakanna hvemig vinna eigi úr samþykktum síðasta þings.
Blaðið okkar Velferð mun breytast nokkuð á árinu og við
munum gefa út tvo nýja bæklinga á útmánuðum, annar mun
fjalla um hjartasjúkdóma og lækningaaðferðir og hinn mun
fjalla um forvarnir og endurhæfingu. Þessir bæklingar leysa
af hólmi bæklinginn sem ber yfirskriftina „Hjartasjúkdómar,
varnir, lækning, endurhæfing“.
Með þessu blaði fylgja tveir bæklingar, annar er uppfærður
bæklingur um störf og stefnu samtaka okkar og hinn barst á
fjömr okkar óvænt, en hann fjallar um kransæðasjúkdóma og
er gerð frekari grein fyrir honum á bls. 23.
Vonaudi verður árið 1999 okkur farsælt. Samtök okkar
hafa að mörgu að hyggja og við biðjum þess að störf okkar
verði árangursrík. Friður sé með okkur öllum, gleðilegt ár!
Sigurjón Jóhannsson.
FENGIJ GULLMERKI LHS
Á liátíðarstundu í október sl. var fólkinu á inyndinni hér fyrir ofan veitt heiðursmerki samtakanna í gulli
fyrir vel uimin störf fyrir Landssamtök hjartasjiíklinga.
Frá vinstri: Valgeir Villijáhnsson, Asgeir Þór Arnason, Unnur Fenger, Tómas Haukur Jóliannsson, Jón Þór
Jóhannsson, Jóhann Kárason, Ingibjörg Olafsdóttir, Emil Sigurðsson og Lillian Siinson.
Velferð 3